Karlmaður með endómetríósu??? Guðjón R. Sveinsson skrifar 13. september 2021 20:30 Hvernig ætli okkur strákunum myndi líða ef það væri stanslaust verið að sparka í klofið á okkur??? Stundum svo fast að við ælum eða erum við það að æla? Þetta væri ekkert sérlega glæsilegt ástand á okkur enda hefur maður oftar en ekki séð ástandið á mönnum eftir slík högg. En hvernig væri ástandið á okkur ef þetta ,,högg“ kæmi innvortis og við fengum ekkert við þetta ráðið og þetta væru jafnvel mörg högg í röð? Við vitum að við erum að fara fá höggið, vitum samt ekki nákvæma tímasetningu á því en vitum að það er að koma. Viðbrögðin við slíku höggi er að við engjumst um og kveljumst af miklum sársauka, verkir í maga og ælutilfinningin. Þetta er að margra mati eitt það allra versta sem hægt er að lenda í. En hafandi horft á eiginkonu mína, og núna 12 ára dóttur mína, engjast um í tíma og ótíma útaf skelfilegum verkjum, liggja á baðherbergisgólfinu með tárin í augunum, kastandi upp í verkjaköstum að þá er þetta eins og að horfa á karlmann fá spark í klofið aftur og aftur og aftur, föst högg og beint á réttan stað. Þetta er það sem kvenfólk með endómetríósu er að upplifa. Gífurlegur sársauki sem ég sem eiginmaður og faðir get ekkert gert til að hjálpa með. Eins og þetta hafi ekki verið nægjanlega slæm lýsing að þá er kannski rétt að geta þess að þessi lýsing er jafnvel eftir að búið er að taka inn verkjatöflur. Ég horfi á konurnar mínar engjast um í sársaukaköstum og spyr þá um leið hvað hægt er að gera? Skurðaðgerðir eru ein leið til að reyna koma í veg fyrir verkina en þá er verið að reyna fjarlægja blöðrur sem springa inn í líkama kvenna með tilheyrandi sársauka. En væri ekki fínt að komast í slíka aðgerð? Verst að á Íslandi eru engir sérvottaðir skurðlæknar í endómetríósu og Tryggingastofnun ríkisins aðstoðar konurnar ekki við að komast erlendis í aðgerð. Skv. reglum TR virðist vera heimilt að sækja í aðgerðir erlendis sem ekki er hægt eða ekki eru framkvæmdar hérlendis. En konur með endómetríósu virðast ekki falla þarna undir jafnvel þó flóknari skurðlækningar í endómetríósu séu ekki í boða á Íslandi og því vart hægt að segja að þessar aðgerðir séu framkvæmdar hérlendis.Hvers virði er ein íslensk kona sem þjáist af endómetríósu? Þær geta fallið í nokkra flokka, þurft á verkjalyfjum að halda allt sitt líf vegna þess, þurft á þunglyndislyfjum að halda vegna rangrar sjúkdómsgreiningar annars vegar og álags vegna sjúkdómsins hinsvegar. Þær missa sumar ótal marga daga úr vinnu vegna sjúkdómsins eða verða einfaldlega öryrkjar. Allt er þetta gífurlegur kostnaður fyrir ríkið sem þó hægt væri að draga talsvert úr og breyta t.d. öryrkjum yfir í virka aðila í atvinnulífinu. Hagur ríkisins er ótvíræður að ógleymdum hag þeirra kvenna sem við sjúkdóminn etja. Við aðstandendur getum lítið gert annað en að vera til staðar, reyna sína stuðning og skilning og trúið mér, bara það getur verið gríðarlega erfitt. En þær þurfa að fá skilning ríkisins líka svo mögulega hægt verði að koma í veg fyrir þetta skelfilega mein sem endómetríósa er. Höfundur er aðstandandi kvenna með endometriósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Hvernig ætli okkur strákunum myndi líða ef það væri stanslaust verið að sparka í klofið á okkur??? Stundum svo fast að við ælum eða erum við það að æla? Þetta væri ekkert sérlega glæsilegt ástand á okkur enda hefur maður oftar en ekki séð ástandið á mönnum eftir slík högg. En hvernig væri ástandið á okkur ef þetta ,,högg“ kæmi innvortis og við fengum ekkert við þetta ráðið og þetta væru jafnvel mörg högg í röð? Við vitum að við erum að fara fá höggið, vitum samt ekki nákvæma tímasetningu á því en vitum að það er að koma. Viðbrögðin við slíku höggi er að við engjumst um og kveljumst af miklum sársauka, verkir í maga og ælutilfinningin. Þetta er að margra mati eitt það allra versta sem hægt er að lenda í. En hafandi horft á eiginkonu mína, og núna 12 ára dóttur mína, engjast um í tíma og ótíma útaf skelfilegum verkjum, liggja á baðherbergisgólfinu með tárin í augunum, kastandi upp í verkjaköstum að þá er þetta eins og að horfa á karlmann fá spark í klofið aftur og aftur og aftur, föst högg og beint á réttan stað. Þetta er það sem kvenfólk með endómetríósu er að upplifa. Gífurlegur sársauki sem ég sem eiginmaður og faðir get ekkert gert til að hjálpa með. Eins og þetta hafi ekki verið nægjanlega slæm lýsing að þá er kannski rétt að geta þess að þessi lýsing er jafnvel eftir að búið er að taka inn verkjatöflur. Ég horfi á konurnar mínar engjast um í sársaukaköstum og spyr þá um leið hvað hægt er að gera? Skurðaðgerðir eru ein leið til að reyna koma í veg fyrir verkina en þá er verið að reyna fjarlægja blöðrur sem springa inn í líkama kvenna með tilheyrandi sársauka. En væri ekki fínt að komast í slíka aðgerð? Verst að á Íslandi eru engir sérvottaðir skurðlæknar í endómetríósu og Tryggingastofnun ríkisins aðstoðar konurnar ekki við að komast erlendis í aðgerð. Skv. reglum TR virðist vera heimilt að sækja í aðgerðir erlendis sem ekki er hægt eða ekki eru framkvæmdar hérlendis. En konur með endómetríósu virðast ekki falla þarna undir jafnvel þó flóknari skurðlækningar í endómetríósu séu ekki í boða á Íslandi og því vart hægt að segja að þessar aðgerðir séu framkvæmdar hérlendis.Hvers virði er ein íslensk kona sem þjáist af endómetríósu? Þær geta fallið í nokkra flokka, þurft á verkjalyfjum að halda allt sitt líf vegna þess, þurft á þunglyndislyfjum að halda vegna rangrar sjúkdómsgreiningar annars vegar og álags vegna sjúkdómsins hinsvegar. Þær missa sumar ótal marga daga úr vinnu vegna sjúkdómsins eða verða einfaldlega öryrkjar. Allt er þetta gífurlegur kostnaður fyrir ríkið sem þó hægt væri að draga talsvert úr og breyta t.d. öryrkjum yfir í virka aðila í atvinnulífinu. Hagur ríkisins er ótvíræður að ógleymdum hag þeirra kvenna sem við sjúkdóminn etja. Við aðstandendur getum lítið gert annað en að vera til staðar, reyna sína stuðning og skilning og trúið mér, bara það getur verið gríðarlega erfitt. En þær þurfa að fá skilning ríkisins líka svo mögulega hægt verði að koma í veg fyrir þetta skelfilega mein sem endómetríósa er. Höfundur er aðstandandi kvenna með endometriósu.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun