Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 13:00 Á því ári sem liðið er frá sprengingunni í Beirút hefur ástandið bara versnað hjá íbúum borgarinnar og Líbanons. AP/Hassan Ammar Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Human Rights Watch en þar segir að spilling í Líbanon komi í veg fyrir að hægt sé að draga ráðamenn til ábyrgðar og kalla samtökin eftir því að Sameinuðu þjóðirnar geri eigin rannsókn á sprengingunni og beiti aðgerðum gegn spilltum embættismönnum. Minnst 218 manns dóu í sprengingunni og olli hún gífurlegum skemmdum á Beirút. Alþjóðabankinn hefur áætlað að sprengingin hafi valdið um 3,8 til 4,6 milljarða dala skemmdum. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Það var síðast gert í bréfi til Diab og Michel Aoun, forseta, rúmum tveimur vikum fyrir sprenginguna. Hér má sjá myndband Sky News þar sem sprengingin er sýnd frá nokkrum sjónarhornum auk þess sem farið er yfir skemmdirnar sem hún olli. Rannsókn þarlendra yfirvalda á sprengingunni hefur engum árangri skilað. Dómarinn sem stýrir rannsókninni hefur ekki getað rætt við embættismenn sem ekki er hægt að sækja til saka vegna laga Líbanon. Á morgun (fjórða ágúst) verður liðið eitt ár frá því sprengingin varð. Síðan þá hefur ástandið í Líbanon versnað til muna og ekki þótti það gott fyrir. Frá því fyrir ári síðan er virði gjaldmiðils Líbanons um það bil fimmtán sinnum minna en það var og verðbólga hefur leikið íbúa mjög grátt. Skortur er á matvælum, lyfjum og nauðsynjum. Þá hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn í landinu. Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, var fenginn til að reyna að mynda ríkisstjórn en honum mistókst það og sagði það vegna gífurlegrar spillingar í landinu. Sjá einnig: Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum Fyrir viku síðan var Nijab Mikati, ríkasti maður Líbanon sem hefur einnig áður verið forsætisráðherra, skipað að mynda ríkisstjórn. Ráðamenn víða um heim hétu íbúum Beirút aðstoð en ekki fyrr en gripið væri til umbóta og dregið úr spillingu. Í Líbanon virðist þó lítill sem enginn áhuga á slíkum umbótum meðal þeirra sem þar ráða. Í frétt Guardian segir að þeir hafi meiri áhuga á að deila sín á milli um það hvernig þeir geti deilt ríkinu sín á milli og gert sjálfa sig auðugri og valdameiri. Hryðjuverkasamtökin Hezbollah eru talin áhrifamestu aðilarnir í Líbanon. Lítil sem engin aðstoð hefur því borist. Starfsmenn HRW fóru yfir opinber gögn og ræddu við embættismenn og ráðamenn og komust að því að vitað hafi verið að efnin í vöruskemmunni væru hættuleg. Að embættismenn hafi brotið lög landsins með vanrækslu. Yfirlit yfir samskipti ráðamanna sín á milli um efnin má finna hér á vef HRW. Hér má sjá fleiri myndbönd af sprengingunni. Efnin sem sprungu voru flutt til Beirút um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu. Til stóð að sigla því til Mósambík en skipstjórinn segist hafa fengið skipun um að fara til Beirút og taka þar aukafarm. Embættismenn í Beirút kyrrsettu þó skipið og skipuðu áhöfninni að vera áfram um borð. Að endingu var farmurinn tekinn í land og áhöfninni sleppt árið 2014. Eigendur skipsins yfirgáfu það. Skipið sjálft var að endanum fært um nokkur hundruð metra. Árið 2018 sökk það við bryggju í Beirút, þar sem það liggur enn. Skammt frá vöruskemmunni sem sprakk í loft upp. The ammonium nitrate that blew up in Beirut was left by M/V RHOSUS, an ailing ship whose fate was unclear. Until now. @ckoettl found out that it sank in early 2018, and has been submerged a mere 1,500 feet away from the warehouse that exploded. Read/watch: https://t.co/MiVRu3g32k pic.twitter.com/pvt6CWlovf— Christiaan Triebert (@trbrtc) August 7, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Human Rights Watch en þar segir að spilling í Líbanon komi í veg fyrir að hægt sé að draga ráðamenn til ábyrgðar og kalla samtökin eftir því að Sameinuðu þjóðirnar geri eigin rannsókn á sprengingunni og beiti aðgerðum gegn spilltum embættismönnum. Minnst 218 manns dóu í sprengingunni og olli hún gífurlegum skemmdum á Beirút. Alþjóðabankinn hefur áætlað að sprengingin hafi valdið um 3,8 til 4,6 milljarða dala skemmdum. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Það var síðast gert í bréfi til Diab og Michel Aoun, forseta, rúmum tveimur vikum fyrir sprenginguna. Hér má sjá myndband Sky News þar sem sprengingin er sýnd frá nokkrum sjónarhornum auk þess sem farið er yfir skemmdirnar sem hún olli. Rannsókn þarlendra yfirvalda á sprengingunni hefur engum árangri skilað. Dómarinn sem stýrir rannsókninni hefur ekki getað rætt við embættismenn sem ekki er hægt að sækja til saka vegna laga Líbanon. Á morgun (fjórða ágúst) verður liðið eitt ár frá því sprengingin varð. Síðan þá hefur ástandið í Líbanon versnað til muna og ekki þótti það gott fyrir. Frá því fyrir ári síðan er virði gjaldmiðils Líbanons um það bil fimmtán sinnum minna en það var og verðbólga hefur leikið íbúa mjög grátt. Skortur er á matvælum, lyfjum og nauðsynjum. Þá hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn í landinu. Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, var fenginn til að reyna að mynda ríkisstjórn en honum mistókst það og sagði það vegna gífurlegrar spillingar í landinu. Sjá einnig: Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum Fyrir viku síðan var Nijab Mikati, ríkasti maður Líbanon sem hefur einnig áður verið forsætisráðherra, skipað að mynda ríkisstjórn. Ráðamenn víða um heim hétu íbúum Beirút aðstoð en ekki fyrr en gripið væri til umbóta og dregið úr spillingu. Í Líbanon virðist þó lítill sem enginn áhuga á slíkum umbótum meðal þeirra sem þar ráða. Í frétt Guardian segir að þeir hafi meiri áhuga á að deila sín á milli um það hvernig þeir geti deilt ríkinu sín á milli og gert sjálfa sig auðugri og valdameiri. Hryðjuverkasamtökin Hezbollah eru talin áhrifamestu aðilarnir í Líbanon. Lítil sem engin aðstoð hefur því borist. Starfsmenn HRW fóru yfir opinber gögn og ræddu við embættismenn og ráðamenn og komust að því að vitað hafi verið að efnin í vöruskemmunni væru hættuleg. Að embættismenn hafi brotið lög landsins með vanrækslu. Yfirlit yfir samskipti ráðamanna sín á milli um efnin má finna hér á vef HRW. Hér má sjá fleiri myndbönd af sprengingunni. Efnin sem sprungu voru flutt til Beirút um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu. Til stóð að sigla því til Mósambík en skipstjórinn segist hafa fengið skipun um að fara til Beirút og taka þar aukafarm. Embættismenn í Beirút kyrrsettu þó skipið og skipuðu áhöfninni að vera áfram um borð. Að endingu var farmurinn tekinn í land og áhöfninni sleppt árið 2014. Eigendur skipsins yfirgáfu það. Skipið sjálft var að endanum fært um nokkur hundruð metra. Árið 2018 sökk það við bryggju í Beirút, þar sem það liggur enn. Skammt frá vöruskemmunni sem sprakk í loft upp. The ammonium nitrate that blew up in Beirut was left by M/V RHOSUS, an ailing ship whose fate was unclear. Until now. @ckoettl found out that it sank in early 2018, and has been submerged a mere 1,500 feet away from the warehouse that exploded. Read/watch: https://t.co/MiVRu3g32k pic.twitter.com/pvt6CWlovf— Christiaan Triebert (@trbrtc) August 7, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira