Innihaldslaus loforðaflaumur Brynjar Níelsson skrifar 6. september 2021 13:00 Samfylkingin og aðrir smáflokkar á vinstri vængnum lofa mjög auknum ríkisútgjöldum og ríkisumsvifum og fá stuðning bæði frá forystu ASÍ og BSRB með endalausum auglýsingum á kostnað félagsmanna. Skrítið að fyrirsvarsmenn ASÍ skuli berjast fyrir því að fækka sem mest umbjóðendum sínum. Kannski er þeim nokk sama um þá og eru bara í eigin pólitík og nota sjóði launafólks til þess. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir félagsmenn þessara stóru samtaka launamanna hvernig fyrirsvarsmenn þeirra beita sér í kosningabaráttunni. Hvað skapar verðmæti og góð lífskjör? Til að geta aukið útgjöld ríkisins boða vinstri flokkarnir auðvitað skattahækkanir, einkum á sjávarútveginn, fjármagnseigendur og eignafólk. Meiri verður sýndarmennskan ekki. Sjálfsagt kaupa þetta margir því þeir halda að það komi ekki við sig. Svo einfalt er þetta ekki. Í fyrsta lagi duga þessar skattahækkanir skammt miðað við þau útgjöld sem lofað er. Það þýðir þá lántökur fyrir komandi kynslóðir að greiða. Í öðru lagi kalla svona aukin ríkisútgjöld á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það kemur niður á atvinnulífinu og heimilum og ekki síst ungu fólki sem er að stofna heimili. Í þriðja lagi munu auknir skattar draga úr samkeppnishæfni atvinnulífsins og þar með fjárfestingum og atvinnuleysi eykst. Það þýðir tekjutap fyrir ríkissjóð og aukin útgjöld. Í fjórða lagi er það helst þetta ríka eina prósent, sem vinstri mönnum er tíðrætt um, sem á auðvelt með að koma sér héðan og greiða þá enga skatta hér á landi. Þessar skattaálögur hafa verið reyndar í öðrum löndum með afleitum árangri og menn snúið fljótt af þeirri leið. Eru hærri og nýir skattar lausnin? Það verður núna, eins og alltaf áður þegar stjórnmálaflokkar lofa útgjöldum, að venjulegt launafólk ber mestan kostnaðinn. Látið ykkur ekki dreyma um annað. Eina leiðin til að bæta þjónustu hins opinbera og kjör þeirra sem höllum fæti standa er að örva atvinnulífið til að auka verðmætasköpun í landinu. Það gerist ekki með enn hærri sköttum og fleiri skattstofnum. Ef við ætlum að bæta lífskjörin í landinu verðum við að komast út úr þeirri hugsun að arður og hagnaður í atvinnulífinu sé á kostnað almennings. Við þurfum einnig að fara vel með skattfé en það gleymist gjarnan í umræðunni. Ástæða er til að rifja upp að vinstri stjórnir hafa aldrei aukið velferð landsmanna. Þær hafa alltaf hækkað skatta umtalsvert án þess að tekjur ríkisins hafi aukist. Eina sem gerist er að ríkið tekur sín hærra hlutfall af verðmætasköpun í landinu og dregur um leið úr öllu frumkvæði og áræðni í atvinnulífinu. Það er nú einu sinni öflugt atvinnulíf sem skapar þetta velferðarsamfélag. Verðmætin verða ekki til í stjórnarráðinu eða stofnunum ríkisins. Ríkisvaldið gegnir vissulega mikilvægu hlutverki en má ekki umlykja allt og íþyngja öðrum sem eru að reyna að keppa á mörkuðum. Að læra af reynslunni Stundum er gott að líta yfir farinn veg, ekki síst til að læra af reynslunni. Því verður ekki neitað að síðustu átta ár hefur náðst verulegur árangur við stjórn landsins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna allra hefur aukist mjög mikið og náðist að auka og bæta þjónustu hins opinbera í velferðarmálum. Á sama tíma að greiða niður skuldir ríkisins verulega eftir áfallið sem bankahrunið hafði í för með sér. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig enda barðist Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar hatrammlega gegn því öll þessi ár og lögðu fram endalausar tillögur um frekari útgjöld ríkisins í stað niðurgreiðslu skulda. Hvernig ætli okkur hefði gengið að glíma við veirufaraldurinn hefðu þessi sjónarmið orðið ofan á? Held að enginn vilji hugsa þá hugsun til enda. Skiptir stefna og hugmyndafræði máli? Það ber ekki eingöngu að þakka stjórnvöldum árangurinn sem náðst hefur undanfarin ár. Ýmsar hagstæðar ytri aðstæður hjálpuðu til. En það skiptir verulegu máli hverjir haldi um stjórnvölinn og hvaða stefna er ráðandi við stjórn landsins. Það er ekki nóg að vera rík af auðlindum eins og dæmin sanna víða um heim. En þótt góður árangur hafi náðst er margt ógert og margt má gera betur. Nú er kosið um það hvaða stefna er líklegust til að skapa hér enn betra samfélag. Ég er ekki í vafa en á greinilega í talsverðum vanda við að sannfæra suma aðra. Það er því mikið verk fyrir höndum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin og aðrir smáflokkar á vinstri vængnum lofa mjög auknum ríkisútgjöldum og ríkisumsvifum og fá stuðning bæði frá forystu ASÍ og BSRB með endalausum auglýsingum á kostnað félagsmanna. Skrítið að fyrirsvarsmenn ASÍ skuli berjast fyrir því að fækka sem mest umbjóðendum sínum. Kannski er þeim nokk sama um þá og eru bara í eigin pólitík og nota sjóði launafólks til þess. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir félagsmenn þessara stóru samtaka launamanna hvernig fyrirsvarsmenn þeirra beita sér í kosningabaráttunni. Hvað skapar verðmæti og góð lífskjör? Til að geta aukið útgjöld ríkisins boða vinstri flokkarnir auðvitað skattahækkanir, einkum á sjávarútveginn, fjármagnseigendur og eignafólk. Meiri verður sýndarmennskan ekki. Sjálfsagt kaupa þetta margir því þeir halda að það komi ekki við sig. Svo einfalt er þetta ekki. Í fyrsta lagi duga þessar skattahækkanir skammt miðað við þau útgjöld sem lofað er. Það þýðir þá lántökur fyrir komandi kynslóðir að greiða. Í öðru lagi kalla svona aukin ríkisútgjöld á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það kemur niður á atvinnulífinu og heimilum og ekki síst ungu fólki sem er að stofna heimili. Í þriðja lagi munu auknir skattar draga úr samkeppnishæfni atvinnulífsins og þar með fjárfestingum og atvinnuleysi eykst. Það þýðir tekjutap fyrir ríkissjóð og aukin útgjöld. Í fjórða lagi er það helst þetta ríka eina prósent, sem vinstri mönnum er tíðrætt um, sem á auðvelt með að koma sér héðan og greiða þá enga skatta hér á landi. Þessar skattaálögur hafa verið reyndar í öðrum löndum með afleitum árangri og menn snúið fljótt af þeirri leið. Eru hærri og nýir skattar lausnin? Það verður núna, eins og alltaf áður þegar stjórnmálaflokkar lofa útgjöldum, að venjulegt launafólk ber mestan kostnaðinn. Látið ykkur ekki dreyma um annað. Eina leiðin til að bæta þjónustu hins opinbera og kjör þeirra sem höllum fæti standa er að örva atvinnulífið til að auka verðmætasköpun í landinu. Það gerist ekki með enn hærri sköttum og fleiri skattstofnum. Ef við ætlum að bæta lífskjörin í landinu verðum við að komast út úr þeirri hugsun að arður og hagnaður í atvinnulífinu sé á kostnað almennings. Við þurfum einnig að fara vel með skattfé en það gleymist gjarnan í umræðunni. Ástæða er til að rifja upp að vinstri stjórnir hafa aldrei aukið velferð landsmanna. Þær hafa alltaf hækkað skatta umtalsvert án þess að tekjur ríkisins hafi aukist. Eina sem gerist er að ríkið tekur sín hærra hlutfall af verðmætasköpun í landinu og dregur um leið úr öllu frumkvæði og áræðni í atvinnulífinu. Það er nú einu sinni öflugt atvinnulíf sem skapar þetta velferðarsamfélag. Verðmætin verða ekki til í stjórnarráðinu eða stofnunum ríkisins. Ríkisvaldið gegnir vissulega mikilvægu hlutverki en má ekki umlykja allt og íþyngja öðrum sem eru að reyna að keppa á mörkuðum. Að læra af reynslunni Stundum er gott að líta yfir farinn veg, ekki síst til að læra af reynslunni. Því verður ekki neitað að síðustu átta ár hefur náðst verulegur árangur við stjórn landsins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna allra hefur aukist mjög mikið og náðist að auka og bæta þjónustu hins opinbera í velferðarmálum. Á sama tíma að greiða niður skuldir ríkisins verulega eftir áfallið sem bankahrunið hafði í för með sér. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig enda barðist Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar hatrammlega gegn því öll þessi ár og lögðu fram endalausar tillögur um frekari útgjöld ríkisins í stað niðurgreiðslu skulda. Hvernig ætli okkur hefði gengið að glíma við veirufaraldurinn hefðu þessi sjónarmið orðið ofan á? Held að enginn vilji hugsa þá hugsun til enda. Skiptir stefna og hugmyndafræði máli? Það ber ekki eingöngu að þakka stjórnvöldum árangurinn sem náðst hefur undanfarin ár. Ýmsar hagstæðar ytri aðstæður hjálpuðu til. En það skiptir verulegu máli hverjir haldi um stjórnvölinn og hvaða stefna er ráðandi við stjórn landsins. Það er ekki nóg að vera rík af auðlindum eins og dæmin sanna víða um heim. En þótt góður árangur hafi náðst er margt ógert og margt má gera betur. Nú er kosið um það hvaða stefna er líklegust til að skapa hér enn betra samfélag. Ég er ekki í vafa en á greinilega í talsverðum vanda við að sannfæra suma aðra. Það er því mikið verk fyrir höndum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun