Auðlind og auðvald Árni Múli Jónasson skrifar 12. september 2021 07:01 Í síðustu viku var sagt frá því fjölmiðlum að Kaupfélag Skagfirðinga hefði keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi og hafi þar með enn bætt við fiskveiðikvóta FISK Seafood, sem er í eigu kaupfélagsins og er nú þriðja stærsta útgerð landsins, miðað við kvótastöðu. Í fréttum um þessi kaup í Morgunblaðinu og Stundinni er rætt við Kristin Jónsson, bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Í viðtalið við Morgunblaðið sagði Kristin m.a.: „vissulega hræða spor sögunnar,“ og bæjarstórinn sagði einnig: „Eitt sinn keypti KEA hér útgerð og rækjuvinnslu, sem átti að efla. Fáum mánuðum síðar var kvótinn farinn og verksmiðjunni lokað og borið við breyttum forsendum. Sögur líkar þessari eru margar.“ Í frétt Morgunblaðsins um söluna segir einnig: „Steinunn ehf. er eitt stærsta útgerðarfyrirtækið í Ólafsvík og hefur skilað miklu til samfélagsins. Svo verður áfram, skv. því sem sagt hefur verið, en Kristinn segist taka öllu með fyrirvara og hefði kosið að heimamönnum hefði verið boðið að koma að kaupunum." Hér er bara enn eitt dæmið af mjög mörgum um þá nöturlegu staðreynd að útgerðarmenn, sem hafa fengið úthlutað frá ríkinu einkarétti til að nýta fiskveiðiauðlindina, sem öll íslenska þjóðin á, hafa líf og framtíð fólksins og heilu byggðarlaganna í hendi sér. Og þeir geta svipt fólkið sem þar býr lífsviðurværi sínu hvenær sem þeim þóknast og þeim hentar, með því að selja kvótann fyrirhafnarlaust hæstbjóðanda, oft fyrir marga milljarða og þurfa ekki að láta fólkið sem hefur unnið við að veiða fiskinn og vinna hann njóta nokkurs af þeim mikla ágóða með sér. En það er ekki nóg með það. Stórkostlegur auður, sem safnast á hendur eigenda og stjórnenda stórra útgerðarfyrirtækja, í krafti einkaréttar til að nýta fiskveiðiauðlindina sem við öll eigum saman, hefur gert þá gríðarlega valdamikla og valdhrokinn og virðingarleysið gagnvart þeim, sem fólkið sem á auðlindina, hefur treyst til að gæta hagsmuni sinna er mjög oft yfirgengilegt og gjörsamlega óþolandi. Segja þessi orð bæjarstjórans í Snæfellsbæ í viðtalinu við Stundina ekki sitt um það? „Þeir ætla sér að byggja hérna upp en mér þykir miður að hafa ekkert heyrt frá þeim þannig að ég veit ekki nákvæmlega hver áform þeirra eru, nema það sem stendur í fréttatilkynningunni.“ Með öðrum orðum. Fiskveiðiauðvaldið nennir ekki að ræða við sveitarstjórnarfólkið, sem íbúarnir hafa kosið með lýðræðislegum hætti. Þetta auðvald ber svo litla virðingu fyrir lýðræðislegu valdi að það nennir ekki einu sinni að þykjast bera virðingu fyrir því. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum á Íslandi stórkostlega fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins. Ef þú vilt leggja lið við það þjóðþrifaverk geturðu gert það með einföldum og mjög áhrifaríkum hætti: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var sagt frá því fjölmiðlum að Kaupfélag Skagfirðinga hefði keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi og hafi þar með enn bætt við fiskveiðikvóta FISK Seafood, sem er í eigu kaupfélagsins og er nú þriðja stærsta útgerð landsins, miðað við kvótastöðu. Í fréttum um þessi kaup í Morgunblaðinu og Stundinni er rætt við Kristin Jónsson, bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Í viðtalið við Morgunblaðið sagði Kristin m.a.: „vissulega hræða spor sögunnar,“ og bæjarstórinn sagði einnig: „Eitt sinn keypti KEA hér útgerð og rækjuvinnslu, sem átti að efla. Fáum mánuðum síðar var kvótinn farinn og verksmiðjunni lokað og borið við breyttum forsendum. Sögur líkar þessari eru margar.“ Í frétt Morgunblaðsins um söluna segir einnig: „Steinunn ehf. er eitt stærsta útgerðarfyrirtækið í Ólafsvík og hefur skilað miklu til samfélagsins. Svo verður áfram, skv. því sem sagt hefur verið, en Kristinn segist taka öllu með fyrirvara og hefði kosið að heimamönnum hefði verið boðið að koma að kaupunum." Hér er bara enn eitt dæmið af mjög mörgum um þá nöturlegu staðreynd að útgerðarmenn, sem hafa fengið úthlutað frá ríkinu einkarétti til að nýta fiskveiðiauðlindina, sem öll íslenska þjóðin á, hafa líf og framtíð fólksins og heilu byggðarlaganna í hendi sér. Og þeir geta svipt fólkið sem þar býr lífsviðurværi sínu hvenær sem þeim þóknast og þeim hentar, með því að selja kvótann fyrirhafnarlaust hæstbjóðanda, oft fyrir marga milljarða og þurfa ekki að láta fólkið sem hefur unnið við að veiða fiskinn og vinna hann njóta nokkurs af þeim mikla ágóða með sér. En það er ekki nóg með það. Stórkostlegur auður, sem safnast á hendur eigenda og stjórnenda stórra útgerðarfyrirtækja, í krafti einkaréttar til að nýta fiskveiðiauðlindina sem við öll eigum saman, hefur gert þá gríðarlega valdamikla og valdhrokinn og virðingarleysið gagnvart þeim, sem fólkið sem á auðlindina, hefur treyst til að gæta hagsmuni sinna er mjög oft yfirgengilegt og gjörsamlega óþolandi. Segja þessi orð bæjarstjórans í Snæfellsbæ í viðtalinu við Stundina ekki sitt um það? „Þeir ætla sér að byggja hérna upp en mér þykir miður að hafa ekkert heyrt frá þeim þannig að ég veit ekki nákvæmlega hver áform þeirra eru, nema það sem stendur í fréttatilkynningunni.“ Með öðrum orðum. Fiskveiðiauðvaldið nennir ekki að ræða við sveitarstjórnarfólkið, sem íbúarnir hafa kosið með lýðræðislegum hætti. Þetta auðvald ber svo litla virðingu fyrir lýðræðislegu valdi að það nennir ekki einu sinni að þykjast bera virðingu fyrir því. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum á Íslandi stórkostlega fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins. Ef þú vilt leggja lið við það þjóðþrifaverk geturðu gert það með einföldum og mjög áhrifaríkum hætti: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun