Að skjóta sendiboðann – svar við MAST Elvar Örn Friðriksson skrifar 12. ágúst 2021 13:01 Undanfarna daga hefur mikil umræða átt sér stað um það hroðalega myndefni sem kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók nýverið upp í íslenskum sjókvíum. Á myndunum má sjá mikið skaddaða hálf-hauslausa laxa, laxa þakta í sárum og augnalaus hrognkelsi. 5 dögum eftir að myndefnið birtist sendi Matvælastofnun (MAST) loks frá sér viðbrögð og birtust þau í frétt á Bæjarins bestu, bb.is á Ísafirði. MAST er sú stofnun sem sér um eftirlit með sjókvíaeldi. Í svari sínu minnist MAST ekkert á ástand fiskanna eða hvort að stofnuninni þyki í lagi að svona viðgangist í íslensku sjókvíaeldi. Einungis er hlaupið undir bagga með sjókvíaeldisfyrirtækjunum og Veiga sökuð um brot á sóttvarnarreglum. Í stað þess að rannsaka hvað hefur farið úrskeiðis og hvort allt sé með feldu í sjókvíunum, þá ákveður stofnunin að fara í fjölmiðla og gagnrýna konuna sem var svo hugrökk að þora að sýna Íslendingum það sem leynist undir yfirborðinu. Viðbrögð sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa verið að efast um að myndefnið væri úr þeirra kvíum; og til vara að það ástand laxanna sem sást á myndunum sé algjör undantekning og að Veiga sé að gerast brotleg með því að sýna hvað leynist í kvíunum þeirra. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa meira en 1.350.000 eldislaxar drepist í íslenskum sjókvíum á þessu ári. Rétta orðið um þann fjölda er ekki undantekning. Viðbrögð af þessu tagi kallast að skjóta sendiboðann. Væri ekki nær að líta í eigin barm, taka ábyrgð á gjörðum sínum og bera virðingu fyrir íslenskri náttúru, eldislaxi jafnt sem villtum íslenskum laxi? Myndirnar eru ótvíræður vitnisburður um að sjókvíaeldi á laxi er ótæk aðferð við dýrahald og matvælaframleiðslu. Stjórnvöldum ber skylda til að vinda ofan af þeirri starfsemi sem fyrst og beina öllu fiskeldi í lokuð kerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikil umræða átt sér stað um það hroðalega myndefni sem kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók nýverið upp í íslenskum sjókvíum. Á myndunum má sjá mikið skaddaða hálf-hauslausa laxa, laxa þakta í sárum og augnalaus hrognkelsi. 5 dögum eftir að myndefnið birtist sendi Matvælastofnun (MAST) loks frá sér viðbrögð og birtust þau í frétt á Bæjarins bestu, bb.is á Ísafirði. MAST er sú stofnun sem sér um eftirlit með sjókvíaeldi. Í svari sínu minnist MAST ekkert á ástand fiskanna eða hvort að stofnuninni þyki í lagi að svona viðgangist í íslensku sjókvíaeldi. Einungis er hlaupið undir bagga með sjókvíaeldisfyrirtækjunum og Veiga sökuð um brot á sóttvarnarreglum. Í stað þess að rannsaka hvað hefur farið úrskeiðis og hvort allt sé með feldu í sjókvíunum, þá ákveður stofnunin að fara í fjölmiðla og gagnrýna konuna sem var svo hugrökk að þora að sýna Íslendingum það sem leynist undir yfirborðinu. Viðbrögð sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa verið að efast um að myndefnið væri úr þeirra kvíum; og til vara að það ástand laxanna sem sást á myndunum sé algjör undantekning og að Veiga sé að gerast brotleg með því að sýna hvað leynist í kvíunum þeirra. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa meira en 1.350.000 eldislaxar drepist í íslenskum sjókvíum á þessu ári. Rétta orðið um þann fjölda er ekki undantekning. Viðbrögð af þessu tagi kallast að skjóta sendiboðann. Væri ekki nær að líta í eigin barm, taka ábyrgð á gjörðum sínum og bera virðingu fyrir íslenskri náttúru, eldislaxi jafnt sem villtum íslenskum laxi? Myndirnar eru ótvíræður vitnisburður um að sjókvíaeldi á laxi er ótæk aðferð við dýrahald og matvælaframleiðslu. Stjórnvöldum ber skylda til að vinda ofan af þeirri starfsemi sem fyrst og beina öllu fiskeldi í lokuð kerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun