Katrín Tanja: Tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit vegna þín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið heimsmeistarar tvisvar sinnum og eiga öll verðlaun frá heimsleikunum, gull, silfur og brons. Instagram/@anniethorisdottir Katrín Tanja Davíðsdóttir sendi þriðju hraustustu CrossFit konu heim fallega kveðju í gær og hélt upp á tímamót í leiðinni. Þeir sem fylgjast með CrossFit íþróttinni vita það að stórstjörnurnar Katrín Tanja og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur. Fyrir áratug þekktust þær ekki neitt en þá hafði önnur gríðarlega áhrif á hina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist var eini keppandinn á heimsleikunum í ár sem hefur verið að keppa á leikunum á þremur síðustu áratugum. Anníe Mist var fyrst með á heimsleikunum árið 2009 og það var frábær árangur hennar þar sem umfram allt annað vakti athygli á CrossFit íþróttinni heima á Íslandi. Ein af þeim sem heillaðist af Anníe og frammistöðu hennar á heimsleikunum var umrædd Katrín Tanja. Það var líka fyrir tíu árum sem hún ákvað að verða CrossFit kona eins og Anníe Mist. „Ég byrjaði í þessari íþrótt fyrir nákvæmlega tíu árum síðan af því að ég sá fréttir af henni vinna heimsleikana í CrossFit. Ég var gjörsamlega heilluð af henni, hvernig hún keppti og ég vildi gera það sem hún gerði,“ byrjaði Katrín Tanja pistil sinn. Anníe Mist var fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í CrossFit og Katrín Tanja varð síðan önnur til að ná þeim frábæra árangri. Báðar hafa þær unnið gull, silfur og brons á heimsleikunum. „Förum fram um tíu ár og hér er ég enn alveg heilluð af henni, full aðdáunar og gæti ekki verið stoltari af henni,“ skrifaði Katrín Tanja. Anníe Mist kom til baka og vann bronsverðlaun á heimsleikunum á dögunum innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. „Það er þessi stelpa: Anníe Mist Þórisdóttir. Þið sjáið hana skína bjartast á heimsleikunum. Þið sjáið samt ekki allar áskoranirnar sem hún þurfti að glíma við í aðdraganda heimsleikanna. Þessi stelpa ræður við allt. Meiri keppniskonu þekki ég ekki. Hún er óbugandi og tekur á öllu mótmæli með þvílíkum þokka og glæsibrag og með brosi á vör. Óóhhh Anníe.. þú getur svo sannarlega allt,“ skrifaði Katrín. „Þú gerir mig betri og þú gleður hjarta mitt. Ég held að hin tæra gleði þín á leikunum hafi glatt hjörtu allra sem þar voru,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira
Þeir sem fylgjast með CrossFit íþróttinni vita það að stórstjörnurnar Katrín Tanja og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur. Fyrir áratug þekktust þær ekki neitt en þá hafði önnur gríðarlega áhrif á hina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist var eini keppandinn á heimsleikunum í ár sem hefur verið að keppa á leikunum á þremur síðustu áratugum. Anníe Mist var fyrst með á heimsleikunum árið 2009 og það var frábær árangur hennar þar sem umfram allt annað vakti athygli á CrossFit íþróttinni heima á Íslandi. Ein af þeim sem heillaðist af Anníe og frammistöðu hennar á heimsleikunum var umrædd Katrín Tanja. Það var líka fyrir tíu árum sem hún ákvað að verða CrossFit kona eins og Anníe Mist. „Ég byrjaði í þessari íþrótt fyrir nákvæmlega tíu árum síðan af því að ég sá fréttir af henni vinna heimsleikana í CrossFit. Ég var gjörsamlega heilluð af henni, hvernig hún keppti og ég vildi gera það sem hún gerði,“ byrjaði Katrín Tanja pistil sinn. Anníe Mist var fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í CrossFit og Katrín Tanja varð síðan önnur til að ná þeim frábæra árangri. Báðar hafa þær unnið gull, silfur og brons á heimsleikunum. „Förum fram um tíu ár og hér er ég enn alveg heilluð af henni, full aðdáunar og gæti ekki verið stoltari af henni,“ skrifaði Katrín Tanja. Anníe Mist kom til baka og vann bronsverðlaun á heimsleikunum á dögunum innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. „Það er þessi stelpa: Anníe Mist Þórisdóttir. Þið sjáið hana skína bjartast á heimsleikunum. Þið sjáið samt ekki allar áskoranirnar sem hún þurfti að glíma við í aðdraganda heimsleikanna. Þessi stelpa ræður við allt. Meiri keppniskonu þekki ég ekki. Hún er óbugandi og tekur á öllu mótmæli með þvílíkum þokka og glæsibrag og með brosi á vör. Óóhhh Anníe.. þú getur svo sannarlega allt,“ skrifaði Katrín. „Þú gerir mig betri og þú gleður hjarta mitt. Ég held að hin tæra gleði þín á leikunum hafi glatt hjörtu allra sem þar voru,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira