Hefðu átt að fjölga gjörgæslurýmum í fyrstu bylgjunni Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 10:14 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir. Heibrigðisyfirvöld hefðu átt að nýta meðbyr í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins til þess að fjölga gjörgæslurýmum sem eru of fá á Landspítalanum, að mati Tómasar Guðbjartssonar, hjartaskurðlæknis. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í kórónuveirufaraldrinum. Eftir að ný bylgja hans hófst í sumar hafa borist fréttir af því að starfsfólks spítalans hafi verið beðið um að stytta sumarleyfi sitt til að létta á álaginu þar. Tómas sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann og fleiri læknar eigi erfitt með að koma sínum sjúklingum inn á gjörgæsludeildina vegna skorts á rýmum þar og álags vegna sjúklinga með Covid-19. „Á meðan við erum svona búin þá finnst mér það vera ábyrgðarleysi að til dæmis galopna landamærin eða hafa engar takmarkanir í þjóðfélaginu því að það mun setja okkur algerlega á hliðina,“ sagði Tómas. Hætti roluhætti Lengi hafi verið vitað að gjörgæslurými hafi verið of fá hér á landi, áður en kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í fyrra. Þess vegna sagði Tómas að heilbrigðisyfirvöld hefðu tekið faraldurinn svo föstum tökum. Nú sé ástandið þó orðið algerlega ólíðandi. Ekki sé hægt að stækka gjörgæsluna á einni nóttu því hún krefst sérhæfs starfsfólks. Engu að síður verði að fjölga þar rýmum. Ekkert hafi hins vegar gerst í þá átt í þeim hléum sem hafa orðið á milli bylgna í faraldrinum. „Við áttum að nýta þennan meðbyr sem við vorum með í fyrstu bylgju. Þá var fullt af fólki sem hafði áhuga á að koma og starfa á spítalanum sem hafði verið í vinnu annars staðar, menntað fólk eins og hjúkrunarfræðingar sem unnu sem flugliðar. Þá áttum við að nýta það, ráða þetta fólk inn, þjálfa það upp og bæta í þessa meðferð,“ sagði Tómas. Pláss sé fyrir allt að tuttugu sjúklinga á gjörgæslu á spítalanum. Skortur á rýmum sé hluti af skýringunni á að þörf sé á sóttvarnaaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að spítalinn sligist undan álagi í þessari bylgju faraldursins. „Við verðum bara að hætta þessum roluhætti. Við verðum að fara núna í alvöru aðgerðri til að gera þetta. Það verður bara að koma skýrt frá stjórnvöldum að það verði lagt inn meira fé í þennan málaflokk,“ sagði hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í kórónuveirufaraldrinum. Eftir að ný bylgja hans hófst í sumar hafa borist fréttir af því að starfsfólks spítalans hafi verið beðið um að stytta sumarleyfi sitt til að létta á álaginu þar. Tómas sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann og fleiri læknar eigi erfitt með að koma sínum sjúklingum inn á gjörgæsludeildina vegna skorts á rýmum þar og álags vegna sjúklinga með Covid-19. „Á meðan við erum svona búin þá finnst mér það vera ábyrgðarleysi að til dæmis galopna landamærin eða hafa engar takmarkanir í þjóðfélaginu því að það mun setja okkur algerlega á hliðina,“ sagði Tómas. Hætti roluhætti Lengi hafi verið vitað að gjörgæslurými hafi verið of fá hér á landi, áður en kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í fyrra. Þess vegna sagði Tómas að heilbrigðisyfirvöld hefðu tekið faraldurinn svo föstum tökum. Nú sé ástandið þó orðið algerlega ólíðandi. Ekki sé hægt að stækka gjörgæsluna á einni nóttu því hún krefst sérhæfs starfsfólks. Engu að síður verði að fjölga þar rýmum. Ekkert hafi hins vegar gerst í þá átt í þeim hléum sem hafa orðið á milli bylgna í faraldrinum. „Við áttum að nýta þennan meðbyr sem við vorum með í fyrstu bylgju. Þá var fullt af fólki sem hafði áhuga á að koma og starfa á spítalanum sem hafði verið í vinnu annars staðar, menntað fólk eins og hjúkrunarfræðingar sem unnu sem flugliðar. Þá áttum við að nýta það, ráða þetta fólk inn, þjálfa það upp og bæta í þessa meðferð,“ sagði Tómas. Pláss sé fyrir allt að tuttugu sjúklinga á gjörgæslu á spítalanum. Skortur á rýmum sé hluti af skýringunni á að þörf sé á sóttvarnaaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að spítalinn sligist undan álagi í þessari bylgju faraldursins. „Við verðum bara að hætta þessum roluhætti. Við verðum að fara núna í alvöru aðgerðri til að gera þetta. Það verður bara að koma skýrt frá stjórnvöldum að það verði lagt inn meira fé í þennan málaflokk,“ sagði hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira