Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2021 21:24 Glódís Perla Viggósdóttir hafði góðar gætur á Vivianne Miedema í leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Mér fannst leikurinn frekar jafn framan af í fyrr hálfleik,“ sagði Glódís að leik loknum. „Mér fannst við oft vera að gera vel og koma okkur í flottar stöður. Við hefðum getað nýtt þær betur og þá hefðum við fengið aðeins öðruvísi mynd á leikinn.“ „Mér finnst þetta mark sem að þær skora bara ekki nógu gott hjá okkur. Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta er, en þær eru að fá að tengja eina eða tvær sendingar fyrir utan teiginn hjá okkur og við þurfum bara að stíga inn í þær og vera mættar fyrr.“ „Annað markið sem þær skora drepur síðan bara aðeins leikinn. Frábært mark, en mér finnst við samt sem áður ekki vera eins langt frá þeim og við höfum kannski verið áður.“ Glódís segist vera mjög stolt af liðinu, en að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur. Við erum að koma okkur í flottar stöður úti á köntunum og Sveindís og Agla María eru oft að gera frábærlega í einn á einn stöðu sem þær eru að vinna. Við þurfum bara að klára þetta betur.“ „En eins og ég segi þá er ég mjög stolt af liðinu. Við erum að hlaupa og reyna allt til að koma í veg fyrir þeirra leik. Eins og var búið að tala um fyrir leik þá eru þær með frábært lið og frábæra leikmenn. Það eru allir að leggja sig 100 prósent fram þannig að við getum ekki beðið um mikið meira en það.“ Glódís segir að þó að það sé gaman að spila á móti einu besta liði heims geti liðið líke dregið mikinn lærdóm úr leiknum. „Þetta er náttúrulega bara gaman getur maður sagt. Þetta eru bestu leimennirnir og maður vill spila á móti þeim. En það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum unnið.“ „Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að reyna að koma boltanum upp í svæði þegar að við vinnum hann og reyna að halda honum þar. Mér finnst við ná því lengi vel. Svo töpum við því aðeins og þá fara þær að ýta okkur rosalega aftarlega. Það er eitthvað sem að við getum klárlega lært af og það er margt jákvætt líka. Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Mér fannst leikurinn frekar jafn framan af í fyrr hálfleik,“ sagði Glódís að leik loknum. „Mér fannst við oft vera að gera vel og koma okkur í flottar stöður. Við hefðum getað nýtt þær betur og þá hefðum við fengið aðeins öðruvísi mynd á leikinn.“ „Mér finnst þetta mark sem að þær skora bara ekki nógu gott hjá okkur. Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta er, en þær eru að fá að tengja eina eða tvær sendingar fyrir utan teiginn hjá okkur og við þurfum bara að stíga inn í þær og vera mættar fyrr.“ „Annað markið sem þær skora drepur síðan bara aðeins leikinn. Frábært mark, en mér finnst við samt sem áður ekki vera eins langt frá þeim og við höfum kannski verið áður.“ Glódís segist vera mjög stolt af liðinu, en að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur. Við erum að koma okkur í flottar stöður úti á köntunum og Sveindís og Agla María eru oft að gera frábærlega í einn á einn stöðu sem þær eru að vinna. Við þurfum bara að klára þetta betur.“ „En eins og ég segi þá er ég mjög stolt af liðinu. Við erum að hlaupa og reyna allt til að koma í veg fyrir þeirra leik. Eins og var búið að tala um fyrir leik þá eru þær með frábært lið og frábæra leikmenn. Það eru allir að leggja sig 100 prósent fram þannig að við getum ekki beðið um mikið meira en það.“ Glódís segir að þó að það sé gaman að spila á móti einu besta liði heims geti liðið líke dregið mikinn lærdóm úr leiknum. „Þetta er náttúrulega bara gaman getur maður sagt. Þetta eru bestu leimennirnir og maður vill spila á móti þeim. En það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum unnið.“ „Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að reyna að koma boltanum upp í svæði þegar að við vinnum hann og reyna að halda honum þar. Mér finnst við ná því lengi vel. Svo töpum við því aðeins og þá fara þær að ýta okkur rosalega aftarlega. Það er eitthvað sem að við getum klárlega lært af og það er margt jákvætt líka. Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26