Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 08:53 Samtök Navalní þróuðu „Snjallkosningu“, forrit sem hjálpar kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað Sameinuðu Rússlandi. Nú hafa tvö stærstu tæknifyrirtæki heims fjarlægt forritið úr verslunum sínum. Vísir/AP Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta. Þingkosningar hófust í Rússlandi í dag en þær standa yfir í þrjá daga. Stjórnvöld segja að það sé af sóttvarnasjónarmiðum en stjórnarandstaðan óttast að fyrirkomulagið bjóði upp á enn meira svindl en í undanförnum kosningum. Búist er við að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland sem styður Vladímír Pútín forseta beri sigur úr býtum þrátt fyrir að hann hafi aldrei mælst með minna fylgi í skoðanakönnunum en nú. Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hefur síðustu ár hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta ógnað Sameinuðu Rússlandi víða um landið. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess að Google og Apple fjarlægðu snjallforrit Navalní úr forritaverslunum sínum fyrr í þessum mánuði. Að öðrum kosti litu þau svo á að stórfyrirtækin reyndu að skipta sér af kosningunum. „Pólitísk ritskoðun“ Nú hafa bæði fyrirtæki lúffað og fjarlægt snjallforritið. Hvorugt þeirra veitti Reuters-fréttastofunni viðbrögð vegna þeirrar ákvörðunar. Ivan Zhadanov, einn bandamanna Navalní sem er nú í útlegð erlendis, segir að ákvörðun fyrirtækjanna um að fjarlægja forritið jafngildi pólitískri ritskoðun. Rússnesk stjórnvöld höfðu áður bannað Google og rússneskri leitarvél að birta leitarniðurstöður fyrir orðið „snjallkosning“ en það er heitið sem Navalní og félagar gáfu verkefni sínu. Samtök Navalní gegn spillingu voru lýst ólögleg öfgasamtök í sumar. Það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram til þings. Sjálfur situr Navalní í fangelsi vegna máls sem hann fullyrðir að eigi sér pólitískar rætur. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn, fangelsaður eða ofsóttur af lögreglu í aðdraganda kosninganna. Þá hafa stjórnvöld gengið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum sem hafa verið gagnrýnir á Pútín og stjórn hans. Rússland Google Apple Tengdar fréttir Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Þingkosningar hófust í Rússlandi í dag en þær standa yfir í þrjá daga. Stjórnvöld segja að það sé af sóttvarnasjónarmiðum en stjórnarandstaðan óttast að fyrirkomulagið bjóði upp á enn meira svindl en í undanförnum kosningum. Búist er við að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland sem styður Vladímír Pútín forseta beri sigur úr býtum þrátt fyrir að hann hafi aldrei mælst með minna fylgi í skoðanakönnunum en nú. Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hefur síðustu ár hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta ógnað Sameinuðu Rússlandi víða um landið. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess að Google og Apple fjarlægðu snjallforrit Navalní úr forritaverslunum sínum fyrr í þessum mánuði. Að öðrum kosti litu þau svo á að stórfyrirtækin reyndu að skipta sér af kosningunum. „Pólitísk ritskoðun“ Nú hafa bæði fyrirtæki lúffað og fjarlægt snjallforritið. Hvorugt þeirra veitti Reuters-fréttastofunni viðbrögð vegna þeirrar ákvörðunar. Ivan Zhadanov, einn bandamanna Navalní sem er nú í útlegð erlendis, segir að ákvörðun fyrirtækjanna um að fjarlægja forritið jafngildi pólitískri ritskoðun. Rússnesk stjórnvöld höfðu áður bannað Google og rússneskri leitarvél að birta leitarniðurstöður fyrir orðið „snjallkosning“ en það er heitið sem Navalní og félagar gáfu verkefni sínu. Samtök Navalní gegn spillingu voru lýst ólögleg öfgasamtök í sumar. Það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram til þings. Sjálfur situr Navalní í fangelsi vegna máls sem hann fullyrðir að eigi sér pólitískar rætur. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn, fangelsaður eða ofsóttur af lögreglu í aðdraganda kosninganna. Þá hafa stjórnvöld gengið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum sem hafa verið gagnrýnir á Pútín og stjórn hans.
Rússland Google Apple Tengdar fréttir Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34