Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Snorri Másson skrifar 5. september 2021 12:07 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. Þegar nýtt fyrirkomulag verður komið í gagnið má sjá fyrir sér veruleikann einhvern veginn þannig að sé maður á leið á til dæmis tónleika á föstudegi, þurfi maður að skella sér í hraðpróf á miðvikudegi eða helst fimmtudegi, enda gildir niðurstaðan, sem maður fær beint í símann, í 48 tíma. Á höfuðborgarsvæðinu þarf að mæta á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa staðið yfir. Þar fer fólk í hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að afgreiðslutíminn verði langur fólki til hægðarauka. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ segir Ragnehiður. Sá sem fær jákvæða niðurstöðu á degi viðburðar er harla ólíklegur til að komast á hann. Hann fer beinustu leið í PCR-próf, en komi það út neikvætt er hann vissulega frjáls ferða sinna. Heilsugæslan gerir ráð fyrir að geta hafið hraðprófun vegna smitgátar skólabarna strax í vikunni og vegna viðburðahalds öðru hvorum megin við næstu helgi. Þetta verða nokkur þúsund hraðpróf á dag. „Það sem við sjáum líka fyrir okkur við að taka svona stóra hópa, er að þetta er svo mikil skimun í leiðinni. Það myndi vonandi hjálpa okkur líka við að ná þessari bylgju niður. Svo veit maður þá ekki þegar hún er komin niður hvort það verði eitthvað slakað á meira,” segir Ragnheiður. Hraðpróf frá ýmsum framleiðendum hafa verið pöntuð inn og hið opinbera niðurgreiðir framkvæmdina alfarið. Fyrir eins umfangsmikla framkvæmd vantar heilsugæsluna einnig starfsfólk og hefur auglýst eftir því. Hraðprófin hjá heilsugæslunni verða framan af eina leið fólks til að komast á 500 manna viðburði og heimapróf eða sjálfspróf verða þar ekki tekin gild. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00 Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Þegar nýtt fyrirkomulag verður komið í gagnið má sjá fyrir sér veruleikann einhvern veginn þannig að sé maður á leið á til dæmis tónleika á föstudegi, þurfi maður að skella sér í hraðpróf á miðvikudegi eða helst fimmtudegi, enda gildir niðurstaðan, sem maður fær beint í símann, í 48 tíma. Á höfuðborgarsvæðinu þarf að mæta á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa staðið yfir. Þar fer fólk í hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að afgreiðslutíminn verði langur fólki til hægðarauka. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ segir Ragnehiður. Sá sem fær jákvæða niðurstöðu á degi viðburðar er harla ólíklegur til að komast á hann. Hann fer beinustu leið í PCR-próf, en komi það út neikvætt er hann vissulega frjáls ferða sinna. Heilsugæslan gerir ráð fyrir að geta hafið hraðprófun vegna smitgátar skólabarna strax í vikunni og vegna viðburðahalds öðru hvorum megin við næstu helgi. Þetta verða nokkur þúsund hraðpróf á dag. „Það sem við sjáum líka fyrir okkur við að taka svona stóra hópa, er að þetta er svo mikil skimun í leiðinni. Það myndi vonandi hjálpa okkur líka við að ná þessari bylgju niður. Svo veit maður þá ekki þegar hún er komin niður hvort það verði eitthvað slakað á meira,” segir Ragnheiður. Hraðpróf frá ýmsum framleiðendum hafa verið pöntuð inn og hið opinbera niðurgreiðir framkvæmdina alfarið. Fyrir eins umfangsmikla framkvæmd vantar heilsugæsluna einnig starfsfólk og hefur auglýst eftir því. Hraðprófin hjá heilsugæslunni verða framan af eina leið fólks til að komast á 500 manna viðburði og heimapróf eða sjálfspróf verða þar ekki tekin gild.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00 Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00
Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18