Börn sem ættu að sleppa við sóttkví þurfa samt í sóttkví vegna undirbúningsleysis Snorri Másson skrifar 31. ágúst 2021 21:25 Hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir samskipti við smitaðan áttu að leysa ófáan undan sóttkvíarskyldu. En hraðprófin hafa ekki staðið til boða, þrátt fyrir að nýja úrræðið hafi tekið gildi fyrir viku. Vísir/Sigurjón Foreldrar eru margir í óvissu vegna nýrra leiðbeininga um sóttkví barna. Þar er gert ráð fyrir að börn sem ekki eiga í nánum samskiptum við hinn smitaða geti farið tvisvar í hraðpróf og sloppið við sóttkví. Ekkert hraðpróf hefur hins vegar enn verið tekið í þessu skyni. Sóttvarnalæknir gaf út endurskoðaðar leiðbeiningar um sóttkví fyrir tíu dögum, sem tóku svo gildi á þriðjudeginum fyrir viku. Það var til að milda höggið þegar smit kæmu upp í skólum víða um land og þau hafa ekki látið á sér standa. Fjöldi barna er í sóttkví en enn fleiri viðhafa smitgát, eins og þar segir. „Í smitgát geta krakkarnir farið áfram í skólann, fólk getur farið áfram í vinnu, en fer þá í hraðpróf á fyrsta degi og fjórða degi og er síðan laust úr þessu smitgát og þá sóttkví. Þannig að þetta er ákveðin breyting en það er bara ekki komin reynsla á þetta enn þá. Kerfin eru í vinnslu,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur í fullum gangi og vonast fólk til að geta farið að hraðprófa Íslendinga vegna smitgátar í fyrsta lagi í næstu viku. Þangað til má segja að nýja smitgátin sé í raun og veru í skötulíki, af því að hraðprófin eru auðvitað forsendan fyrir því að fólk fái að sleppa við sóttkví. Á þessari stundu eru þau ekki skylda, enda eru þau ekki í boði. Þegar smit greindust í Flataskóla um helgina varð skólastjóranum ljóst að viðbrögð skólans gætu ekki orðið þau sem ferlar sóttvarnalæknis gerðu ráð fyrir, enda stæðu úrræðin einfaldlega ekki til boða. „Nei, við fengum allavega þær upplýsingar á sunnudagskvöld að þetta væri ekki orðið virkt, þannig að við gætum ekki vísað til þessara hraðprófa. Á móti kemur að eins og staðan var hjá okkur í dag var 10% nemenda hjá okkur veikindameldaður, sem ég túlka þannig að fólk hafi tekið þau tilmæli mjög alvarlega að halda krökkunum heima ef það væru einkenni og panta sýnatöku,“ segir Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri í Flataskóla. Að því leyti sé fólk að taka málin í eigin hendur. „Ég held að það sé einkennandi. Það eru allir að spila með og sýna ábyrgð,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að úrræðið sé á þessu stigi ekki alveg komið í gagnið fagnar Ágúst því að smitgát sé valkostur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Sóttvarnalæknir gaf út endurskoðaðar leiðbeiningar um sóttkví fyrir tíu dögum, sem tóku svo gildi á þriðjudeginum fyrir viku. Það var til að milda höggið þegar smit kæmu upp í skólum víða um land og þau hafa ekki látið á sér standa. Fjöldi barna er í sóttkví en enn fleiri viðhafa smitgát, eins og þar segir. „Í smitgát geta krakkarnir farið áfram í skólann, fólk getur farið áfram í vinnu, en fer þá í hraðpróf á fyrsta degi og fjórða degi og er síðan laust úr þessu smitgát og þá sóttkví. Þannig að þetta er ákveðin breyting en það er bara ekki komin reynsla á þetta enn þá. Kerfin eru í vinnslu,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur í fullum gangi og vonast fólk til að geta farið að hraðprófa Íslendinga vegna smitgátar í fyrsta lagi í næstu viku. Þangað til má segja að nýja smitgátin sé í raun og veru í skötulíki, af því að hraðprófin eru auðvitað forsendan fyrir því að fólk fái að sleppa við sóttkví. Á þessari stundu eru þau ekki skylda, enda eru þau ekki í boði. Þegar smit greindust í Flataskóla um helgina varð skólastjóranum ljóst að viðbrögð skólans gætu ekki orðið þau sem ferlar sóttvarnalæknis gerðu ráð fyrir, enda stæðu úrræðin einfaldlega ekki til boða. „Nei, við fengum allavega þær upplýsingar á sunnudagskvöld að þetta væri ekki orðið virkt, þannig að við gætum ekki vísað til þessara hraðprófa. Á móti kemur að eins og staðan var hjá okkur í dag var 10% nemenda hjá okkur veikindameldaður, sem ég túlka þannig að fólk hafi tekið þau tilmæli mjög alvarlega að halda krökkunum heima ef það væru einkenni og panta sýnatöku,“ segir Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri í Flataskóla. Að því leyti sé fólk að taka málin í eigin hendur. „Ég held að það sé einkennandi. Það eru allir að spila með og sýna ábyrgð,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að úrræðið sé á þessu stigi ekki alveg komið í gagnið fagnar Ágúst því að smitgát sé valkostur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira