Ganga óbundin til kosninga en myndu skoða áframhaldandi samstarf fyrst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2021 22:31 Formennirnir þrír virðast sammála um að skoða möguleikann á áframhaldandi samstarfi, falli atkvæði á þann veg að ríkisstjórnin haldi velli. Vísir/Vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, segjast allir ganga óbundnir til kosninga. Þeir eru þó sammála um að eðlilegt væri að ræða möguleikann á áframhaldandi stjórnarsamstarfi, fari svo að ríkisstjórnin haldi velli í komandi þingkosningum. Þetta kom fram í kappræðum flokkanna sem í framboði eru til Alþingis, sem fram fóru á RÚV nú í kvöld. Þar voru formennirnir þrír spurðir út í þau orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, að það væri óopinbert leyndarmál að stjórnarflokkarnir þrír væru í kosningabandalagi. „Það er alls ekki rétt, og ekki verið rætt af neinni alvöru á nokkrum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hann sagðist þó þeirrar skoðunar að það væri einkennilegt ef ríkisstjórnin héldi meirihluta en settist ekki niður og léti á það reyna hvort hún gæti náð saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, benti á að ríkisstjórnin væri sú fyrsta sem skipuð væri þremur flokkum og hefði klárað heilt kjörtímabil. Hún sagði ríkisstjórnina hafa notið stuðnings almennings í gegnum allt kjörtímabilið. Stuðnings sem væri meiri en stuðningur við flokkana hvern í sínu lagi. Það teldi hún til marks um að ríkisstjórnin sé á réttri leið. VG myndi þó ganga til kosninga á grundvelli málefnastöðu flokksins. „Ef við höldum meirihluta, þá er að sjálfsögðu eðlilegt að við tölum saman en við göngum, eins og ég segi, algjörlega óbundin til kosninga og horfum bara á það hvaða málefnalega árangri við getum náð fyrir Ísland á næsta kjörtímabili,“ sagði Katrín. Undir þetta tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Það væri ekkert launungarmál að hans flokkur væri ánægður með ríkisstjórnarsamstarfið, sem hann sagði hafa gengið vel. „Ef ríkisstjórnin heldur velli, þá væri það eitthvað skrýtið ef við myndum ekki hefja samtalið þar. En við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Þetta kom fram í kappræðum flokkanna sem í framboði eru til Alþingis, sem fram fóru á RÚV nú í kvöld. Þar voru formennirnir þrír spurðir út í þau orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, að það væri óopinbert leyndarmál að stjórnarflokkarnir þrír væru í kosningabandalagi. „Það er alls ekki rétt, og ekki verið rætt af neinni alvöru á nokkrum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hann sagðist þó þeirrar skoðunar að það væri einkennilegt ef ríkisstjórnin héldi meirihluta en settist ekki niður og léti á það reyna hvort hún gæti náð saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, benti á að ríkisstjórnin væri sú fyrsta sem skipuð væri þremur flokkum og hefði klárað heilt kjörtímabil. Hún sagði ríkisstjórnina hafa notið stuðnings almennings í gegnum allt kjörtímabilið. Stuðnings sem væri meiri en stuðningur við flokkana hvern í sínu lagi. Það teldi hún til marks um að ríkisstjórnin sé á réttri leið. VG myndi þó ganga til kosninga á grundvelli málefnastöðu flokksins. „Ef við höldum meirihluta, þá er að sjálfsögðu eðlilegt að við tölum saman en við göngum, eins og ég segi, algjörlega óbundin til kosninga og horfum bara á það hvaða málefnalega árangri við getum náð fyrir Ísland á næsta kjörtímabili,“ sagði Katrín. Undir þetta tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Það væri ekkert launungarmál að hans flokkur væri ánægður með ríkisstjórnarsamstarfið, sem hann sagði hafa gengið vel. „Ef ríkisstjórnin heldur velli, þá væri það eitthvað skrýtið ef við myndum ekki hefja samtalið þar. En við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira