Brady segist geta spilað til fimmtugs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2021 08:30 Aldurinn bítur ekkert á Tom Brady. getty/Mike Ehrmann Þrátt fyrir að vera 44 ára er Tom Brady, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers, hvergi nærri hættur. Hann segist geta spilað til fimmtugs. Brady sagði þetta í YouTube-þættinum Tommy and Gronkie þar sem hann og Rob Gronkowski fara yfir málin. „Ég held að ég geti það, ég held að svarið sé já. Getur Tom Brady spilað til fimmtugs? Mér finnst þetta ekki svo erfitt,“ sagði Brady. Gronkowski grínaðist með að þótt Brady væri tilbúinn að spila til fimmtugs gæti það reynst þrautinni þyngri fyrir hann að fá það í gegn hjá eiginkonu sinni, Giselle Bündchen. „Það er mun betri spurning. Ég er bara að grínast elskan. Ég elska þig. En þú myndir leyfa mér það. Þú leyfir mér að gera hvað sem ég vil svo lengi sem ég er hamingjusamur,“ sagði Brady. Eftir að hafa leikið með New England Patriots allan sinn feril gekk Brady í raðir Tampa Bay í fyrra. Og strax á fyrsta tímabili hans með liðinu varð það meistari. Brady hefur sjö sinnum orðið NFL-meistari og fimm sinnum verið valinn besti leikmaður Super Bowl. George Blanda er elsti leikmaður sem hefur spilað í NFL en hann var 48 ára þegar hann lagði skóna á hilluna. Hann lék alls 26 tímabil í NFL sem er met. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira
Brady sagði þetta í YouTube-þættinum Tommy and Gronkie þar sem hann og Rob Gronkowski fara yfir málin. „Ég held að ég geti það, ég held að svarið sé já. Getur Tom Brady spilað til fimmtugs? Mér finnst þetta ekki svo erfitt,“ sagði Brady. Gronkowski grínaðist með að þótt Brady væri tilbúinn að spila til fimmtugs gæti það reynst þrautinni þyngri fyrir hann að fá það í gegn hjá eiginkonu sinni, Giselle Bündchen. „Það er mun betri spurning. Ég er bara að grínast elskan. Ég elska þig. En þú myndir leyfa mér það. Þú leyfir mér að gera hvað sem ég vil svo lengi sem ég er hamingjusamur,“ sagði Brady. Eftir að hafa leikið með New England Patriots allan sinn feril gekk Brady í raðir Tampa Bay í fyrra. Og strax á fyrsta tímabili hans með liðinu varð það meistari. Brady hefur sjö sinnum orðið NFL-meistari og fimm sinnum verið valinn besti leikmaður Super Bowl. George Blanda er elsti leikmaður sem hefur spilað í NFL en hann var 48 ára þegar hann lagði skóna á hilluna. Hann lék alls 26 tímabil í NFL sem er met. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira