Þurfti að þykjast vera strákur til að fá að spila með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 09:31 Sarina Wiegman er tekin við sem nýr þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Getty/Lynne Cameron Það hefur mikið breyst síðan að nýr landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta var að stíga sín fyrstu skref. Sarina Wiegman er fyrir löngu komin í hóp bestu þjálfara heims í kvennafótboltanum en er nýtekin við nýju starfi og saga hennar vekur athygli enskra fjölmiðla. The Lionesses boss had to hide her true identity #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 20, 2021 Wiegman gerði hollenska landsliðið að Evrópumeisturum 2017 og var í framhaldinu kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Hún hætti með hollenska landsliðið eftir Ólympíuleikanna og er því ekki með liðið á Laugardalsvellinum í kvöld. Þess í stað er hún þessa dagana að stýra enska landsliðinu í fyrsta sinn í undankeppninni. Þær ensku unnu 8-0 sigur á Norður Makedóníu í fyrsta leik og mæta Lúxemborg í kvöld. Wiegman er nú 51 árs en það hefur margt breyst varðandi kvennafótboltann síðan hún var að byrja í boltanum. England's 8-0 win against North Macedonia was their biggest victory since beating Estonia by the same scoreline in September 2015.The Sarina Wiegman era started in style. pic.twitter.com/ZM6LQ9uE71— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2021 Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði hún sögu frá því að hún var að byrja og hvernig aðstæðurnar voru þá fyrir unga knattspyrnukonu. „Þegar ég byrjaði að spila fótbolta sex ára gömul þá máttu stelpur ekki spila fótbolta en ég svindlaði mér inn,“ sagði Sarina Wiegman. Wiegman var sex ára gömul árið 1975. Hún þóttist vera strákur til að fá að æfa fótbolta eins og bróðir sinn. „Ég var með mjög stutt hár og leit svolítið út fyrir að vera strákur. Foreldrar mínir leyfðu þetta og ég átti tvíburabróðir. Við byrjuðum því bæði að spila fótbolta og allir sættu sig við það,“ sagði Sarina. „Þetta var ekki það venjulega en núna er það fullkomlega eðlilegt að spila fótbolta hvort sem þú sért strákur eða stelpa. Það er frábært. Það var fáránlegt hvernig þetta var áður þegar þér var bannað að spila en svona er þróunin víst,“ sagði Sarina. Sarina Wiegman spilaði á sínum tíma 104 landsleiki fyrir Holland frá 1987 til 2001 og tók síðan við sem landsliðsþjálfari árið 2016. Wiegman varð á sínum tíma bandarískur háskólameistari með North Carolina Tar Heels og vann líka marga titla í Hollandi. Sarina Wiegman kemur hér skilaboðum til ensku landsliðskonunnar Rachel Daly.Getty/Catherine Ivill HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Sarina Wiegman er fyrir löngu komin í hóp bestu þjálfara heims í kvennafótboltanum en er nýtekin við nýju starfi og saga hennar vekur athygli enskra fjölmiðla. The Lionesses boss had to hide her true identity #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 20, 2021 Wiegman gerði hollenska landsliðið að Evrópumeisturum 2017 og var í framhaldinu kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Hún hætti með hollenska landsliðið eftir Ólympíuleikanna og er því ekki með liðið á Laugardalsvellinum í kvöld. Þess í stað er hún þessa dagana að stýra enska landsliðinu í fyrsta sinn í undankeppninni. Þær ensku unnu 8-0 sigur á Norður Makedóníu í fyrsta leik og mæta Lúxemborg í kvöld. Wiegman er nú 51 árs en það hefur margt breyst varðandi kvennafótboltann síðan hún var að byrja í boltanum. England's 8-0 win against North Macedonia was their biggest victory since beating Estonia by the same scoreline in September 2015.The Sarina Wiegman era started in style. pic.twitter.com/ZM6LQ9uE71— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2021 Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði hún sögu frá því að hún var að byrja og hvernig aðstæðurnar voru þá fyrir unga knattspyrnukonu. „Þegar ég byrjaði að spila fótbolta sex ára gömul þá máttu stelpur ekki spila fótbolta en ég svindlaði mér inn,“ sagði Sarina Wiegman. Wiegman var sex ára gömul árið 1975. Hún þóttist vera strákur til að fá að æfa fótbolta eins og bróðir sinn. „Ég var með mjög stutt hár og leit svolítið út fyrir að vera strákur. Foreldrar mínir leyfðu þetta og ég átti tvíburabróðir. Við byrjuðum því bæði að spila fótbolta og allir sættu sig við það,“ sagði Sarina. „Þetta var ekki það venjulega en núna er það fullkomlega eðlilegt að spila fótbolta hvort sem þú sért strákur eða stelpa. Það er frábært. Það var fáránlegt hvernig þetta var áður þegar þér var bannað að spila en svona er þróunin víst,“ sagði Sarina. Sarina Wiegman spilaði á sínum tíma 104 landsleiki fyrir Holland frá 1987 til 2001 og tók síðan við sem landsliðsþjálfari árið 2016. Wiegman varð á sínum tíma bandarískur háskólameistari með North Carolina Tar Heels og vann líka marga titla í Hollandi. Sarina Wiegman kemur hér skilaboðum til ensku landsliðskonunnar Rachel Daly.Getty/Catherine Ivill
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira