Óljóst hvernig fólk í sóttkví og einangrun fær að kjósa Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 16:18 Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Ekki er búið að útfæra hvernig fólki í sóttkví og einangrun verður gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum. Til stendur að sérstök Covid-kosning hefjist fimm dögum fyrir kjördag sem fer fram 25. september. „Þetta liggur ekki alveg fyrir og allir sýslumenn eru að vinna í þessu með dómsmálaráðuneytinu. Þetta er bara allt á fullri ferð,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Von er á reglugerð á næstu dögum sem útlistar hvernig sá hluti kosningarinnar fer fram. Annars vegar um er að ræða sérstaka kosningu fyrir fólk í sóttkví og hins vegar svokallaða Covid-kosningu fyrir einstaklinga með staðfesta sýkingu. Líklega með svipuðu sniði og í fyrra Venju samkvæmt geta þeir sem eru fastir heima sótt um að fá að kjósa í heimahúsi en áhersla verður lögð á að fólk í einangrun greiði atkvæði með öðrum hætti. „Við munum reyna að hafa það þannig að það verði sem minnst um heimakosningu en það verði útbúin aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví og einangrun að kjósa,“ segir Sigríður. Verður fyrirkomulagið líklega með svipuðu sniði og í forsetakosningunum í fyrra þegar fólk gat greitt atkvæði á bílaplani við skrifstofur sýslumanns án þess að fara út úr bifreiðum sínum. Sigríður segir að þó sé enn verið að vinna að útfærslu aðstöðunnar og það komi til með að skýrast þegar reglugerðin verði birt. Þó sé ólíklegt að fólk í sóttkví og einangrun þurfi að sækja sérstaklega um að fá að kjósa úr bifreið sinni. „Það er verið að vinna að reglugerðinni og reyna að hnýta alla lausa enda. Ég á fastlega von á því að þeirri vinnu verði lokið í lok þessarar viku eða byrjun næstu,“ segir Sigríður. Fleiri kosið utan kjörfundar en áður Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir hjá sýslumannsembættum frá 13. ágúst og hafa nú fleiri kosið utan kjörfundar en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar árið 2017. 23. ágúst voru svo opnir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni sem eru opnir frá 10 til 22 alla daga. Sigríður segir að ákveðið hafi verið að lengja opnunartímann þetta árið í ljósi faraldursins og reyna að dreifa álaginu. Það hafi tekist vel og engar biðraðir myndast við kjörstaðina. Þó finni starfsmenn fyrir aukningu eftir því sem nær dregur kjördegi. Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun og eftir yfirferð landskjörstjórnar liggur endanlega fyrir hverjir eru í framboði. Sigríður reiknar með því að kjörsókn aukist enn frekar í kjölfarið. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
„Þetta liggur ekki alveg fyrir og allir sýslumenn eru að vinna í þessu með dómsmálaráðuneytinu. Þetta er bara allt á fullri ferð,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Von er á reglugerð á næstu dögum sem útlistar hvernig sá hluti kosningarinnar fer fram. Annars vegar um er að ræða sérstaka kosningu fyrir fólk í sóttkví og hins vegar svokallaða Covid-kosningu fyrir einstaklinga með staðfesta sýkingu. Líklega með svipuðu sniði og í fyrra Venju samkvæmt geta þeir sem eru fastir heima sótt um að fá að kjósa í heimahúsi en áhersla verður lögð á að fólk í einangrun greiði atkvæði með öðrum hætti. „Við munum reyna að hafa það þannig að það verði sem minnst um heimakosningu en það verði útbúin aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví og einangrun að kjósa,“ segir Sigríður. Verður fyrirkomulagið líklega með svipuðu sniði og í forsetakosningunum í fyrra þegar fólk gat greitt atkvæði á bílaplani við skrifstofur sýslumanns án þess að fara út úr bifreiðum sínum. Sigríður segir að þó sé enn verið að vinna að útfærslu aðstöðunnar og það komi til með að skýrast þegar reglugerðin verði birt. Þó sé ólíklegt að fólk í sóttkví og einangrun þurfi að sækja sérstaklega um að fá að kjósa úr bifreið sinni. „Það er verið að vinna að reglugerðinni og reyna að hnýta alla lausa enda. Ég á fastlega von á því að þeirri vinnu verði lokið í lok þessarar viku eða byrjun næstu,“ segir Sigríður. Fleiri kosið utan kjörfundar en áður Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir hjá sýslumannsembættum frá 13. ágúst og hafa nú fleiri kosið utan kjörfundar en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar árið 2017. 23. ágúst voru svo opnir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni sem eru opnir frá 10 til 22 alla daga. Sigríður segir að ákveðið hafi verið að lengja opnunartímann þetta árið í ljósi faraldursins og reyna að dreifa álaginu. Það hafi tekist vel og engar biðraðir myndast við kjörstaðina. Þó finni starfsmenn fyrir aukningu eftir því sem nær dregur kjördegi. Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun og eftir yfirferð landskjörstjórnar liggur endanlega fyrir hverjir eru í framboði. Sigríður reiknar með því að kjörsókn aukist enn frekar í kjölfarið.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42