Oddvitaáskorunin: Vill á þing eftir 27 ár í sveitarstjórnarmálum Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2021 15:00 Eiríkur í Borgarfirði eystri. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Eiríkur Björn Björgvinsson leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Eiríkur Björn Björgvinsson og skipa fyrsta sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Fæddur í Reykjavík 6. september 1966 og sonur hjónanna Björgvins R. Hjálmarssonar fv. forstöðumanns hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og Guðnýjar K. Eiríksdóttur fv. starfsmanns Tryggingastofnunar ríkisins. Ég er kvæntur Ölmu J. Árnadóttur grafískum hönnuði og markþjálfa. Við eigum þrjá syni sem eru í grunnskóla- og háskólanámi og Maltese hundinn Tobba.“ „Ég er menntaður íþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og er með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi. Ég stundaði framhaldsnám í stjórnun við Íþróttaháskólann í Köln. Þá hef ég einnig diplómu frá Kennaraháskóla Íslands í Stjórnun og rekstri fræðslustofnana og diplómu í Opinberri stjórnsýslu. Sem stendur er ég að ljúka meistaranámi í Opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Alma og Eiríkur. Síðastliðin tuttugu og sjö ár hef ég starfað á vettvangi sveitarfélaga. Fyrstu átta árin sem deildarstjóri íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála á Héraði og Akureyri. Sextán ár sem bæjarstjóri og framkvæmdastjóri þriggja sveitarfélaga í umboði mismunandi stjórnmálaflokka. Fyrst á Austur-Héraði sem sameinaðist tveimur sveitarfélögum árið 2004 og varð að Fljótsdalshéraði og átta ár sem bæjarstjóri á Akureyri. Sl. tvö ár hef ég starfað sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs í Garðabæ. Ég hef setið í stjórnum samtaka, sjóða og stofnana eins og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs um tveggja áraskeið, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í átta ár, verið formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrar einnig í átta ár, setið í stjórn Northern Forum í sex ár og Þjóðskrár í þrjú ár, svo eitthvað sé nefnt.“ Stór reynslubanki „Ég bý að áratugalangri þekkingu á stjórnsýslu ríkisins þar sem ég hef átt farsæl samskipti við stjórnmálamenn úr öllum flokkum og starfsmenn ráðuneyta og stofnana á ýmsum sviðum og setið samstarfsfundi um samskipti ríkis og sveitarfélaga m.a. á sviði mennta-, menningar-, íþrótta-, tómstunda- og forvarnarmála. Í starfi mínu sem bæjarstjóri, sviðsstjóri og deildarstjóri hef ég einnig átt ríkuleg samskipti við framkvæmdastjóra fyrirtækja bæði á almennum og opinberum markaði, setið fundi og átt í reglulegum samskiptum við stéttarfélög og samtök í atvinnulífinu. Vilji minn og athafnaorka verða sterkust þegar ég fæ tækifæri til að axla ábyrgð, vinna að uppbyggilegum málefnum og ná áþreifanlegum árangri. Ég er framfaradrifinn og á gott með að fá aðra til að vinna með mér. Áhugasvið mitt tengist hverskonar uppbyggingu, samfélags- og fræðslumálum, mannlegum samskiptum, íþróttum, útivist, menningu og náttúru Íslands. Ég hef tileinkað mér þau gildi í lífinu að vera atorkusamur, skipulagður, áræðinn og sanngjarn. Frelsi, réttlæti, jöfnuður og alþjóðlegt samstarf eru mál sem ég er tilbúinn að berjast fyrir. Ég vil setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og gefa framtíðinni tækifæri.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Eiríkur Björn Björgvinsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þeir eru nokkrir en ég kýs að velja Stuðlagil á Jökuldal. Hvað færðu þér í bragðaref? Er meira fyrir mjólkurhristing með súkkulaði og banabragði. Uppáhalds bók? Frelsið eftir John Stuart Mill. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég hef gaman að allri tónlist og skammast mín ekkert fyrir að segja það. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Garðabæ Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Tókst að horfa á alla Crown séríuna. Hvað tekur þú í bekk? Hef tekið 110 kg en ekki prófað það lengi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Þjálfari hjá Bayern Munchen í Þýskalandi. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hvernig tókst þér að verða besti íþróttamaður Norður-Kóreu og eiga öll skráð landsmet? Uppáhalds tónlistarmaður? Magni Ásgeirsson. Besti fimmaurabrandarinn? Af hverju heitir heitavatnið heitavatnið? Eitthvað verður það að heita vatnið. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég kastaði óvart steini í höfuðið á besta vini mínu. Snéri baki í hann og henti steininum aftur fyrir mig með þessum afleiðingum. Skildi ekkert í því af hverju hann hljóp alblóðugur og grenjandi heim. Við vorum fimm ára. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þorsteinn Pálsson er mín íslenska fyrirmynd en Justin Trudeau erlenda. Besta íslenska Eurovision-lagið? Nína með Eyfa og Stebba. Besta frí sem þú hefur farið í? Það er alltaf síðasta fríið sem ég komst í með allri fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur hamborgari með frönskum og mikilli kokteilsósu og ískalt Coke. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Fjórum sinnum. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Ég var (d)rekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Allar ferðirnar í billjard og að spila Packman þegar ég átti að vera í tíma. Rómantískasta uppátækið? Ég sótti konuna mína á hverjum degi í skólann hennar þegar við stunduðum námi í Þýskalandi. Hún var alltaf á hjóli sínu og ég hjólaði til hennar og beið svo við gætum hjólað saman heim. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Eiríkur Björn Björgvinsson leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Eiríkur Björn Björgvinsson og skipa fyrsta sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Fæddur í Reykjavík 6. september 1966 og sonur hjónanna Björgvins R. Hjálmarssonar fv. forstöðumanns hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og Guðnýjar K. Eiríksdóttur fv. starfsmanns Tryggingastofnunar ríkisins. Ég er kvæntur Ölmu J. Árnadóttur grafískum hönnuði og markþjálfa. Við eigum þrjá syni sem eru í grunnskóla- og háskólanámi og Maltese hundinn Tobba.“ „Ég er menntaður íþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og er með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi. Ég stundaði framhaldsnám í stjórnun við Íþróttaháskólann í Köln. Þá hef ég einnig diplómu frá Kennaraháskóla Íslands í Stjórnun og rekstri fræðslustofnana og diplómu í Opinberri stjórnsýslu. Sem stendur er ég að ljúka meistaranámi í Opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Alma og Eiríkur. Síðastliðin tuttugu og sjö ár hef ég starfað á vettvangi sveitarfélaga. Fyrstu átta árin sem deildarstjóri íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála á Héraði og Akureyri. Sextán ár sem bæjarstjóri og framkvæmdastjóri þriggja sveitarfélaga í umboði mismunandi stjórnmálaflokka. Fyrst á Austur-Héraði sem sameinaðist tveimur sveitarfélögum árið 2004 og varð að Fljótsdalshéraði og átta ár sem bæjarstjóri á Akureyri. Sl. tvö ár hef ég starfað sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs í Garðabæ. Ég hef setið í stjórnum samtaka, sjóða og stofnana eins og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs um tveggja áraskeið, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í átta ár, verið formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrar einnig í átta ár, setið í stjórn Northern Forum í sex ár og Þjóðskrár í þrjú ár, svo eitthvað sé nefnt.“ Stór reynslubanki „Ég bý að áratugalangri þekkingu á stjórnsýslu ríkisins þar sem ég hef átt farsæl samskipti við stjórnmálamenn úr öllum flokkum og starfsmenn ráðuneyta og stofnana á ýmsum sviðum og setið samstarfsfundi um samskipti ríkis og sveitarfélaga m.a. á sviði mennta-, menningar-, íþrótta-, tómstunda- og forvarnarmála. Í starfi mínu sem bæjarstjóri, sviðsstjóri og deildarstjóri hef ég einnig átt ríkuleg samskipti við framkvæmdastjóra fyrirtækja bæði á almennum og opinberum markaði, setið fundi og átt í reglulegum samskiptum við stéttarfélög og samtök í atvinnulífinu. Vilji minn og athafnaorka verða sterkust þegar ég fæ tækifæri til að axla ábyrgð, vinna að uppbyggilegum málefnum og ná áþreifanlegum árangri. Ég er framfaradrifinn og á gott með að fá aðra til að vinna með mér. Áhugasvið mitt tengist hverskonar uppbyggingu, samfélags- og fræðslumálum, mannlegum samskiptum, íþróttum, útivist, menningu og náttúru Íslands. Ég hef tileinkað mér þau gildi í lífinu að vera atorkusamur, skipulagður, áræðinn og sanngjarn. Frelsi, réttlæti, jöfnuður og alþjóðlegt samstarf eru mál sem ég er tilbúinn að berjast fyrir. Ég vil setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og gefa framtíðinni tækifæri.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Eiríkur Björn Björgvinsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þeir eru nokkrir en ég kýs að velja Stuðlagil á Jökuldal. Hvað færðu þér í bragðaref? Er meira fyrir mjólkurhristing með súkkulaði og banabragði. Uppáhalds bók? Frelsið eftir John Stuart Mill. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég hef gaman að allri tónlist og skammast mín ekkert fyrir að segja það. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Garðabæ Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Tókst að horfa á alla Crown séríuna. Hvað tekur þú í bekk? Hef tekið 110 kg en ekki prófað það lengi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Þjálfari hjá Bayern Munchen í Þýskalandi. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hvernig tókst þér að verða besti íþróttamaður Norður-Kóreu og eiga öll skráð landsmet? Uppáhalds tónlistarmaður? Magni Ásgeirsson. Besti fimmaurabrandarinn? Af hverju heitir heitavatnið heitavatnið? Eitthvað verður það að heita vatnið. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég kastaði óvart steini í höfuðið á besta vini mínu. Snéri baki í hann og henti steininum aftur fyrir mig með þessum afleiðingum. Skildi ekkert í því af hverju hann hljóp alblóðugur og grenjandi heim. Við vorum fimm ára. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þorsteinn Pálsson er mín íslenska fyrirmynd en Justin Trudeau erlenda. Besta íslenska Eurovision-lagið? Nína með Eyfa og Stebba. Besta frí sem þú hefur farið í? Það er alltaf síðasta fríið sem ég komst í með allri fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur hamborgari með frönskum og mikilli kokteilsósu og ískalt Coke. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Fjórum sinnum. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Ég var (d)rekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Allar ferðirnar í billjard og að spila Packman þegar ég átti að vera í tíma. Rómantískasta uppátækið? Ég sótti konuna mína á hverjum degi í skólann hennar þegar við stunduðum námi í Þýskalandi. Hún var alltaf á hjóli sínu og ég hjólaði til hennar og beið svo við gætum hjólað saman heim.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Viðreisn Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið