Almannavarnanefnd vill ganga lengra en ráðuneytið Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2021 17:09 Skólastarf er nú að hefjast víða um land í skugga faraldurs. vísir/vilhelm Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins mælist til að ekki verði fleiri en hundrað nemendur í hverju rými grunnskóla, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla. Gengur nefndin þar með lengra en menntamálaráðuneytið sem miðar í sínum tilmælum við 200 í hverju hólfi. Ráðuneytið heimilar skólastjórnendum að ganga lengra en leiðbeiningar sínar svo lengi sem ráðstafanir takmarki skólastarf eins lítið og kostur er. Almannavarnanefnd gaf út leiðbeiningar sínar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í dag en lagt er til að þær gildi til 1. október. Á þeim tímapunkti er vonast til að tólf til fimmtán ára börn hafi verið bólusett og starfsfólk fengið örvunarskammt. RÚV greindi fyrst frá. Undantekning er veitt frá 100 manna viðmiðinu í sameiginlegum rýmum á borð við innganga, anddyri, ganga og mötuneyti, að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að persónubundnum sóttvörnum. Mikilvægt að samræma verklag Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins samþykkti leiðbeiningarnar á fundi sínum í morgun og lagði áherslu á mikilvægi þess að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögunum. „Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun,“ segir í leiðbeiningunum. Mælt er til að leik- og grunnskólastarf verði hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og að stjórnendur nýti fyrri reynslu við skipulag starfsins. Þegar starfsfólk og nemendur tónlistarskóla fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða eins metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu. Skoða má leiðbeiningar almannavarnanefndar í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Leiðbeiningar_fyrir_skóla_og_frístundastarf_á_HBSPDF141KBSækja skjal Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Ráðuneytið heimilar skólastjórnendum að ganga lengra en leiðbeiningar sínar svo lengi sem ráðstafanir takmarki skólastarf eins lítið og kostur er. Almannavarnanefnd gaf út leiðbeiningar sínar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í dag en lagt er til að þær gildi til 1. október. Á þeim tímapunkti er vonast til að tólf til fimmtán ára börn hafi verið bólusett og starfsfólk fengið örvunarskammt. RÚV greindi fyrst frá. Undantekning er veitt frá 100 manna viðmiðinu í sameiginlegum rýmum á borð við innganga, anddyri, ganga og mötuneyti, að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að persónubundnum sóttvörnum. Mikilvægt að samræma verklag Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins samþykkti leiðbeiningarnar á fundi sínum í morgun og lagði áherslu á mikilvægi þess að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögunum. „Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun,“ segir í leiðbeiningunum. Mælt er til að leik- og grunnskólastarf verði hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og að stjórnendur nýti fyrri reynslu við skipulag starfsins. Þegar starfsfólk og nemendur tónlistarskóla fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða eins metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu. Skoða má leiðbeiningar almannavarnanefndar í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Leiðbeiningar_fyrir_skóla_og_frístundastarf_á_HBSPDF141KBSækja skjal
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira