„Hvað gerðist á Íslandi?“ Eiður Þór Árnason og skrifa 16. ágúst 2021 17:33 Þróunin á Íslandi hefur vakið mikla athygli vestanhafs. Skjáskot „Hvað gerðist á Íslandi?“Þessari spurningu er velt upp í nýrri umfjöllun Washington Post um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þróunin síðustu vikur hefur vakið mikla athygli vestanhafs og undrast margir að mest bólusetta ríki heims sem hafi jafnframt hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum glími nú við metfjölda tilfella. Að sögn bandaríska stórblaðsins beina andstæðingar bólusetninga nú sjónum sínum að Íslandi og fullyrða fullum fetum að þróunin hér sýni að bólusetningarátak skili takmörkuðum árangri. Þá er bent á að Laura Ingraham, þáttastjórnandi Fox News, hafi borið fram misvísandi upplýsingar um ástandið á Íslandi í vinsælum þætti sínum auk þess sem viðmælandi hennar hafi ýjað að því að bóluefnin sjálf ýti undir fjölgun smita. Faraldursfræðingar og aðrir sérfræðingar eru sagðir vísa þessum málflutningi á bug. Staðan á Íslandi sýni þvert á móti vel hversu góð bóluefnin eru í að forða verstu afleiðingum kórónuveirunnar. Styttra í hjarðónæmi Bandaríski miðilinn Daily Beast gerði stöðunni á Íslandi sömuleiðis skil í gær og segir þróunina hér vera „mjög slæmar fregnir fyrir Bandaríkjamenn,“ en margir þeirra eru nýbyrjaðir að venjast frelsinu sem fylgir samfélagi með litlum sóttvarnatakmörkunum. Sérfræðingar sem Daily Beast ræðir við álykta að núverandi bylgja geri það að verkum að styttra sé í hið margumtalaða hjarðónæmi hér á landi. Í báðum greinunum er fjallað um stór hluti nýrra tilfella hér á landi hafi greinst hjá bólusettum einstaklingum en að flestir þeirra hafi einungis fundið fyrir vægum einkennum. „Á sama tíma og fjöldi tilfella margfaldast hefur tíðni sjúkrahússinnlagna haldist lág. Af þeim 1.300 sem eru nú í einangrun, eru einungis um tvö prósent þeirra á sjúkrahúsi. Þá hefur ekki verið greint frá dauðsfalli af völdum Covid-19 frá því seint í maí,“ segir í grein Washington Post. Haft er eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að án bóluefna væri staða faraldursins á Íslandi „algjört stórslys“ (e. Catastropic). Einnig er vísað í sérfræðinga sem segja að Ísland veiti heimsbyggðinni nú verðmætar upplýsingar um áhrif Covid-19 á fullbólusetta einstaklinga. Á sama tíma sé Ísland skínandi dæmi um þann mikla árangur sem geti hlotist af bólusetningum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Þróunin síðustu vikur hefur vakið mikla athygli vestanhafs og undrast margir að mest bólusetta ríki heims sem hafi jafnframt hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum glími nú við metfjölda tilfella. Að sögn bandaríska stórblaðsins beina andstæðingar bólusetninga nú sjónum sínum að Íslandi og fullyrða fullum fetum að þróunin hér sýni að bólusetningarátak skili takmörkuðum árangri. Þá er bent á að Laura Ingraham, þáttastjórnandi Fox News, hafi borið fram misvísandi upplýsingar um ástandið á Íslandi í vinsælum þætti sínum auk þess sem viðmælandi hennar hafi ýjað að því að bóluefnin sjálf ýti undir fjölgun smita. Faraldursfræðingar og aðrir sérfræðingar eru sagðir vísa þessum málflutningi á bug. Staðan á Íslandi sýni þvert á móti vel hversu góð bóluefnin eru í að forða verstu afleiðingum kórónuveirunnar. Styttra í hjarðónæmi Bandaríski miðilinn Daily Beast gerði stöðunni á Íslandi sömuleiðis skil í gær og segir þróunina hér vera „mjög slæmar fregnir fyrir Bandaríkjamenn,“ en margir þeirra eru nýbyrjaðir að venjast frelsinu sem fylgir samfélagi með litlum sóttvarnatakmörkunum. Sérfræðingar sem Daily Beast ræðir við álykta að núverandi bylgja geri það að verkum að styttra sé í hið margumtalaða hjarðónæmi hér á landi. Í báðum greinunum er fjallað um stór hluti nýrra tilfella hér á landi hafi greinst hjá bólusettum einstaklingum en að flestir þeirra hafi einungis fundið fyrir vægum einkennum. „Á sama tíma og fjöldi tilfella margfaldast hefur tíðni sjúkrahússinnlagna haldist lág. Af þeim 1.300 sem eru nú í einangrun, eru einungis um tvö prósent þeirra á sjúkrahúsi. Þá hefur ekki verið greint frá dauðsfalli af völdum Covid-19 frá því seint í maí,“ segir í grein Washington Post. Haft er eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að án bóluefna væri staða faraldursins á Íslandi „algjört stórslys“ (e. Catastropic). Einnig er vísað í sérfræðinga sem segja að Ísland veiti heimsbyggðinni nú verðmætar upplýsingar um áhrif Covid-19 á fullbólusetta einstaklinga. Á sama tíma sé Ísland skínandi dæmi um þann mikla árangur sem geti hlotist af bólusetningum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira