Oddvitaáskorunin: Fór 62 sinnum í bíó á einu ári Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2021 15:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir og Viddi, sem ku vera „ekkert venjulega skemmtilegur“. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í þingkosningunum. Þórunn er söngelskur sósíaldemókrati, femínisti og græningi og stofnfélagi í Samfylkingunni. Hún hefur m.a. verið umhverfisráðherra og formaður BHM. Byrjaði snemma í pólitík Þórunn hefur starfað í pólitík frá unga aldri. Hún er einn af stofnendum Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ, og var fyrsti formaður þeirra árið 1988. Á árunum 1992 til 1995 var hún starfskona Kvennalistans. Þórunn tók þátt í kosningabaráttu Reykjavíkurlistans árið 1994 og var annar tveggja kosningastjóra R-listans árið 1998. Veturinn 1998 til 1999 vann hún að stofnun Samfylkingarinnar og sat í viðræðuhópi forystufólks Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalistans. Þórunn var kosin á þing fyrir Samfylkinguna í Reykjaneskjördæmi vorið 1999 og sat á þingi til 2011. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir Samfylkinguna innan og utan þings. Árin 2007 til 2009 var Þórunn umhverfisráðherra en hún hefur einnig verið þingflokksformaður. Árin 2013 til 2015 var hún framkvæmdastýra Samfylkingarinnar. Vorið 2015 var Þórunn kosin formaður Bandalags háskólamanna (BHM) og gegndi því starfi þar til hún varð oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021. Þórunn fæddist í Reykjavík og ólst upp í Norðurmýri og Fossvoginum. Hún gekk í Ísaks-, Fossvogs, og Réttarholtsskóla og lauk stúdentsprófi frá MR árið 1984. Í HÍ lagði hún stund á stjórnmála- og fjölmiðlafræði og hélt svo í framhaldsnám í alþjóðastjórnmálum við Johns Hopkins háskóla. Þórunn lauk svo meistaragráðu í hagnýtri siðfræði, með áherslu á umhverfismál, frá HÍ árið 2014. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þórunn var blaðamaður á Morgunblaðinu með háskólanámi og einnig hið örlagaríka ár í aðdraganda stofnunar Samfylkingarinnar. Á árunum 1995 til 1997 starfaði hún sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands í flóttamannaverkefnum í Tansaníu og Aserbaísjan. Hún hefur einnig unnið sérverkefni fyrir Rauða krossinn, síðast í Armeníu og Georgíu árið 2009. Fór 62 sinnum í bíó á einu ári Ef Þórunn er ekki á fundi eða í vinnunni má oft finna hana á göngu með heimilishundinn Gógó, að stússast með fjölskyldu og vinum, á ferðalagi í náttúru Íslands eða að leggja drög að heimsyfirráðum femíniskra jafnaðarmanna. Hún er alæta á bókmenntir, bíómyndir og listir og finnst gaman að elda ofan í fólk sem henni þykir vænt um. Eitt árið fór hún 62 sinnum í bíó. Það met verður ekki toppað í bráð. Þórunn stundaði píanónám og söng með Háskólakórnum í nokkur ár. Foreldrar Þórunnar eru Anna Huld Lárusdóttir búsett á Seltjarnarnesi og Sveinbjörn Hafliðason sem lést fyrr á þessu ári. Þórunn er ein þriggja systra, á eina dóttur, Hrafnhildi Ming f. 2002, og hefur búið í Garðabæ síðustu tvo áratugi. Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Þórunn Sveinbjarnardóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þjórsárver. Hjarta Íslands. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég fæ mér aldrei bragðaref en ég mundi örugglega reyna að smygla í hann einni kókósbollu. Uppáhalds bók? Þetta er ósanngjörn spurning (!) en Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er meistaraverk. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Don‘t stop believing! með Journey. Er reyndar alveg hætt að skammast mín fyrir það. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stykkishólmi eða Reykjavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Í fyrstu bylgjunni lá ég í norrænum sakamálaseríum. Hvað tekur þú í bekk? Ekki minnstu hugmynd! Samfylkingarfólk í Suðvesturkjördæmi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Að starfa fyrir Rauða krossinn. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Það er kominn tími til að sameina Norður og Suður-Kóreu. Uppáhalds tónlistarmaður? Úff, þessi er erfið. Segi samt Queen af því að hún hefur fylgt mér svo lengi. Er enn að ná mér eftir tónleika sem ég fór á með þeim í Edinborg tæplega 11 ára gömul. Besti fimmaurabrandarinn? „Hentu í mig hamrinum!“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Ég að æfa mig á píanóið. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Gro Harlem Brundtland, Kristín Halldórsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Besta íslenska Eurovision-lagið? All out of luck. Besta frí sem þú hefur farið í? Alltaf það sem ég var í síðast. Ég fór t.d. í frábæra ferð um Vestfirði í sumar. Uppáhalds þynnkumatur? Það mundi vera hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ekki farin enn ... Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Á ég að gera það?! Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Danssýng Breiðra bossa í kjallara Casa Nova. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég henti öllu frá mér og stökk upp í flugvél til að hitta minn heittelskaða. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í þingkosningunum. Þórunn er söngelskur sósíaldemókrati, femínisti og græningi og stofnfélagi í Samfylkingunni. Hún hefur m.a. verið umhverfisráðherra og formaður BHM. Byrjaði snemma í pólitík Þórunn hefur starfað í pólitík frá unga aldri. Hún er einn af stofnendum Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ, og var fyrsti formaður þeirra árið 1988. Á árunum 1992 til 1995 var hún starfskona Kvennalistans. Þórunn tók þátt í kosningabaráttu Reykjavíkurlistans árið 1994 og var annar tveggja kosningastjóra R-listans árið 1998. Veturinn 1998 til 1999 vann hún að stofnun Samfylkingarinnar og sat í viðræðuhópi forystufólks Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalistans. Þórunn var kosin á þing fyrir Samfylkinguna í Reykjaneskjördæmi vorið 1999 og sat á þingi til 2011. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir Samfylkinguna innan og utan þings. Árin 2007 til 2009 var Þórunn umhverfisráðherra en hún hefur einnig verið þingflokksformaður. Árin 2013 til 2015 var hún framkvæmdastýra Samfylkingarinnar. Vorið 2015 var Þórunn kosin formaður Bandalags háskólamanna (BHM) og gegndi því starfi þar til hún varð oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021. Þórunn fæddist í Reykjavík og ólst upp í Norðurmýri og Fossvoginum. Hún gekk í Ísaks-, Fossvogs, og Réttarholtsskóla og lauk stúdentsprófi frá MR árið 1984. Í HÍ lagði hún stund á stjórnmála- og fjölmiðlafræði og hélt svo í framhaldsnám í alþjóðastjórnmálum við Johns Hopkins háskóla. Þórunn lauk svo meistaragráðu í hagnýtri siðfræði, með áherslu á umhverfismál, frá HÍ árið 2014. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þórunn var blaðamaður á Morgunblaðinu með háskólanámi og einnig hið örlagaríka ár í aðdraganda stofnunar Samfylkingarinnar. Á árunum 1995 til 1997 starfaði hún sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands í flóttamannaverkefnum í Tansaníu og Aserbaísjan. Hún hefur einnig unnið sérverkefni fyrir Rauða krossinn, síðast í Armeníu og Georgíu árið 2009. Fór 62 sinnum í bíó á einu ári Ef Þórunn er ekki á fundi eða í vinnunni má oft finna hana á göngu með heimilishundinn Gógó, að stússast með fjölskyldu og vinum, á ferðalagi í náttúru Íslands eða að leggja drög að heimsyfirráðum femíniskra jafnaðarmanna. Hún er alæta á bókmenntir, bíómyndir og listir og finnst gaman að elda ofan í fólk sem henni þykir vænt um. Eitt árið fór hún 62 sinnum í bíó. Það met verður ekki toppað í bráð. Þórunn stundaði píanónám og söng með Háskólakórnum í nokkur ár. Foreldrar Þórunnar eru Anna Huld Lárusdóttir búsett á Seltjarnarnesi og Sveinbjörn Hafliðason sem lést fyrr á þessu ári. Þórunn er ein þriggja systra, á eina dóttur, Hrafnhildi Ming f. 2002, og hefur búið í Garðabæ síðustu tvo áratugi. Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Þórunn Sveinbjarnardóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þjórsárver. Hjarta Íslands. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég fæ mér aldrei bragðaref en ég mundi örugglega reyna að smygla í hann einni kókósbollu. Uppáhalds bók? Þetta er ósanngjörn spurning (!) en Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er meistaraverk. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Don‘t stop believing! með Journey. Er reyndar alveg hætt að skammast mín fyrir það. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stykkishólmi eða Reykjavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Í fyrstu bylgjunni lá ég í norrænum sakamálaseríum. Hvað tekur þú í bekk? Ekki minnstu hugmynd! Samfylkingarfólk í Suðvesturkjördæmi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Að starfa fyrir Rauða krossinn. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Það er kominn tími til að sameina Norður og Suður-Kóreu. Uppáhalds tónlistarmaður? Úff, þessi er erfið. Segi samt Queen af því að hún hefur fylgt mér svo lengi. Er enn að ná mér eftir tónleika sem ég fór á með þeim í Edinborg tæplega 11 ára gömul. Besti fimmaurabrandarinn? „Hentu í mig hamrinum!“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Ég að æfa mig á píanóið. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Gro Harlem Brundtland, Kristín Halldórsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Besta íslenska Eurovision-lagið? All out of luck. Besta frí sem þú hefur farið í? Alltaf það sem ég var í síðast. Ég fór t.d. í frábæra ferð um Vestfirði í sumar. Uppáhalds þynnkumatur? Það mundi vera hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ekki farin enn ... Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Á ég að gera það?! Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Danssýng Breiðra bossa í kjallara Casa Nova. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég henti öllu frá mér og stökk upp í flugvél til að hitta minn heittelskaða.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira