Ég panta að græða á PPP Guðmundur Auðunsson skrifar 26. ágúst 2021 12:30 Vorið 1997 var ég staddur á breskum pöbbi í Singapúr þar sem ég var búsettur. Við vorum að fagna, skálað var í kampavíni til að halda uppá stórsigur Tony Blair og breska Verkamannaflokksins í kosningunum í Bretlandi. Við vorum að fagna hruni thatcherismans, eða það héldum við. Little did we know eins og þeir segja á ensku. Tony Blair og klíkan hans voru í raun næsta kynslóð thatcherista. Þau voru búin að gleypa nýfrjálshyggjuna með húð og hár, ætluðu bara að sanna að þau væru miklu flottari stjórnendur. Nú var komið upp vandamál. Innviðirnir og almannaþjónustan var í molum eftir sveltistjórn íhaldsmanna í tæp 20 ár. Það þurfti því að fjárfesta. En ríkið mátti jú alls ekki byggja upp, það væri allt of mikill sósíalismi. Þá kom klíku þessa systraflokks Samfylkingarinnar í Bretlandi í hug snilldarráð. Þau dustuðu rykið af litlu prógrammi sem Íhaldsflokkurinn undir John Major hafði sett á koppinn og settu það á stera. Þetta fyrirbæri hét Public Private Partnership, eða PPP eins og það var venjulega kallað. Ríkisstjórnin setti þetta í gang í stefnu sem kölluð var Private Finance Initiatives (PFI). Hugmyndin er einföld. Einkaaðilar eru fengnir til að byggja inniviði eins og sjúkrahús, skóla og vegi og síðan átti almenningur að borga fyrir þetta næstu 50 ár eða svo, annað hvort í gegnum skattakerfið eða með notkunargjöldum. Með þessu voru tvær flugur slegnar í einu höggi, „einkaframtakið“ sá um framkvæmdina og nauðsynleg uppbygging átti sér stað án þess að ríkið þyrfti að taka lán fyrir framkvæmdunum. Þetta þótti rosalega flott. PPP svindlið kemur í hausinn á almenningi Fljótlega fóru að koma í ljós vankantar á þessari PPP snilld. Samningarnir sem breska ríkið gerði við fjárfesta auðvaldsins færðu þeim háa og trygga leigu í langan tíma. Ekki bara sat almenningur uppi með reikninginn heldur borgaði „opinberu“ framkvæmdirnar í raun mörgum sinnum. Áhætta auðvaldsins var engin. Ef þeir fóru á hausinn þurfti ríkið að taka yfir verkefnið því skólana og sjúkrahúsin þurfti að byggja hvort sem var. Fáir lentu þó í vandræðum, byggt var inn í samningana að ef byggingarkostnaðurinn færi upp úr öllu valdi myndi almenningur borga brúsann. Allur ágóði af verkefninu rann í vasa auðvaldsins sem fitnaði mikið á kostnað skattborgaranna í nútíð og framtíð. Og ekki nóg með það, framkvæmdirnar voru lélegar því það var einkaaðilunum í hag að byggja sem ódýrast þar sem ríkið myndi bar ábyrgðina á byggingunum til lengdar. Þannig mátti hámarka gróðann. Breska ríkisendurskoðuninkomst að því að þessi fjármögnunarleið hefði „ekki verið fjárfestingarinnar virði, hefði leitt til útkomu sem var hliðholl einkaaðilunum á kostnað almennings, hefði verið byggt á ofurbjartsýnum áætlunum og gefið sér forsendur sem byggðu alls ekki á raunveruleikanum“. Hið virta dagblað The Independent kallaði þetta rán aldarinnar árið 2018 (The great PFI heist: The real story of how Britain's economy has been left high and dry by a doomed economic philosophy). Í Bretlandi var PPP orðið slíkt skammaryrði að meira að segja stjórn Íhaldsflokksins þar í landi hefur yfirgefið hana. Aldrei of seint að taka upp lélega stefnu á Íslandi Höldum nú heim til Íslands. Ríkisstjórn íhaldsflokkanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og VG er nú harðákveðin í að taka upp gjaldþrota stefnu frá útlöndum einmitt þegar það er hætt að nota hana þar. Aldrei of seint að taka upp úrelta stefnu, sérstaklega þegar hægt er að græða á henni fyrir auðvaldið. Samtök atvinnulífsins eru nú á fullu að finna leiðir til að græða á sjúklingum með því að taka upp gjaldþrota sænska stefnu sem hefur skilið allt eftir í rúst þar á bæ. Og nú er ríkisstjórnin búin að uppgötva að PPP sé málið 25 árum eftir að Tony Blair setti þá stefnu á stera. Skítt með það að allir nágrannar okkar, jafnvel breskir íhaldsmenn, séu búnir að gefast upp á svindlinu vegna mótmæla almennings. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra er voðalega montinn yfir því að ætla að nota svindlið til að fjármagna nýju Ölfusárbrúna. „Já, hún er í svona ákveðnu ferli en það er búið að vera svokallaður markaðsdagur þar sem talað er við áhugasama aðila þar sem þetta er samvinnuleiðar verkefni, svokallað PPP“ segir Sigurður rogginn um brúna í vitali við Vísi. Nú á að innheimta vegatolla á Ölfusárbrúna (lesist skatt á sunnlendinga) til að fjármagna gróða einkaaðilanna. Hvort haldið þið að það sé ódýrara fyrir einkaaðila eða ríkið í gegnum vegagerðina að taka slík lán? Augljóslega ríkið, sem hefur aðgang að sérstaklega ódýrum lánskjörum í dag. Til viðbótar gera fjárfestingaraðilar kröfu um a.m.k. 20% arðsemiskröfu á fjárfestingu sína til að borga sjálfum sér arð. Einkaþoturnar kaupa sig ekki sjálfar. Það er því augljóst að verið er að svindla á almenningi í gegnum PPP fjármögnun. Miklu einfaldara og ódýrara að fjármagna slíkar framkvæmdir í gegnum skattakerfið. Burt með bullið Látum Sigurð Inga og vini hans ekki svindla á okkur sunnlendingum. Grundvallarstefna Sósíalistaflokksins er að almannaþjónusta sé gjaldfrjáls til notenda. Hana á að fjármagna í gegnum skattakerfið sem við Sósíalistar viljum breyta. Við höfnum vegatollum og við frábiðjum okkur því að fjármagnseigendur séu að græða á fjárfestingum við uppbyggingu innviða. Það er miklu dýrara fyrir okkur. Ákvörðun okkar sem kjósenda í haust er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur er oddviti J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Samgöngur Vegtollar Guðmundur Auðunsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Vorið 1997 var ég staddur á breskum pöbbi í Singapúr þar sem ég var búsettur. Við vorum að fagna, skálað var í kampavíni til að halda uppá stórsigur Tony Blair og breska Verkamannaflokksins í kosningunum í Bretlandi. Við vorum að fagna hruni thatcherismans, eða það héldum við. Little did we know eins og þeir segja á ensku. Tony Blair og klíkan hans voru í raun næsta kynslóð thatcherista. Þau voru búin að gleypa nýfrjálshyggjuna með húð og hár, ætluðu bara að sanna að þau væru miklu flottari stjórnendur. Nú var komið upp vandamál. Innviðirnir og almannaþjónustan var í molum eftir sveltistjórn íhaldsmanna í tæp 20 ár. Það þurfti því að fjárfesta. En ríkið mátti jú alls ekki byggja upp, það væri allt of mikill sósíalismi. Þá kom klíku þessa systraflokks Samfylkingarinnar í Bretlandi í hug snilldarráð. Þau dustuðu rykið af litlu prógrammi sem Íhaldsflokkurinn undir John Major hafði sett á koppinn og settu það á stera. Þetta fyrirbæri hét Public Private Partnership, eða PPP eins og það var venjulega kallað. Ríkisstjórnin setti þetta í gang í stefnu sem kölluð var Private Finance Initiatives (PFI). Hugmyndin er einföld. Einkaaðilar eru fengnir til að byggja inniviði eins og sjúkrahús, skóla og vegi og síðan átti almenningur að borga fyrir þetta næstu 50 ár eða svo, annað hvort í gegnum skattakerfið eða með notkunargjöldum. Með þessu voru tvær flugur slegnar í einu höggi, „einkaframtakið“ sá um framkvæmdina og nauðsynleg uppbygging átti sér stað án þess að ríkið þyrfti að taka lán fyrir framkvæmdunum. Þetta þótti rosalega flott. PPP svindlið kemur í hausinn á almenningi Fljótlega fóru að koma í ljós vankantar á þessari PPP snilld. Samningarnir sem breska ríkið gerði við fjárfesta auðvaldsins færðu þeim háa og trygga leigu í langan tíma. Ekki bara sat almenningur uppi með reikninginn heldur borgaði „opinberu“ framkvæmdirnar í raun mörgum sinnum. Áhætta auðvaldsins var engin. Ef þeir fóru á hausinn þurfti ríkið að taka yfir verkefnið því skólana og sjúkrahúsin þurfti að byggja hvort sem var. Fáir lentu þó í vandræðum, byggt var inn í samningana að ef byggingarkostnaðurinn færi upp úr öllu valdi myndi almenningur borga brúsann. Allur ágóði af verkefninu rann í vasa auðvaldsins sem fitnaði mikið á kostnað skattborgaranna í nútíð og framtíð. Og ekki nóg með það, framkvæmdirnar voru lélegar því það var einkaaðilunum í hag að byggja sem ódýrast þar sem ríkið myndi bar ábyrgðina á byggingunum til lengdar. Þannig mátti hámarka gróðann. Breska ríkisendurskoðuninkomst að því að þessi fjármögnunarleið hefði „ekki verið fjárfestingarinnar virði, hefði leitt til útkomu sem var hliðholl einkaaðilunum á kostnað almennings, hefði verið byggt á ofurbjartsýnum áætlunum og gefið sér forsendur sem byggðu alls ekki á raunveruleikanum“. Hið virta dagblað The Independent kallaði þetta rán aldarinnar árið 2018 (The great PFI heist: The real story of how Britain's economy has been left high and dry by a doomed economic philosophy). Í Bretlandi var PPP orðið slíkt skammaryrði að meira að segja stjórn Íhaldsflokksins þar í landi hefur yfirgefið hana. Aldrei of seint að taka upp lélega stefnu á Íslandi Höldum nú heim til Íslands. Ríkisstjórn íhaldsflokkanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og VG er nú harðákveðin í að taka upp gjaldþrota stefnu frá útlöndum einmitt þegar það er hætt að nota hana þar. Aldrei of seint að taka upp úrelta stefnu, sérstaklega þegar hægt er að græða á henni fyrir auðvaldið. Samtök atvinnulífsins eru nú á fullu að finna leiðir til að græða á sjúklingum með því að taka upp gjaldþrota sænska stefnu sem hefur skilið allt eftir í rúst þar á bæ. Og nú er ríkisstjórnin búin að uppgötva að PPP sé málið 25 árum eftir að Tony Blair setti þá stefnu á stera. Skítt með það að allir nágrannar okkar, jafnvel breskir íhaldsmenn, séu búnir að gefast upp á svindlinu vegna mótmæla almennings. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra er voðalega montinn yfir því að ætla að nota svindlið til að fjármagna nýju Ölfusárbrúna. „Já, hún er í svona ákveðnu ferli en það er búið að vera svokallaður markaðsdagur þar sem talað er við áhugasama aðila þar sem þetta er samvinnuleiðar verkefni, svokallað PPP“ segir Sigurður rogginn um brúna í vitali við Vísi. Nú á að innheimta vegatolla á Ölfusárbrúna (lesist skatt á sunnlendinga) til að fjármagna gróða einkaaðilanna. Hvort haldið þið að það sé ódýrara fyrir einkaaðila eða ríkið í gegnum vegagerðina að taka slík lán? Augljóslega ríkið, sem hefur aðgang að sérstaklega ódýrum lánskjörum í dag. Til viðbótar gera fjárfestingaraðilar kröfu um a.m.k. 20% arðsemiskröfu á fjárfestingu sína til að borga sjálfum sér arð. Einkaþoturnar kaupa sig ekki sjálfar. Það er því augljóst að verið er að svindla á almenningi í gegnum PPP fjármögnun. Miklu einfaldara og ódýrara að fjármagna slíkar framkvæmdir í gegnum skattakerfið. Burt með bullið Látum Sigurð Inga og vini hans ekki svindla á okkur sunnlendingum. Grundvallarstefna Sósíalistaflokksins er að almannaþjónusta sé gjaldfrjáls til notenda. Hana á að fjármagna í gegnum skattakerfið sem við Sósíalistar viljum breyta. Við höfnum vegatollum og við frábiðjum okkur því að fjármagnseigendur séu að græða á fjárfestingum við uppbyggingu innviða. Það er miklu dýrara fyrir okkur. Ákvörðun okkar sem kjósenda í haust er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur er oddviti J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun