Að muna bara best eftir sjálfum sér Árni Múli Jónasson skrifar 24. ágúst 2021 20:01 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir: „Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“ Ríkisstjórnin hefur algjörlega gleymt þessu loforði sem hún gaf fötluðu fólki þegar hún tók við völdum í okkar auðuga landi 30. nóvember 2017. Fatlað fólk, sem getur ekki eða fær ekki tækifæri til að afla sér tekna og verður að láta örorkubætur duga fyrir allri sinni framfærslu, er tvímælalaust tekjulægsti hópurinn í íslensku samfélagi. Mjög margt fatlað fólk þarf nú að láta u.þ.b. 300 þúsund krónur á mánuði duga fyrir allri sinni framfærslu; húsaleigu, mat, fötum, lyfjum, tyggingum, síma, interneti ... Ríkisstjórnin hefur þó alls ekki gleymt öllum, eins og lesa má um í leiðara Kjarnans 24. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skodun/hvernig-verdleggur-samfelag-folk/) Þar kemur fram að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ausið fé úr ríkissjóði til að verja fyrirtæki fyrir áhrifum af heimsfaraldri kórónuveiru hafi forstjórar margra þeirra ekki beinlínis þurft að lepja dauðann úr skel. „Tíu tekjuhæstu forstjórarnir voru með samtals 176,9 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2020 og voru átta af þeim með yfir tólf milljónir krona. Tuttugu forstjórar voru með yfir sex milljónir króna“, segir í umfjöllun Kjarnans. Og þó að ráðherrarnir hafi gleymt fötluðu fólki og kjörum þessa tekjulægsta hóps í íslensku samfélagi hafa þeir munað bara býsna vel eftir sjálfum sér, eins og fram kemur í umfjöllun Kjarnans frá 9. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skyring/laun-radherra-a-islandi-hafa-haekkad-um-874-thusund-a-fimm-arum/) Þar kemur þetta fram: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Ef þér finnst eitthvað verulega skakkt við þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir: „Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“ Ríkisstjórnin hefur algjörlega gleymt þessu loforði sem hún gaf fötluðu fólki þegar hún tók við völdum í okkar auðuga landi 30. nóvember 2017. Fatlað fólk, sem getur ekki eða fær ekki tækifæri til að afla sér tekna og verður að láta örorkubætur duga fyrir allri sinni framfærslu, er tvímælalaust tekjulægsti hópurinn í íslensku samfélagi. Mjög margt fatlað fólk þarf nú að láta u.þ.b. 300 þúsund krónur á mánuði duga fyrir allri sinni framfærslu; húsaleigu, mat, fötum, lyfjum, tyggingum, síma, interneti ... Ríkisstjórnin hefur þó alls ekki gleymt öllum, eins og lesa má um í leiðara Kjarnans 24. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skodun/hvernig-verdleggur-samfelag-folk/) Þar kemur fram að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ausið fé úr ríkissjóði til að verja fyrirtæki fyrir áhrifum af heimsfaraldri kórónuveiru hafi forstjórar margra þeirra ekki beinlínis þurft að lepja dauðann úr skel. „Tíu tekjuhæstu forstjórarnir voru með samtals 176,9 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2020 og voru átta af þeim með yfir tólf milljónir krona. Tuttugu forstjórar voru með yfir sex milljónir króna“, segir í umfjöllun Kjarnans. Og þó að ráðherrarnir hafi gleymt fötluðu fólki og kjörum þessa tekjulægsta hóps í íslensku samfélagi hafa þeir munað bara býsna vel eftir sjálfum sér, eins og fram kemur í umfjöllun Kjarnans frá 9. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skyring/laun-radherra-a-islandi-hafa-haekkad-um-874-thusund-a-fimm-arum/) Þar kemur þetta fram: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Ef þér finnst eitthvað verulega skakkt við þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar