Heimsins ódýrasta Michelin-máltíð missir stjörnuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2021 20:40 Staðurinn frægi. Kyle Malinda-White/picture alliance via Getty Images) Götubitastaðurinn Hawker Chan í Singapúr nýtur nú ekki þeirrar virðingar að vera Michelin-stjörnu veitingastaður, eftir að nýjasta útáfa Michelin-handbókarinnar fyrir Singapúr var uppfærð í upphafi mánaðarins. Staðurinn var frægur fyrir að bjóða upp á heimsins ódýrustu Michelin-stjörnu máltíð, einfaldan kjúklingarétt með sojasósu sem kostaði aðeins rétt rúmar þrjú hundruð krónur. Rétturinn varð til þess að staðurinn fékk eina Michelin-stjörnu árið 2016. Í nýjustu útgáfu handbókar Michelin fyrir Singapúr er nafn Hawker Chan hvergi að finna og því hefur staðurinn misst stjörnuna. Michelin-stjarnan er ein helsta viðurkenningin sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Kokkurinn Chan Hong Meng hefur reyndar ekki setið auðum höndum frá því að staðurinn hlaut stjörnuna árið 2016. Hefur hann umbreytt götubitastaðnum sínum í veitingastaðakeðju sem nær allt til Taílands og Filippseyja. Í frétt CNN segir að þó að margir hafi hrósað Chan fyrir að nýta sér frægðina sem fylgdi Michelin-stjörnuna til að stækka veitingastaðaveldi sitt, telja sumir að það hafi verið gert á kostnað gæða á upprunalega Hawker Chan staðnum í Singapúr. Það hafi orðið þess valdandi að staðurinn missti stjörnuna. Singapúr Matur Michelin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Staðurinn var frægur fyrir að bjóða upp á heimsins ódýrustu Michelin-stjörnu máltíð, einfaldan kjúklingarétt með sojasósu sem kostaði aðeins rétt rúmar þrjú hundruð krónur. Rétturinn varð til þess að staðurinn fékk eina Michelin-stjörnu árið 2016. Í nýjustu útgáfu handbókar Michelin fyrir Singapúr er nafn Hawker Chan hvergi að finna og því hefur staðurinn misst stjörnuna. Michelin-stjarnan er ein helsta viðurkenningin sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Kokkurinn Chan Hong Meng hefur reyndar ekki setið auðum höndum frá því að staðurinn hlaut stjörnuna árið 2016. Hefur hann umbreytt götubitastaðnum sínum í veitingastaðakeðju sem nær allt til Taílands og Filippseyja. Í frétt CNN segir að þó að margir hafi hrósað Chan fyrir að nýta sér frægðina sem fylgdi Michelin-stjörnuna til að stækka veitingastaðaveldi sitt, telja sumir að það hafi verið gert á kostnað gæða á upprunalega Hawker Chan staðnum í Singapúr. Það hafi orðið þess valdandi að staðurinn missti stjörnuna.
Singapúr Matur Michelin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira