Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Vonir og væntingar um toppbaráttu (4.-6. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2021 10:01 ÍBV, Stjarnan og FH stefna öll hátt. vísir/elín/hulda margrét/vilhelm Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum á morgun, fimmtudaginn 16. september. Í fyrradag tókum við fyrir liðin munu berjast um að halda sér í deildinni, í gær var kastljósinu beint að liðunum sem freista þess að komast í úrslitakeppnina og núna er komið að liðunum sem berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. ÍBV, FH og Stjarnan eru öll vel mönnuð og ætla sér stóra hluti. ÍBV og Stjarnan komust í undanúrslit á síðasta tímabili og FH féll úr leik í úrslitakeppninni án þess að tapa leik. Eyjamenn eru svo enn ríkjandi bikarmeistarar. ÍBV og Stjarnan hafa fengið öfluga leikmenn heim úr atvinnumennsku á meðan FH missti tvo sterka leikmenn til KA. Fyrirfram eru þessi lið svipuð að styrkleika og því enginn hægðarleikur að gera upp á milli þeirra. ÍBV í 6. sæti: Rúnar kominn en er það nóg? Dagur Arnarsson var langstoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Á síðasta tímabil voru Eyjamenn ekkert sérstakir í deildarkeppninni, sérstaklega á heimavelli, og enduðu í 7. sæti annað árið í röð. En ÍBV í deildarkeppni og ÍBV í úrslitakeppni er tvennt ólíkt. Eyjamenn slógu FH-inga út á dramatískan hátt í átta liða úrslitunum og voru svo hársbreidd frá því að vinna Valsmenn í undanúrslitunum. Litlar breytingar hafa orðið á liði ÍBV í sumar. Hákon Daði Styrmisson, næstmarkahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, er farinn í atvinnumennsku en Eyjamenn fengu Rúnar Kárason sem er kominn heim eftir langa dvöl í atvinnumennsku. Rúnar er gríðarlegur fengur fyrir ÍBV og styrkir liðið í stöðunni sem þurfti helst að styrkja. Eyjamenn fengu einnig Færeyinginn Danjál Ragnarsson sem eykur breiddina fyrir utan. Þá ætti Sigtryggur Daði Rúnarsson að stíga skref fram á við síðan í fyrra. Vörn ÍBV var slök á síðasta tímabili en aðeins botnlið ÍR fékk á sig fleiri mörk í Olís-deildinni. Þar þarf að gera bragarbót á. Þá verður markvarslan að vera betri. Petar Jokanovic hefur átt frábæra leiki síðan hann kom til landsins, eins og í bikarúrslitaleiknum 2020, en slæmu leikirnir eru alltof margir. Eyjamenn hafa barist um stóru titlana undanfarin ár og ætla að halda því áfram. Þeir eru allavega með lið sem enginn vill mæta þegar allt er undir. Gengi ÍBV undanfarinn áratug 2020-21: 7. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti+bikarmeistari 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+átta liða úrslit 2015-16: 4. sæti+undanúrslit 2014-15: 7. sæti+átta liða úrslit+bikarmeistari 2013-14: 2. sæti+Íslandsmeistari 2012-13: B-deild (1. sæti) 2011-12: B-deild (5. sæti) Erlingur Richardsson er að hefja sitt fjórða tímabil við stjórnvölinn hjá ÍBV.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 29,0 (4. sæti) Mörk fengin á sig - 28,0 (11. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,5% (9. sæti) Skotnýting - 61,1 (3. sæti) Tapaðir boltar - 11,6 (10. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Rúnar Kárason frá Ribe-Esbjerg Danjál Ragnarsson frá Neistanum Farnir: Hákon Daði Styrmisson til Gummersbach Ívar Logi Styrmisson til Gróttu (á láni) Fannar Þór Friðgeirsson hættur Jonathan Wardelin til Danmerkur Lykilmaðurinn Rúnar Kárason lék lengi með íslenska landsliðinu.vísir/andri marinó Eftir þrettán ár í atvinnumennsku er Rúnar Kárason kominn aftur heim og spilar með ÍBV næstu árin. Um er að ræða sannkallaðan hvalreka á fjörur ÍBV enda styrkir hann Eyjamenn í þeirra veikustu stöðu. Rúnar er frábær skytta með fallbyssuskot og kemur með kærkomna skotógn í útilínuna. Þá verður hann í stóru hlutverki í varnarleik Eyjaliðsins. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika ÍBV. Klippa: ÍBV 6. sæti FH í 5. sæti: Kvarnast úr kjarnanum Eins og undanfarin ár er Ágúst Birgisson í lykilhlutverki hjá FH.vísir/hulda margrét FH hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin fimm ár, ekki síst vegna öflugs kjarna leikmanna sem hafa spilað lengi saman. Nú eru tveir úr þessum kjarna, Einar Rafn Eiðsson og Arnar Freyr Ársælsson, horfnir á braut og þeir skilja eftir sig stór skörð. FH hefur lent í 2. sæti bæði tímabilin undir stjórn Sigursteins Arndal. Á síðasta tímabili féll liðið svo á grátlegan hátt úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitunum á færri mörkum skoruðum á útivelli. Þrátt fyrir brotthvarf Einars Rafns og Arnars Freys verða FH-ingar sterkir þótt þeir standi allra bestu liðum landsins aðeins að baki. Litháíska skyttan Gytis Smantauskas lítur vel út en FH hefði kannski þurft aðeins meiri liðsstyrk. Mikið mun mæða á Agli Magnússyni en heilsan á honum er alltaf stórt spurningarmerki. Phil Döhler átti fínt tímabil í fyrra en vörnin hjá FH var ekki jafn öflug og vanalega og aðeins tvö lið fengu á sig fleiri mörk í Olís-deildinni. Sigursteinn horfir væntanlega aðallega í að laga varnarleikinn því sóknarleikurinn var góður og ekkert lið skoraði fleiri hraðaupphlaupsmörk. Heimavöllurinn gaf vel í fyrra en FH tapaði aðeins einum leik í Kaplakrika og bara Haukar fengu fleiri stig á heimavelli. Gengi FH undanfarinn áratug 2020-21: 2. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 2. sæti 2018-19: 4. sæti+átta liða úrslit+bikarmeistari 2017-18: 3. sæti+úrslit 2016-17: Deildarmeistari+úrslit 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2013-14: 4. sæti+undanúrslit 2012-13: 2. sæti+undanúrslit 2011-12: 2. sæti+úrslit Egill Magnússon hefur verið meiðslum hrjáður síðustu ár en þegar hann er heill standast fáar skyttur í Olís-deildinni honum snúning.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 29,5 (2. sæti) Mörk fengin á sig - 27,6 (10. sæti) Hlutfallsvarsla - 31,9% (4. sæti) Skotnýting - 61,1% (3. sæti) Tapaðir boltar - 10,3 (6. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Gytis Smantauskas frá Dragunas Svavar Ingi Sigmundsson frá KA Farnir: Einar Rafn Eiðsson til KA Benedikt Elvar Skarphéðinsson til Víkings Arnar Freyr Ársælsson til KA Gísli Jörgen Gíslason til Víkings Birkir Fannar Bragason hættur Lykilmaðurinn Ásbjörn Friðriksson kann fátt betur en að stjórna handboltaliði.vísir/vilhelm Gæðastjórinn í Kaplakrika undanfarin ár. Ásbjörn Friðriksson er einn allra besti leikmaður sem hefur spilað fyrir FH og hefur átt risastóran þátt í öllum titlunum sem liðið hefur unnið á þessari öld. Fluglæs á leikinn, skynsamur og gerir aðra leikmenn betri. Ásbjörn skilar alltaf gommu af mörkum sjálfur og er frábær vítaskytta. Hefur hins vegar átt það til að gefa eftir þegar líða tekur á veturinn. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika FH. Klippa: FH 5. sæti Stjarnan í 4. sæti: Patti búinn að hleypa lífi í draugahúsið Stjörnumenn brutu blað í sögu félagsins þegar þeir komust í undanúrslit úrslitakeppninnar á síðasta tímabili.vísir/elín Patrekur Jóhannesson kom með ferska vinda inn í Stjörnuna á síðasta tímabili. Liðið lenti í 5. sæti, komst í undanúrslit í fyrsta sinn í sögunni og var glettilega nálægt því að fara í úrslit. Og áhuginn á liðinu í Garðabænum jókst og það var ekki jafn tómlegt um að litast í stúkunni í TM-höllinni og undanfarin ár. Patrekur hefur gefið sér þrjú ár til að koma Stjörnunni á toppinn og liðið sem hann teflir fram núna virðist vera sterkara en í fyrra. Í því samhengi munar mestu um Gunnar Stein Jónsson sem er kominn aftur á klakann eftir að hafa leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2008. Arnór Freyr Stefánsson kominn í markið og mun létta undir með hinum bráðefnilega Adam Thorstensen. Þá styrkir Þórður Tandri Ágústsson línustöðuna umtalsvert. Síðan tók Björgvin Hólmgeirsson skóna af hillunni og miðað við frammistöðu hans í bikarleiknum gegn Gróttu gleymdi hann engu á þeim fjóru vikum sem hann var hættur. Stjörnumenn stefna hátt og með þennan mannskap og Patrek við stjórnvölinn er innistæða til bjartsýni í Garðabænum. Búið er að leggja grunninn og nú þarf bara að byggja ofan á hann. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2020-21: 5. sæti+undanúrslit 2019-20: 8. sæti+bikarúrslit 2018-19: 8. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 7. sæti 2016-17: 9. sæti 2015-16: B-deild (1. sæti) 2014-15: 9. sæti 2013-14: B-deild (2. sæti) 2012-13: B-deild (2. sæti) 2011-12: B-deild (3. sæti) Björgvin Hólmgeirsson lék mjög vel á síðasta tímabili og ákvað að taka slaginn í vetur eftir að hafa hætt í mánuð.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 28,5 (5. sæti) Mörk fengin á sig - 27,5 (9. sæti) Hlutfallsvarsla - 28,9% (10. sæti) Skotnýting - 60,8% (5. sæti) Tapaðir boltar - 9,2 (3. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Gunnar Steinn Jónsson frá Göppingen Arnór Freyr Stefánsson frá Aftureldingu Þórður Tandri Ágústsson frá Þór Farnir: Arnar Máni Rúnarsson Goði Ingvar Sveinsson til Fjölnis Gunnar Hrafn Pálsson til Gróttu Brynjar Darri Baldursson hættur Lykilmaðurinn Tandri Már Konráðsson var einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.vísir/Elín Ekki erfitt val. Tandri Már Konráðsson er bæði besti varnar- og sóknarmaður Stjörnunnar og leiðtogi liðsins. Lék mjög vel í fyrra og var markahæsti leikmaður Garðabæjarliðsins með 93 mörk. Tandri er frábær í vörn og öflug skytta og áhugavert verður að sjá samvinna hans og Gunnars Steins. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Stjörnunnar. Klippa: Stjarnan 4. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV FH Stjarnan Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Eitt situr eftir með sárt ennið (7.-9. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 14. september 2021 10:02 Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Lífróðurinn róinn (10.-12. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 13. september 2021 10:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Í fyrradag tókum við fyrir liðin munu berjast um að halda sér í deildinni, í gær var kastljósinu beint að liðunum sem freista þess að komast í úrslitakeppnina og núna er komið að liðunum sem berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. ÍBV, FH og Stjarnan eru öll vel mönnuð og ætla sér stóra hluti. ÍBV og Stjarnan komust í undanúrslit á síðasta tímabili og FH féll úr leik í úrslitakeppninni án þess að tapa leik. Eyjamenn eru svo enn ríkjandi bikarmeistarar. ÍBV og Stjarnan hafa fengið öfluga leikmenn heim úr atvinnumennsku á meðan FH missti tvo sterka leikmenn til KA. Fyrirfram eru þessi lið svipuð að styrkleika og því enginn hægðarleikur að gera upp á milli þeirra. ÍBV í 6. sæti: Rúnar kominn en er það nóg? Dagur Arnarsson var langstoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Á síðasta tímabil voru Eyjamenn ekkert sérstakir í deildarkeppninni, sérstaklega á heimavelli, og enduðu í 7. sæti annað árið í röð. En ÍBV í deildarkeppni og ÍBV í úrslitakeppni er tvennt ólíkt. Eyjamenn slógu FH-inga út á dramatískan hátt í átta liða úrslitunum og voru svo hársbreidd frá því að vinna Valsmenn í undanúrslitunum. Litlar breytingar hafa orðið á liði ÍBV í sumar. Hákon Daði Styrmisson, næstmarkahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, er farinn í atvinnumennsku en Eyjamenn fengu Rúnar Kárason sem er kominn heim eftir langa dvöl í atvinnumennsku. Rúnar er gríðarlegur fengur fyrir ÍBV og styrkir liðið í stöðunni sem þurfti helst að styrkja. Eyjamenn fengu einnig Færeyinginn Danjál Ragnarsson sem eykur breiddina fyrir utan. Þá ætti Sigtryggur Daði Rúnarsson að stíga skref fram á við síðan í fyrra. Vörn ÍBV var slök á síðasta tímabili en aðeins botnlið ÍR fékk á sig fleiri mörk í Olís-deildinni. Þar þarf að gera bragarbót á. Þá verður markvarslan að vera betri. Petar Jokanovic hefur átt frábæra leiki síðan hann kom til landsins, eins og í bikarúrslitaleiknum 2020, en slæmu leikirnir eru alltof margir. Eyjamenn hafa barist um stóru titlana undanfarin ár og ætla að halda því áfram. Þeir eru allavega með lið sem enginn vill mæta þegar allt er undir. Gengi ÍBV undanfarinn áratug 2020-21: 7. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti+bikarmeistari 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+átta liða úrslit 2015-16: 4. sæti+undanúrslit 2014-15: 7. sæti+átta liða úrslit+bikarmeistari 2013-14: 2. sæti+Íslandsmeistari 2012-13: B-deild (1. sæti) 2011-12: B-deild (5. sæti) Erlingur Richardsson er að hefja sitt fjórða tímabil við stjórnvölinn hjá ÍBV.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 29,0 (4. sæti) Mörk fengin á sig - 28,0 (11. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,5% (9. sæti) Skotnýting - 61,1 (3. sæti) Tapaðir boltar - 11,6 (10. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Rúnar Kárason frá Ribe-Esbjerg Danjál Ragnarsson frá Neistanum Farnir: Hákon Daði Styrmisson til Gummersbach Ívar Logi Styrmisson til Gróttu (á láni) Fannar Þór Friðgeirsson hættur Jonathan Wardelin til Danmerkur Lykilmaðurinn Rúnar Kárason lék lengi með íslenska landsliðinu.vísir/andri marinó Eftir þrettán ár í atvinnumennsku er Rúnar Kárason kominn aftur heim og spilar með ÍBV næstu árin. Um er að ræða sannkallaðan hvalreka á fjörur ÍBV enda styrkir hann Eyjamenn í þeirra veikustu stöðu. Rúnar er frábær skytta með fallbyssuskot og kemur með kærkomna skotógn í útilínuna. Þá verður hann í stóru hlutverki í varnarleik Eyjaliðsins. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika ÍBV. Klippa: ÍBV 6. sæti FH í 5. sæti: Kvarnast úr kjarnanum Eins og undanfarin ár er Ágúst Birgisson í lykilhlutverki hjá FH.vísir/hulda margrét FH hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin fimm ár, ekki síst vegna öflugs kjarna leikmanna sem hafa spilað lengi saman. Nú eru tveir úr þessum kjarna, Einar Rafn Eiðsson og Arnar Freyr Ársælsson, horfnir á braut og þeir skilja eftir sig stór skörð. FH hefur lent í 2. sæti bæði tímabilin undir stjórn Sigursteins Arndal. Á síðasta tímabili féll liðið svo á grátlegan hátt úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitunum á færri mörkum skoruðum á útivelli. Þrátt fyrir brotthvarf Einars Rafns og Arnars Freys verða FH-ingar sterkir þótt þeir standi allra bestu liðum landsins aðeins að baki. Litháíska skyttan Gytis Smantauskas lítur vel út en FH hefði kannski þurft aðeins meiri liðsstyrk. Mikið mun mæða á Agli Magnússyni en heilsan á honum er alltaf stórt spurningarmerki. Phil Döhler átti fínt tímabil í fyrra en vörnin hjá FH var ekki jafn öflug og vanalega og aðeins tvö lið fengu á sig fleiri mörk í Olís-deildinni. Sigursteinn horfir væntanlega aðallega í að laga varnarleikinn því sóknarleikurinn var góður og ekkert lið skoraði fleiri hraðaupphlaupsmörk. Heimavöllurinn gaf vel í fyrra en FH tapaði aðeins einum leik í Kaplakrika og bara Haukar fengu fleiri stig á heimavelli. Gengi FH undanfarinn áratug 2020-21: 2. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 2. sæti 2018-19: 4. sæti+átta liða úrslit+bikarmeistari 2017-18: 3. sæti+úrslit 2016-17: Deildarmeistari+úrslit 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2013-14: 4. sæti+undanúrslit 2012-13: 2. sæti+undanúrslit 2011-12: 2. sæti+úrslit Egill Magnússon hefur verið meiðslum hrjáður síðustu ár en þegar hann er heill standast fáar skyttur í Olís-deildinni honum snúning.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 29,5 (2. sæti) Mörk fengin á sig - 27,6 (10. sæti) Hlutfallsvarsla - 31,9% (4. sæti) Skotnýting - 61,1% (3. sæti) Tapaðir boltar - 10,3 (6. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Gytis Smantauskas frá Dragunas Svavar Ingi Sigmundsson frá KA Farnir: Einar Rafn Eiðsson til KA Benedikt Elvar Skarphéðinsson til Víkings Arnar Freyr Ársælsson til KA Gísli Jörgen Gíslason til Víkings Birkir Fannar Bragason hættur Lykilmaðurinn Ásbjörn Friðriksson kann fátt betur en að stjórna handboltaliði.vísir/vilhelm Gæðastjórinn í Kaplakrika undanfarin ár. Ásbjörn Friðriksson er einn allra besti leikmaður sem hefur spilað fyrir FH og hefur átt risastóran þátt í öllum titlunum sem liðið hefur unnið á þessari öld. Fluglæs á leikinn, skynsamur og gerir aðra leikmenn betri. Ásbjörn skilar alltaf gommu af mörkum sjálfur og er frábær vítaskytta. Hefur hins vegar átt það til að gefa eftir þegar líða tekur á veturinn. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika FH. Klippa: FH 5. sæti Stjarnan í 4. sæti: Patti búinn að hleypa lífi í draugahúsið Stjörnumenn brutu blað í sögu félagsins þegar þeir komust í undanúrslit úrslitakeppninnar á síðasta tímabili.vísir/elín Patrekur Jóhannesson kom með ferska vinda inn í Stjörnuna á síðasta tímabili. Liðið lenti í 5. sæti, komst í undanúrslit í fyrsta sinn í sögunni og var glettilega nálægt því að fara í úrslit. Og áhuginn á liðinu í Garðabænum jókst og það var ekki jafn tómlegt um að litast í stúkunni í TM-höllinni og undanfarin ár. Patrekur hefur gefið sér þrjú ár til að koma Stjörnunni á toppinn og liðið sem hann teflir fram núna virðist vera sterkara en í fyrra. Í því samhengi munar mestu um Gunnar Stein Jónsson sem er kominn aftur á klakann eftir að hafa leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2008. Arnór Freyr Stefánsson kominn í markið og mun létta undir með hinum bráðefnilega Adam Thorstensen. Þá styrkir Þórður Tandri Ágústsson línustöðuna umtalsvert. Síðan tók Björgvin Hólmgeirsson skóna af hillunni og miðað við frammistöðu hans í bikarleiknum gegn Gróttu gleymdi hann engu á þeim fjóru vikum sem hann var hættur. Stjörnumenn stefna hátt og með þennan mannskap og Patrek við stjórnvölinn er innistæða til bjartsýni í Garðabænum. Búið er að leggja grunninn og nú þarf bara að byggja ofan á hann. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2020-21: 5. sæti+undanúrslit 2019-20: 8. sæti+bikarúrslit 2018-19: 8. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 7. sæti 2016-17: 9. sæti 2015-16: B-deild (1. sæti) 2014-15: 9. sæti 2013-14: B-deild (2. sæti) 2012-13: B-deild (2. sæti) 2011-12: B-deild (3. sæti) Björgvin Hólmgeirsson lék mjög vel á síðasta tímabili og ákvað að taka slaginn í vetur eftir að hafa hætt í mánuð.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 28,5 (5. sæti) Mörk fengin á sig - 27,5 (9. sæti) Hlutfallsvarsla - 28,9% (10. sæti) Skotnýting - 60,8% (5. sæti) Tapaðir boltar - 9,2 (3. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Gunnar Steinn Jónsson frá Göppingen Arnór Freyr Stefánsson frá Aftureldingu Þórður Tandri Ágústsson frá Þór Farnir: Arnar Máni Rúnarsson Goði Ingvar Sveinsson til Fjölnis Gunnar Hrafn Pálsson til Gróttu Brynjar Darri Baldursson hættur Lykilmaðurinn Tandri Már Konráðsson var einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.vísir/Elín Ekki erfitt val. Tandri Már Konráðsson er bæði besti varnar- og sóknarmaður Stjörnunnar og leiðtogi liðsins. Lék mjög vel í fyrra og var markahæsti leikmaður Garðabæjarliðsins með 93 mörk. Tandri er frábær í vörn og öflug skytta og áhugavert verður að sjá samvinna hans og Gunnars Steins. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Stjörnunnar. Klippa: Stjarnan 4. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
2020-21: 7. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti+bikarmeistari 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+átta liða úrslit 2015-16: 4. sæti+undanúrslit 2014-15: 7. sæti+átta liða úrslit+bikarmeistari 2013-14: 2. sæti+Íslandsmeistari 2012-13: B-deild (1. sæti) 2011-12: B-deild (5. sæti)
Mörk skoruð - 29,0 (4. sæti) Mörk fengin á sig - 28,0 (11. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,5% (9. sæti) Skotnýting - 61,1 (3. sæti) Tapaðir boltar - 11,6 (10. sæti)
Komnir: Rúnar Kárason frá Ribe-Esbjerg Danjál Ragnarsson frá Neistanum Farnir: Hákon Daði Styrmisson til Gummersbach Ívar Logi Styrmisson til Gróttu (á láni) Fannar Þór Friðgeirsson hættur Jonathan Wardelin til Danmerkur
2020-21: 2. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 2. sæti 2018-19: 4. sæti+átta liða úrslit+bikarmeistari 2017-18: 3. sæti+úrslit 2016-17: Deildarmeistari+úrslit 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2013-14: 4. sæti+undanúrslit 2012-13: 2. sæti+undanúrslit 2011-12: 2. sæti+úrslit
Mörk skoruð - 29,5 (2. sæti) Mörk fengin á sig - 27,6 (10. sæti) Hlutfallsvarsla - 31,9% (4. sæti) Skotnýting - 61,1% (3. sæti) Tapaðir boltar - 10,3 (6. sæti)
Komnir: Gytis Smantauskas frá Dragunas Svavar Ingi Sigmundsson frá KA Farnir: Einar Rafn Eiðsson til KA Benedikt Elvar Skarphéðinsson til Víkings Arnar Freyr Ársælsson til KA Gísli Jörgen Gíslason til Víkings Birkir Fannar Bragason hættur
2020-21: 5. sæti+undanúrslit 2019-20: 8. sæti+bikarúrslit 2018-19: 8. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 7. sæti 2016-17: 9. sæti 2015-16: B-deild (1. sæti) 2014-15: 9. sæti 2013-14: B-deild (2. sæti) 2012-13: B-deild (2. sæti) 2011-12: B-deild (3. sæti)
Mörk skoruð - 28,5 (5. sæti) Mörk fengin á sig - 27,5 (9. sæti) Hlutfallsvarsla - 28,9% (10. sæti) Skotnýting - 60,8% (5. sæti) Tapaðir boltar - 9,2 (3. sæti)
Komnir: Gunnar Steinn Jónsson frá Göppingen Arnór Freyr Stefánsson frá Aftureldingu Þórður Tandri Ágústsson frá Þór Farnir: Arnar Máni Rúnarsson Goði Ingvar Sveinsson til Fjölnis Gunnar Hrafn Pálsson til Gróttu Brynjar Darri Baldursson hættur
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍBV FH Stjarnan Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Eitt situr eftir með sárt ennið (7.-9. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 14. september 2021 10:02 Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Lífróðurinn róinn (10.-12. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 13. september 2021 10:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Eitt situr eftir með sárt ennið (7.-9. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 14. september 2021 10:02
Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Lífróðurinn róinn (10.-12. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 13. september 2021 10:00