Land vaxtanna Jón Steindór Valdimarsson skrifar 22. september 2021 17:00 Íslandsbanki gaf út nýja þjóðhagsspá í dag. Hann spáir meðal annars að stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs. Verðikomnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023. Spá bankans er hrollvekjandi sýn fyrir alla þá sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum. Það er nefnilega gríðarleg hækkun að vextir fari úr 1,25% í 3,5%. Sé gengið út frá því að meðallán sé 40 milljónir þá hækkar greiðslubyrðin um 900.000 krónur á ári. Það eru 75.000 krónur í hverjum mánuði. Hætt er við að flestum reynist erfitt að rísa undir þessari hækkun. Skuldari þarf að auka tekjur sínar um 125 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt til þess að geta staðið í skilum fyrir vaxtahækkunina eina og sér. Land tækfæranna bíður ekki þessa fólks. Nei, það er land vaxtanna ef ekki verður gripið til raunhæfra en róttækra lausna. Enn og aftur kemur í ljós að án breytinga verður íslenskur almenningur að greiða mun hærri vexti fyrir sín húsnæðislán en í þeim löndum sem nota evru eða hafa tengt gjaldmiðil sinn við evru. Viðreisn vill raunhæfa en róttæka lausn sem breytir þessu. Í stað þess að vextir og kostnaður heimilanna hækki þá mun hvoru tveggja lækka verulega. Viðreisn vill tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu. Reynsla annarra ríkja sýnir svart á hvítu að kostnaður vegna húsnæðislána og rekstrarkostnaður heimila mun lækka svo um munar. Við höfum sett fram dæmi um að kostnaður fjögurra manna fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán af rekstri heimilis myndi lækka um 72.000 krónur á mánuði. Við höfnum landi vaxtanna. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti í Reykjavík norður á lista Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Íslandsbanki gaf út nýja þjóðhagsspá í dag. Hann spáir meðal annars að stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs. Verðikomnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023. Spá bankans er hrollvekjandi sýn fyrir alla þá sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum. Það er nefnilega gríðarleg hækkun að vextir fari úr 1,25% í 3,5%. Sé gengið út frá því að meðallán sé 40 milljónir þá hækkar greiðslubyrðin um 900.000 krónur á ári. Það eru 75.000 krónur í hverjum mánuði. Hætt er við að flestum reynist erfitt að rísa undir þessari hækkun. Skuldari þarf að auka tekjur sínar um 125 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt til þess að geta staðið í skilum fyrir vaxtahækkunina eina og sér. Land tækfæranna bíður ekki þessa fólks. Nei, það er land vaxtanna ef ekki verður gripið til raunhæfra en róttækra lausna. Enn og aftur kemur í ljós að án breytinga verður íslenskur almenningur að greiða mun hærri vexti fyrir sín húsnæðislán en í þeim löndum sem nota evru eða hafa tengt gjaldmiðil sinn við evru. Viðreisn vill raunhæfa en róttæka lausn sem breytir þessu. Í stað þess að vextir og kostnaður heimilanna hækki þá mun hvoru tveggja lækka verulega. Viðreisn vill tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu. Reynsla annarra ríkja sýnir svart á hvítu að kostnaður vegna húsnæðislána og rekstrarkostnaður heimila mun lækka svo um munar. Við höfum sett fram dæmi um að kostnaður fjögurra manna fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán af rekstri heimilis myndi lækka um 72.000 krónur á mánuði. Við höfnum landi vaxtanna. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti í Reykjavík norður á lista Viðreisnar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar