Hvers vegna mega strákarnir okkar smitast? Sigríður Elsa Álfhildardóttir skrifar 23. ágúst 2021 17:31 Ef það er eitthvað sem Íslendingar hafa sýnt í faraldrinum þá er það að landsmenn treysta vísindunum. Ég, sem verðandi heilbrigðisstarfsmaður, er gríðarlega þakklát fyrir það. Þegar vísindin sýndu fram á gagnsemi grímunotkunar þá settum við á okkur grímur. Þegar bóluefnin komu til sögunnar létum við ekki okkar eftir liggja heldur flykktumst í bólusetningu. Auðvitað eru það vonbrigði að þau takmarki ekki dreifingu veirunnar eins og vonir höfðu staðið til – en fækkun alvarlegra veikinda og dauðsfalla segir sína sögu. Íslendingar eru hins vegar ekki allir jafnir þegar kemur að bólusetningum. Þvert á móti leyfum við helmingi þjóðarinnar að smitast af veiru sem getur valdið krabbameini í alvarlegustu tilfellunum. Strákar á Íslandi fá nefnilega ekki bólusetningu gegn HPV, ólíkt norskum kynbræðrum þeirra. Hvers vegna mega íslenskir strákar smitast og hvers vegna mega þeir smita óbólusetta einstaklinga? Almennar bólusetningar, en bara fyrir stelpur Á vef bandarísku sóttvarnastofnunarinnar segir að HPV sé algengasti kynsjúkdómurinn. Fólk sem er óbólusett gegn HPV sé þannig tiltölulega líklegt til að smitast einhvern tímann á lífsleiðinni. Aftur á móti eyðir ónæmiskerfi líkamans sýkingum af völdum veirunnar í langflestum tilfella innan nokkurra mánaða. Ef sýking nær hins vegar fótfestu og verður viðvarandi aukast líkur á krabbameini ef ekki er brugðist við. Þannig er HPV-veiran „grunnorsök forstigsbreytinga- og krabbameins í legháls,“ eins og það er orðað á vef Landlæknis. Af þessum sökum eru íslenskar stúlkur bólusettar gegn veirunni við tólf ára aldur og er HPV-bólusetningin þar með hluti af almennum bólusetningum. Strákarnir okkar eru hins vegar ekki bólusettir gegn HPV, þó svo að veiran geti valdið frumubreytingum sem leitt geta til krabbameins í hálsi, endaþarmi og typpi. Strákar geta vissulega fengið bóluefni gegn veirunni, en þá þurfa þeir að greiða fyrir það úr eigin vasa – ólíkt norskum strákum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskum strákum eigi líka að bjóðast ókeypis bólusetning við HPV, rétt eins og stelpunum okkar, á grundvelli jafnréttis og betri lýðheilsu. Krabbamein er lýðheilsuvandamál sem bæði veldur einstaklingnum skaða sem og samfélagslegu tjóni. Eigum við þá ekki að reyna að koma í veg fyrir það? Höfundur er sjúkraliðanemi og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef það er eitthvað sem Íslendingar hafa sýnt í faraldrinum þá er það að landsmenn treysta vísindunum. Ég, sem verðandi heilbrigðisstarfsmaður, er gríðarlega þakklát fyrir það. Þegar vísindin sýndu fram á gagnsemi grímunotkunar þá settum við á okkur grímur. Þegar bóluefnin komu til sögunnar létum við ekki okkar eftir liggja heldur flykktumst í bólusetningu. Auðvitað eru það vonbrigði að þau takmarki ekki dreifingu veirunnar eins og vonir höfðu staðið til – en fækkun alvarlegra veikinda og dauðsfalla segir sína sögu. Íslendingar eru hins vegar ekki allir jafnir þegar kemur að bólusetningum. Þvert á móti leyfum við helmingi þjóðarinnar að smitast af veiru sem getur valdið krabbameini í alvarlegustu tilfellunum. Strákar á Íslandi fá nefnilega ekki bólusetningu gegn HPV, ólíkt norskum kynbræðrum þeirra. Hvers vegna mega íslenskir strákar smitast og hvers vegna mega þeir smita óbólusetta einstaklinga? Almennar bólusetningar, en bara fyrir stelpur Á vef bandarísku sóttvarnastofnunarinnar segir að HPV sé algengasti kynsjúkdómurinn. Fólk sem er óbólusett gegn HPV sé þannig tiltölulega líklegt til að smitast einhvern tímann á lífsleiðinni. Aftur á móti eyðir ónæmiskerfi líkamans sýkingum af völdum veirunnar í langflestum tilfella innan nokkurra mánaða. Ef sýking nær hins vegar fótfestu og verður viðvarandi aukast líkur á krabbameini ef ekki er brugðist við. Þannig er HPV-veiran „grunnorsök forstigsbreytinga- og krabbameins í legháls,“ eins og það er orðað á vef Landlæknis. Af þessum sökum eru íslenskar stúlkur bólusettar gegn veirunni við tólf ára aldur og er HPV-bólusetningin þar með hluti af almennum bólusetningum. Strákarnir okkar eru hins vegar ekki bólusettir gegn HPV, þó svo að veiran geti valdið frumubreytingum sem leitt geta til krabbameins í hálsi, endaþarmi og typpi. Strákar geta vissulega fengið bóluefni gegn veirunni, en þá þurfa þeir að greiða fyrir það úr eigin vasa – ólíkt norskum strákum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskum strákum eigi líka að bjóðast ókeypis bólusetning við HPV, rétt eins og stelpunum okkar, á grundvelli jafnréttis og betri lýðheilsu. Krabbamein er lýðheilsuvandamál sem bæði veldur einstaklingnum skaða sem og samfélagslegu tjóni. Eigum við þá ekki að reyna að koma í veg fyrir það? Höfundur er sjúkraliðanemi og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar