Vinnum á undirmönnun heilbrigðiskerfisins Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 22. september 2021 17:30 Á Íslandi viljum við hafa jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Það felst í fleiru en að byggja og reka sjúkrahús og heilsugæslu. Það þarf líka að tryggja að þessar stofnanir hafi starfsfólk til að halda uppi heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu Ísland er þegar fyrir neðan meðaltal þjóða Efnahags- og framfarastofnunar (OECD), sé miðað við leiðréttar tölur sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lagt fram um fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga á hverja 1000 íbúa. Einnig hefur félagið bent á að 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur hættir eftir 5 ár í starfi. Það er ljóst að þegar uppi er staðið er of fáliðað starfslið ávísun á aukin útgjöld í formi yfirvinnu og aukinna veikinda af völdum álags og streitu auk þess að geta skapað hættu fyrir skjólstæðinga kerfisins. Það eru allir sammála um að mikið hefur mætt á hjúkrunarfræðingum í Covid-faraldrinum, við skipulagningu, umönnun og bólusetningu og hefur stéttin og aðrar heilbrigðisstéttir staðið þessa vakt með miklum sóma. Rétt er að líta til þess að hjúkrunarfræðingar starfa nú samkvæmt kjarasamningum sem eru niðurstaða gerðardóms, sem hjúkrunarfræðingar sjálfir voru mjög ósáttir við. Til að tryggja mönnun sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana til framtíðar er mikilvægt að vinna með markvissum hætti að því að ná sátt í samningum um starfsumhverfi og kjör stétta. Heilbrigðisstarfsfólk hefur frestað sumarfríum og jafnvel fæðingarorlofi til að vinna meðan faraldur geisar, en það er hætt við því að eftir að við erum komin fyrir vind hvað Covid varðar þá hafi margir fengið nóg. Því er nauðsynlegt að bregðast við og skapa sátt. Aðgerðir Bregðast þarf við brotthvarfi hjúkrunarfræðinga úr starfi og grípa til aðgerða til að hvetja hjúkrunarfræðinga og jafnvel aðrar heilbrigðisstéttir til að starfa áfram á sínu fagsviði. Covid tengdar álagsgreiðslur eru eitt en svo eru einnig atriði sem horfa til framtíðar eins og t.d. að ríkið greiði af námslánum þeirra meðan þau starfa hjá ríkinu að heilbrigðisþjónustu. En fyrst og fremst þarf að taka upp samtalið og semja við þessar stéttir, þannig að þær starfi eftir kjarasamningum sem eru niðurstaða samninga en ekki ákvarðana gerðardóms. Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Elsa Smáradóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi viljum við hafa jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Það felst í fleiru en að byggja og reka sjúkrahús og heilsugæslu. Það þarf líka að tryggja að þessar stofnanir hafi starfsfólk til að halda uppi heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu Ísland er þegar fyrir neðan meðaltal þjóða Efnahags- og framfarastofnunar (OECD), sé miðað við leiðréttar tölur sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lagt fram um fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga á hverja 1000 íbúa. Einnig hefur félagið bent á að 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur hættir eftir 5 ár í starfi. Það er ljóst að þegar uppi er staðið er of fáliðað starfslið ávísun á aukin útgjöld í formi yfirvinnu og aukinna veikinda af völdum álags og streitu auk þess að geta skapað hættu fyrir skjólstæðinga kerfisins. Það eru allir sammála um að mikið hefur mætt á hjúkrunarfræðingum í Covid-faraldrinum, við skipulagningu, umönnun og bólusetningu og hefur stéttin og aðrar heilbrigðisstéttir staðið þessa vakt með miklum sóma. Rétt er að líta til þess að hjúkrunarfræðingar starfa nú samkvæmt kjarasamningum sem eru niðurstaða gerðardóms, sem hjúkrunarfræðingar sjálfir voru mjög ósáttir við. Til að tryggja mönnun sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana til framtíðar er mikilvægt að vinna með markvissum hætti að því að ná sátt í samningum um starfsumhverfi og kjör stétta. Heilbrigðisstarfsfólk hefur frestað sumarfríum og jafnvel fæðingarorlofi til að vinna meðan faraldur geisar, en það er hætt við því að eftir að við erum komin fyrir vind hvað Covid varðar þá hafi margir fengið nóg. Því er nauðsynlegt að bregðast við og skapa sátt. Aðgerðir Bregðast þarf við brotthvarfi hjúkrunarfræðinga úr starfi og grípa til aðgerða til að hvetja hjúkrunarfræðinga og jafnvel aðrar heilbrigðisstéttir til að starfa áfram á sínu fagsviði. Covid tengdar álagsgreiðslur eru eitt en svo eru einnig atriði sem horfa til framtíðar eins og t.d. að ríkið greiði af námslánum þeirra meðan þau starfa hjá ríkinu að heilbrigðisþjónustu. En fyrst og fremst þarf að taka upp samtalið og semja við þessar stéttir, þannig að þær starfi eftir kjarasamningum sem eru niðurstaða samninga en ekki ákvarðana gerðardóms. Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun