Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2021 22:45 Læknar hafa að mestu leyti farið eftir lögunum nýju og umdeildu í Texas. AP/LM Otero Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. Braid skrifaði grein í Washington Post á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa farið eftir skyldu sinni sem læknir og sagði konuna sem gekkst undir aðgerðina eiga rétt á henni. Hann sagðist meðvitaður um að ákvörðun hans gæti haft afleiðingar en sagði mikilvægt að reyna á lögmæti laganna, sem hann sagði fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögin eru gífurlega umdeild og fela í sér algjört bann við þungunarrofi eftir sex vikna meðgöngu. Á þeim tímapunkti eru margar konur ómeðvitaðar um að þær séu óléttar. Þá innihalda lögin engar undanþágur varðandi nauðganir eða sifjaspell. Þau tóku gildi þann 1. september en eru sérstaklega hönnuð til að komast hjá því að vera felld niður í dómstólum. Við hefðbundnar kringumstæður eru embættismenn sem framfylgja nýjum lögum kærðir til að reyna á lögmæti þeirra. Þessi lög eru skrifuð á þann veg að það er í raun enginn sérstakur sem framfylgir þeim og þar af leiðandi er enginn sem hægt er að kæra. Hver sem er getur kært á grundvelli laganna. Hver sem er geti kært lækni fyrir að framkvæma þungunarrof, eða aðra fyrir að koma að þungunarrofi. Jafnvel þann sem keyrir viðkomandi konu til læknis eða greiðir fyrir aðgerðina. Sá sem kærir getur fengið tíu þúsund dala verðlaun frá yfirvöldum í Texas. Sjá einnig: Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur einnig höfðað mál gegn Texas vegna laganna og það mál verður tekið fyrir þann 20. október. Maðurinn sem kærði Braid heitir Oscar Stilley. Hann er fyrrverandi lögmaður sem býr í Arkansas og var dæmdur fyrir skattsvik árið 2010. Samkvæmt frétt Washington Post er hann að afplána fimmtán ára fangelsis dóm sinn í stofufangelsi. Í samtali við blaðamann sagðist hann ekki mótfallinn þungunarrofi en hann vildi fá tíu þúsund dali. „Ef Texas-ríki ákveður að gefa tíu þúsund dala verðlaunafé, af hverju ætti ég ekki að fá það,“ sagði hann. Stjórnarskrárbundinn réttur frá 1973 Réttur til þungunarrofs var tryggður í stjórnarskrá Bandaríkjanna með úrskurði hæstaréttar í máli sem kallast Roe v. Wade árið 1973. Samkvæmt þeim úrskurði má framkvæma þungunarrof innan 24 vikna á meðgöngu. Íhaldsmenn víða um Bandaríkin hafa þó um árabil barist gegn því og hert að læknum og samtökum sem framkvæma þungunarrof eða koma að þeim með öðrum hætti. Meðal annars með mjög takmarkandi reglugerðum varðandi læknastofur þar sem þungunarrof eru framkvæmd. Sjá einnig: Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Í frétt AP fréttaveitunnar kemur fram að líklega muni málið gegn Braid verða notað til að kanna lögmæti laganna. Læknirinn muni geta notað það sem vörn að lögin fari gegn stjórnarskránni og þá sé það dómstólsins að ákveða hvort það sé rétt eða ekki. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Braid skrifaði grein í Washington Post á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa farið eftir skyldu sinni sem læknir og sagði konuna sem gekkst undir aðgerðina eiga rétt á henni. Hann sagðist meðvitaður um að ákvörðun hans gæti haft afleiðingar en sagði mikilvægt að reyna á lögmæti laganna, sem hann sagði fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögin eru gífurlega umdeild og fela í sér algjört bann við þungunarrofi eftir sex vikna meðgöngu. Á þeim tímapunkti eru margar konur ómeðvitaðar um að þær séu óléttar. Þá innihalda lögin engar undanþágur varðandi nauðganir eða sifjaspell. Þau tóku gildi þann 1. september en eru sérstaklega hönnuð til að komast hjá því að vera felld niður í dómstólum. Við hefðbundnar kringumstæður eru embættismenn sem framfylgja nýjum lögum kærðir til að reyna á lögmæti þeirra. Þessi lög eru skrifuð á þann veg að það er í raun enginn sérstakur sem framfylgir þeim og þar af leiðandi er enginn sem hægt er að kæra. Hver sem er getur kært á grundvelli laganna. Hver sem er geti kært lækni fyrir að framkvæma þungunarrof, eða aðra fyrir að koma að þungunarrofi. Jafnvel þann sem keyrir viðkomandi konu til læknis eða greiðir fyrir aðgerðina. Sá sem kærir getur fengið tíu þúsund dala verðlaun frá yfirvöldum í Texas. Sjá einnig: Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur einnig höfðað mál gegn Texas vegna laganna og það mál verður tekið fyrir þann 20. október. Maðurinn sem kærði Braid heitir Oscar Stilley. Hann er fyrrverandi lögmaður sem býr í Arkansas og var dæmdur fyrir skattsvik árið 2010. Samkvæmt frétt Washington Post er hann að afplána fimmtán ára fangelsis dóm sinn í stofufangelsi. Í samtali við blaðamann sagðist hann ekki mótfallinn þungunarrofi en hann vildi fá tíu þúsund dali. „Ef Texas-ríki ákveður að gefa tíu þúsund dala verðlaunafé, af hverju ætti ég ekki að fá það,“ sagði hann. Stjórnarskrárbundinn réttur frá 1973 Réttur til þungunarrofs var tryggður í stjórnarskrá Bandaríkjanna með úrskurði hæstaréttar í máli sem kallast Roe v. Wade árið 1973. Samkvæmt þeim úrskurði má framkvæma þungunarrof innan 24 vikna á meðgöngu. Íhaldsmenn víða um Bandaríkin hafa þó um árabil barist gegn því og hert að læknum og samtökum sem framkvæma þungunarrof eða koma að þeim með öðrum hætti. Meðal annars með mjög takmarkandi reglugerðum varðandi læknastofur þar sem þungunarrof eru framkvæmd. Sjá einnig: Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Í frétt AP fréttaveitunnar kemur fram að líklega muni málið gegn Braid verða notað til að kanna lögmæti laganna. Læknirinn muni geta notað það sem vörn að lögin fari gegn stjórnarskránni og þá sé það dómstólsins að ákveða hvort það sé rétt eða ekki.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira