Koma mörgum á óvart með því hvaða leikmaður fær tíuna hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 08:30 Philippe Coutinho hefur ekki fundið sig hjá Barcelona en gæti mögulega notið sín betur án Messi. EPA-EFE/Andreu Dalmau Það lítur út fyrir að það sé komin ný tía í lið Barcelona því spænska félagið hefur ákveðið að leyfa leikmanni að spila í treyjunni sem Lionel Messi hafði spilað svo lengi í. Philippe Coutinho hefur verið orðaður við flest stórlið á Englandi í langan tíma en það lítur út fyrir að hann eigi að fá alvöru hlutverk hjá Ronald Koeman þjálfara. Í stað þess að fara frá félaginu þá fær hann mögulega eftirsóttustu treyjuna í liðinu. Huge news this morning. Barcelona have decided on a new number 10! Ronald Koeman is said to be counting on the player a lot this season... a divisive pick for sure https://t.co/xERmKYMO83 pic.twitter.com/yIRRXEvfUn— SPORTbible (@sportbible) August 18, 2021 Margir héldu eflaust að það myndi enginn spila í tíunni hjá Barcelona á þessu fyrsta tímabili án Messi og sumir gengu svo langt að leggja það til að treyjan færi upp í rjáfur og að enginn fengi að spila aftur í henni. Barcelona menn virðast hins vegar hafa verið fljótir að finna næstu tíu í liðinu. Mundo Deportivo slær því upp að Philippe Coutinho verði boðið að spila í treyju númer tíu. Blaðamaður Mundo Deportivo hefur þær heimildir að Koeman ætli að gefa Coutinho eitt tækifæri í viðbót með því að gefa honum stórt hlutverk í vetur. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu blaðsins í morgun. 'Coutinho: last train' [md] pic.twitter.com/DcDOsxZfgN— barcacentre (@barcacentre) August 17, 2021 Coutinho hefur spilað bæði í treyjum númer fjórtán og sjö síðan að hann kom frá Liverpool fyrir risaupphæð í ársbyrjun 2018. Coutinho var aftur á móti í tíunni hjá bæði Liverpool og Bayern München. Tían er víst eina lausa númerið hjá Barcelona fyrir utan treyju númer 25 sem er ætluð fyrir markverði. Coutinho var í fjórtán á síðustu leiktíð en það númer fékk hinn ungi Rey Manaj á dögunum. Coutinho hefur spilað 90 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skorað í þeim 24 mörk. Hann vann þrennuna með Bayern þegar hann var lánaður þangað 2019-20 tímabilið. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Philippe Coutinho hefur verið orðaður við flest stórlið á Englandi í langan tíma en það lítur út fyrir að hann eigi að fá alvöru hlutverk hjá Ronald Koeman þjálfara. Í stað þess að fara frá félaginu þá fær hann mögulega eftirsóttustu treyjuna í liðinu. Huge news this morning. Barcelona have decided on a new number 10! Ronald Koeman is said to be counting on the player a lot this season... a divisive pick for sure https://t.co/xERmKYMO83 pic.twitter.com/yIRRXEvfUn— SPORTbible (@sportbible) August 18, 2021 Margir héldu eflaust að það myndi enginn spila í tíunni hjá Barcelona á þessu fyrsta tímabili án Messi og sumir gengu svo langt að leggja það til að treyjan færi upp í rjáfur og að enginn fengi að spila aftur í henni. Barcelona menn virðast hins vegar hafa verið fljótir að finna næstu tíu í liðinu. Mundo Deportivo slær því upp að Philippe Coutinho verði boðið að spila í treyju númer tíu. Blaðamaður Mundo Deportivo hefur þær heimildir að Koeman ætli að gefa Coutinho eitt tækifæri í viðbót með því að gefa honum stórt hlutverk í vetur. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu blaðsins í morgun. 'Coutinho: last train' [md] pic.twitter.com/DcDOsxZfgN— barcacentre (@barcacentre) August 17, 2021 Coutinho hefur spilað bæði í treyjum númer fjórtán og sjö síðan að hann kom frá Liverpool fyrir risaupphæð í ársbyrjun 2018. Coutinho var aftur á móti í tíunni hjá bæði Liverpool og Bayern München. Tían er víst eina lausa númerið hjá Barcelona fyrir utan treyju númer 25 sem er ætluð fyrir markverði. Coutinho var í fjórtán á síðustu leiktíð en það númer fékk hinn ungi Rey Manaj á dögunum. Coutinho hefur spilað 90 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skorað í þeim 24 mörk. Hann vann þrennuna með Bayern þegar hann var lánaður þangað 2019-20 tímabilið.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira