Áhyggjur af skriðuföllum á Sauðárkróki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 11:42 Hættumat verður gert fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki. Foto: Sauðárkrókur,Skagafjörður,dróni/Egill Aðalsteinsson Kallað hefur verið eftir því að hættumat verði gert eins fljótt og auðið er fyrir Varmahlíð vegna aurskriðanna sem féllu þar í júní. Þá eru einnig áhyggjur um skriðuföll á Sauðárkróki og hefur sveitarstjóri Skagafjarðar lagt fram formlega beiðni um að hættumat verði gert á ákveðnum svæðum þar. Íbúafundur var haldinn í Varmahlíð í gær þar sem farið var yfir þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og það sem fram undan er. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segist vilja að hættumat verði gert áður en lengra sé haldið í framkvæmdunum. „Við þurfum örugglega að fara í jarðvegsskipti í hlíðinni á milli gatna og það þarf einhver örugglega einhverja frekari drenun. Við erum með ákveðnar hugmyndir um það en til þess að öryggi svæðisins sé tryggt til framtíðar viljum við að formlegt hættumat verði gert fyrir svæðið,” segir Sigfús. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við hættumat í næstu viku, svo hægt verði að tryggja öryggi svæðisins fyrir næsta vetur. Íbúar telja hins vegar heldur seint í rassinn gripið, því skriðuföll hafi verið yfirvofandi í nokkurn tíma. „Það var vitað að það væru hreyfingar í jarðveginum en það var mat okkar og okkar sérfræðinga, sérfræðinga Veðurstofunnar og verkfræðistofu, að það væri ekki hætta á ferðum. Það voru rýmd hús þarna á meðan málið var skoðað og við tókum þessari hættu mjög alvarlega. Við vorum búin að hanna jarðvegsskipti og annað sem átti að fara í gang, og tækið var komið af stað, þar sem skriðurnar féllu,“ segir Sigfús. Fleiri svæði séu mögulega í hættu. „Við höfum áhyggjur af ákveðnum svæðum við byggð á Sauðárkróki og í þessu erindi um gerð hættumats fyrir Varmahlíð þá kölluðum við líka eftir því að það yrði gert hættumat fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki.“ Skagafjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40 Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21 Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Íbúafundur var haldinn í Varmahlíð í gær þar sem farið var yfir þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og það sem fram undan er. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segist vilja að hættumat verði gert áður en lengra sé haldið í framkvæmdunum. „Við þurfum örugglega að fara í jarðvegsskipti í hlíðinni á milli gatna og það þarf einhver örugglega einhverja frekari drenun. Við erum með ákveðnar hugmyndir um það en til þess að öryggi svæðisins sé tryggt til framtíðar viljum við að formlegt hættumat verði gert fyrir svæðið,” segir Sigfús. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við hættumat í næstu viku, svo hægt verði að tryggja öryggi svæðisins fyrir næsta vetur. Íbúar telja hins vegar heldur seint í rassinn gripið, því skriðuföll hafi verið yfirvofandi í nokkurn tíma. „Það var vitað að það væru hreyfingar í jarðveginum en það var mat okkar og okkar sérfræðinga, sérfræðinga Veðurstofunnar og verkfræðistofu, að það væri ekki hætta á ferðum. Það voru rýmd hús þarna á meðan málið var skoðað og við tókum þessari hættu mjög alvarlega. Við vorum búin að hanna jarðvegsskipti og annað sem átti að fara í gang, og tækið var komið af stað, þar sem skriðurnar féllu,“ segir Sigfús. Fleiri svæði séu mögulega í hættu. „Við höfum áhyggjur af ákveðnum svæðum við byggð á Sauðárkróki og í þessu erindi um gerð hættumats fyrir Varmahlíð þá kölluðum við líka eftir því að það yrði gert hættumat fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki.“
Skagafjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40 Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21 Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40
Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21
Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08