Hagkerfið að snúa við blaðinu: Spá frekari hækkunum á húsnæði og óvissu með fjölda ferðamanna Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2021 11:45 Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að 4,2% hagvöxtur mælist á þessu ári og 3,6% á því næsta. Talið er að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár og verði um þriðjungur af fjöldanum árið 2019. Bankinn gerir ráð fyrir 4,4% verðbólgu á þessu ári sem taki svo að hjaðna og samdrætti í atvinnuleysi. Spáð er áframhaldandi hækkunum á húsnæðismarkaði. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem er með yfirskriftina Flugtak eftir faraldur. Gert er ráð fyrir tæplega 1,3 miljónum ferðamanna á næsta ári og 1,5 milljónum árið 2023. Að sögn bankans má að mestu rekja hagvöxtinn á þessu ári til þróttmikils vaxtar innlendrar eftirspurnar eftir 6,5% samdrátt var á síðasta ári. Spáir greiningardeild bankans 3,0% hagvexti hér á landi árið 2023. Óvissa með þróun ferðaþjónustunnar Á næsta ári gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir að útflutningur aukist hröðum skrefum auk þess sem innlend eftirspurn vaxi áfram af nokkrum krafti. Veruleg óvissa er hins vegar sögð vera um upptaktinn í komum ferðamanna hingað til lands. Gæti fjöldi þeirra reynst á bilinu 560 til 700 þúsund á þessu ári og á bilinu 900 þúsund til 1,5 milljónir á því næsta miðað við fráviksspá bankans. Endurreisn íslenska hagkerfisins hvílir að stærstum hluta á herðum erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir samhliða þessu ríflega 10% útflutningsvexti á þessu ári sem er sögð skýrast af hreyfingum í ferðaþjónustu, útflutningi hugverka og fleiri þjónustuliðum. Að sama skapi er gert ráð fyrir að innflutningur vaxi um ríflega 11% í ár. Íbúðaverð haldi áfram að hækka Mikil hækkun hefur verið á íbúðaverði frá því að faraldurinn skall á og hækkaði raunverð íbúða um 3,5% í fyrra. Var það í takti við kaupmátt launa sem jókst um 3,4% á sama tíma. Á þessu ári hefur verð hækkað hraðar og á fyrstu átta mánuðum ársins hefur raunverð íbúða hækkað um 6,4%. Á fyrstu átta mánuðum ársins hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 10,5% að raunvirði en fjölbýlum 6,3%. Fram kemur í þjóðhagsspá Íslandsbanka að framboð hafi ekki haldið í við þá eftirspurn sem hafi myndast á íbúðamarkaðnum. Undanfarin ár hafi takturinn í framboði íbúða þó verið nokkuð góður en á síðasta ári kom metfjöldi af nýjum íbúðum inn á markaðinn samkvæmt gögnum Hagstofu. „Nú eru breyttar horfur í þeim efnum. Á fyrsta helmingi ársins dróst íbúðafjárfesting saman um 6,7% frá fyrra ári og útlit er fyrir áframhaldandi samdrátt í byggingu nýrra íbúða á árinu. Verði þetta raunin á framboð íbúða enn langt í land til að mæta eftirspurn sem nú ríkir.“ Metfjöldi íbúða kom inn á markaðinn í fyrra. Vísir/Vilhelm Telur Greining Íslandsbanka forsendur vera fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu misserum en taki að róast með hækkun stýrivaxta og auknu framboði á íbúðum. „Við spáum því að íbúðaverð hækki að nafnvirði um 11,9% á þessu ári, 6,9% árið 2022 og 3,4% árið 2023.“ Atvinnuleysi haldi áfram að minnka Atvinnuleysi jókst hratt vegna áhrifa heimsfaraldursins og mældist hæst 12,8% í janúar á þessu ári ef starfsfólk á hlutabótaleiðinni er talið með. Frá þeim tíma hefur atvinnuleysi farið minnkandi í hverjum mánuði og mældist skráð atvinnuleysi 5,5% nú í ágúst. Í þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 7,6% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári, 4,3% árið 2022 og 3,7% 2023. Það verði þá komið svipaðan stað og það var árið 2019 áður en faraldurinn skall á. Verðbólga mældist 4,3% í ágúst og hefur haldist óbreytt frá því í maí síðastliðnum. Hefur hún reynst þrálátari en greiningaraðilar reiknuðu með. „Við teljum að verðbólga verði áfram nokkuð yfir 4% fráviksmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á næstu mánuðum og muni mælast 4,4% í árslok. Verðbólga mun svo hjaðna hægt og rólega í byrjun næsta árs og verða við 2,5% markmið Seðlabankans á lokafjórðungi næsta árs. Við gerum ráð fyrir að verði að jafnaði 3,0% árið 2022 og 2,5% árið 2023.“ Greining Íslandsbanka telur að Seðlabankinn muni halda áfram að hækka stýrivexti.Stöð 2/Sigurjón Forsendur þess að spáin gangi eftir er styrking krónu á komandi fjórðungum þegar ferðamenn taka að streyma til landsins í auknum mæli. Á móti gæti verðbólguþrýstingur vegna launa og/eða íbúðaverðs reynst meiri en greiningardeild bankans áætlar. Í þjóðhagsspánni er því spáð að stýrivextir Seðlabankans verði komnir í 1,5% í árslok en þeir standa nú 1,25%. Í kjölfarið er gert ráð fyrir áframhaldandi hækkunarferli og telur bankinn að stýrivextirnir verði komnir í 3,5% á þriðja ársfjórðungi árið 2023. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Bankinn gerir ráð fyrir 4,4% verðbólgu á þessu ári sem taki svo að hjaðna og samdrætti í atvinnuleysi. Spáð er áframhaldandi hækkunum á húsnæðismarkaði. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem er með yfirskriftina Flugtak eftir faraldur. Gert er ráð fyrir tæplega 1,3 miljónum ferðamanna á næsta ári og 1,5 milljónum árið 2023. Að sögn bankans má að mestu rekja hagvöxtinn á þessu ári til þróttmikils vaxtar innlendrar eftirspurnar eftir 6,5% samdrátt var á síðasta ári. Spáir greiningardeild bankans 3,0% hagvexti hér á landi árið 2023. Óvissa með þróun ferðaþjónustunnar Á næsta ári gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir að útflutningur aukist hröðum skrefum auk þess sem innlend eftirspurn vaxi áfram af nokkrum krafti. Veruleg óvissa er hins vegar sögð vera um upptaktinn í komum ferðamanna hingað til lands. Gæti fjöldi þeirra reynst á bilinu 560 til 700 þúsund á þessu ári og á bilinu 900 þúsund til 1,5 milljónir á því næsta miðað við fráviksspá bankans. Endurreisn íslenska hagkerfisins hvílir að stærstum hluta á herðum erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir samhliða þessu ríflega 10% útflutningsvexti á þessu ári sem er sögð skýrast af hreyfingum í ferðaþjónustu, útflutningi hugverka og fleiri þjónustuliðum. Að sama skapi er gert ráð fyrir að innflutningur vaxi um ríflega 11% í ár. Íbúðaverð haldi áfram að hækka Mikil hækkun hefur verið á íbúðaverði frá því að faraldurinn skall á og hækkaði raunverð íbúða um 3,5% í fyrra. Var það í takti við kaupmátt launa sem jókst um 3,4% á sama tíma. Á þessu ári hefur verð hækkað hraðar og á fyrstu átta mánuðum ársins hefur raunverð íbúða hækkað um 6,4%. Á fyrstu átta mánuðum ársins hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 10,5% að raunvirði en fjölbýlum 6,3%. Fram kemur í þjóðhagsspá Íslandsbanka að framboð hafi ekki haldið í við þá eftirspurn sem hafi myndast á íbúðamarkaðnum. Undanfarin ár hafi takturinn í framboði íbúða þó verið nokkuð góður en á síðasta ári kom metfjöldi af nýjum íbúðum inn á markaðinn samkvæmt gögnum Hagstofu. „Nú eru breyttar horfur í þeim efnum. Á fyrsta helmingi ársins dróst íbúðafjárfesting saman um 6,7% frá fyrra ári og útlit er fyrir áframhaldandi samdrátt í byggingu nýrra íbúða á árinu. Verði þetta raunin á framboð íbúða enn langt í land til að mæta eftirspurn sem nú ríkir.“ Metfjöldi íbúða kom inn á markaðinn í fyrra. Vísir/Vilhelm Telur Greining Íslandsbanka forsendur vera fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu misserum en taki að róast með hækkun stýrivaxta og auknu framboði á íbúðum. „Við spáum því að íbúðaverð hækki að nafnvirði um 11,9% á þessu ári, 6,9% árið 2022 og 3,4% árið 2023.“ Atvinnuleysi haldi áfram að minnka Atvinnuleysi jókst hratt vegna áhrifa heimsfaraldursins og mældist hæst 12,8% í janúar á þessu ári ef starfsfólk á hlutabótaleiðinni er talið með. Frá þeim tíma hefur atvinnuleysi farið minnkandi í hverjum mánuði og mældist skráð atvinnuleysi 5,5% nú í ágúst. Í þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 7,6% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári, 4,3% árið 2022 og 3,7% 2023. Það verði þá komið svipaðan stað og það var árið 2019 áður en faraldurinn skall á. Verðbólga mældist 4,3% í ágúst og hefur haldist óbreytt frá því í maí síðastliðnum. Hefur hún reynst þrálátari en greiningaraðilar reiknuðu með. „Við teljum að verðbólga verði áfram nokkuð yfir 4% fráviksmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á næstu mánuðum og muni mælast 4,4% í árslok. Verðbólga mun svo hjaðna hægt og rólega í byrjun næsta árs og verða við 2,5% markmið Seðlabankans á lokafjórðungi næsta árs. Við gerum ráð fyrir að verði að jafnaði 3,0% árið 2022 og 2,5% árið 2023.“ Greining Íslandsbanka telur að Seðlabankinn muni halda áfram að hækka stýrivexti.Stöð 2/Sigurjón Forsendur þess að spáin gangi eftir er styrking krónu á komandi fjórðungum þegar ferðamenn taka að streyma til landsins í auknum mæli. Á móti gæti verðbólguþrýstingur vegna launa og/eða íbúðaverðs reynst meiri en greiningardeild bankans áætlar. Í þjóðhagsspánni er því spáð að stýrivextir Seðlabankans verði komnir í 1,5% í árslok en þeir standa nú 1,25%. Í kjölfarið er gert ráð fyrir áframhaldandi hækkunarferli og telur bankinn að stýrivextirnir verði komnir í 3,5% á þriðja ársfjórðungi árið 2023.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira