Tíminn að renna okkur úr greipum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:00 Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir kom að gerð skýrslunnar. vísir Tíminn til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga er að renna okkur úr greipum, að sögn eins höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. Það kveður við afdráttarlausari tón en áður í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þar segir með skýrum hætti að loftslagsbreytingar sem nú þegar eru að gerast séu af mannavöldum. Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir er ein þeirra vísindamanna sem samdi kafla skýrslunnar sem fjallar um sjávarstöðu og jökla. Hún segir skýrsluna sýna fram á þörfina á tafarlausum aðgerðum. „Markmiðið sem Parísarsamkomulagið setur, það er að halda hlýnun undir einni og hálfri gráðu er að renna okkur úr greipum,“ segir Guðfinna. Verulega þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og helst þannig að kolefnishlutleysi verði náð árið 2050. „Ef það tekst, að þá er möguleiki á að halda þessu markmiði. Að það hlýni ekki meira, það myndi hlýna aðeins meira en svo lækka aftur.“ Staðan er aðkallandi þar sem nú eru taldar helmingslíkur á því að hnattræn hlýnun nái einnar og hálfrar gráðu markinu snemma á næsta áratug, fyrr en áður var talið. Verði ekkert eða lítið gert gæti hlýnunin náð hátt í sex gráðum fyrir lok aldarinnar. Loftslagsbreytingar eru nú þegar að koma fram í veðurákefð. „Þetta erum við bara að sjá. Hitabylgjur verða sterkari, það verða meiri þurrkar, rigningaratburðir verða sterkari en líka þurkaatburðir. Ákefð í ofsaveðri mun aukast,“ segir Guðfinna. Þetta sést víða. Í skógareldum sem loga nú í Bandaríkjunum og Evrópu og fyrr í sumar í mannskæðu úrhelli í Henan-héraði í Kína og hitabylgju sem sprengdi öll met í Kanda. „Þetta eru áhrifin núna en við getum sagt að langtímaáhrifin eru til dæmis bráðnun jökla og hækkun sjávarstöðu.“ Þetta sést hér á landi í hraðari rýrnum jökla. „Við höfum nýlega birt grein sem sýnir þróun jöklanna frá 1890, eða síðustu aldamótum. Síðan þá hafa jöklarnir minnkað um fimmtán prósent og helmingurinn af þeirri rýrnun hefur gerst frá árinu 1995. Þannig við sjáum aukningu í hraða rýrnunar.“ Hvaða sviðsmynd blasir við hvað það varðar á næstu árum? „Áframhaldandi rýrnum jökla. Við getum sagt að það sem nú þegar er búið að setja út í andrúsloftið, þau gróðurhúsaáhroif sem nú þegar eru í andrúmsloftinu, munu hafa þau áhrif að jöklarnir halda áfram að bráðna. Það er búið að hlýna það mikið og þeir taka miklu lengri tíma í að bregðast við þeirri hlýnun. Það mun taka áratugi fyrir jöklana að ná jafnvægi við nýtt hitastig,“ segir Guðfinna. Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Það kveður við afdráttarlausari tón en áður í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þar segir með skýrum hætti að loftslagsbreytingar sem nú þegar eru að gerast séu af mannavöldum. Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir er ein þeirra vísindamanna sem samdi kafla skýrslunnar sem fjallar um sjávarstöðu og jökla. Hún segir skýrsluna sýna fram á þörfina á tafarlausum aðgerðum. „Markmiðið sem Parísarsamkomulagið setur, það er að halda hlýnun undir einni og hálfri gráðu er að renna okkur úr greipum,“ segir Guðfinna. Verulega þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og helst þannig að kolefnishlutleysi verði náð árið 2050. „Ef það tekst, að þá er möguleiki á að halda þessu markmiði. Að það hlýni ekki meira, það myndi hlýna aðeins meira en svo lækka aftur.“ Staðan er aðkallandi þar sem nú eru taldar helmingslíkur á því að hnattræn hlýnun nái einnar og hálfrar gráðu markinu snemma á næsta áratug, fyrr en áður var talið. Verði ekkert eða lítið gert gæti hlýnunin náð hátt í sex gráðum fyrir lok aldarinnar. Loftslagsbreytingar eru nú þegar að koma fram í veðurákefð. „Þetta erum við bara að sjá. Hitabylgjur verða sterkari, það verða meiri þurrkar, rigningaratburðir verða sterkari en líka þurkaatburðir. Ákefð í ofsaveðri mun aukast,“ segir Guðfinna. Þetta sést víða. Í skógareldum sem loga nú í Bandaríkjunum og Evrópu og fyrr í sumar í mannskæðu úrhelli í Henan-héraði í Kína og hitabylgju sem sprengdi öll met í Kanda. „Þetta eru áhrifin núna en við getum sagt að langtímaáhrifin eru til dæmis bráðnun jökla og hækkun sjávarstöðu.“ Þetta sést hér á landi í hraðari rýrnum jökla. „Við höfum nýlega birt grein sem sýnir þróun jöklanna frá 1890, eða síðustu aldamótum. Síðan þá hafa jöklarnir minnkað um fimmtán prósent og helmingurinn af þeirri rýrnun hefur gerst frá árinu 1995. Þannig við sjáum aukningu í hraða rýrnunar.“ Hvaða sviðsmynd blasir við hvað það varðar á næstu árum? „Áframhaldandi rýrnum jökla. Við getum sagt að það sem nú þegar er búið að setja út í andrúsloftið, þau gróðurhúsaáhroif sem nú þegar eru í andrúmsloftinu, munu hafa þau áhrif að jöklarnir halda áfram að bráðna. Það er búið að hlýna það mikið og þeir taka miklu lengri tíma í að bregðast við þeirri hlýnun. Það mun taka áratugi fyrir jöklana að ná jafnvægi við nýtt hitastig,“ segir Guðfinna.
Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira