Þrjár vikur í græna ljósið hjá Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttur sést hér í myndatöku fyrir nýju íþróttvörulínu sína og WIT Fitness. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er farin að telja niður í þá stund sem hún má fara að taka almennilega á því í lyftingarsalnum. Sara sagði frá því á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að nú séu aðeins þrjár vikur í að hún fái græna ljósið sem hún er að bíða eftir. Þetta græna ljós mun gefa henni leyfi til að fara að æfa ólympískar lyftingar af fullum krafti. Eftir það styttist í það að Sara mæti aftur til leiks eftir að hafa sigrast á mjög erfiðum hnémeiðslum. Sara sleit krossband í mars eða aðeins nokkrum dögum áður en tímabilið hófst. Meiðslin þýddu að hún fór á skurðarborðið í apríl og var ekkert með á 2021 tímabilinu. Sara segir að næstu vikurnar muni hún fara betur yfir hreyfingar sínar með lóðin til að fínpússa hluti og bæta sig áður en átökin byrja á ný. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með æfingum Söru í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara var ein af þeim tuttugu bestu CrossFit konum heims sem fékk boð um að taka þátt í CrossFit mótinu í Dúbaí í desember en þar hefur hún titil að verja síðan að mótið fór síðast fram árið 2019. Hvort Sara verði klár í slaginn í desember, átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð, verður að koma í ljós. Það tekur tíma og þolinmæði að komast aftur í hóp hraustustu CrossFit kvenna heims en Dúbaí mótið hefur alltaf verið ofarlega á vinsældalistanum hjá Söru. Það væri því gaman að sjá hana koma til baka á keppnisgólfið í jólamánuðinum. CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira
Sara sagði frá því á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að nú séu aðeins þrjár vikur í að hún fái græna ljósið sem hún er að bíða eftir. Þetta græna ljós mun gefa henni leyfi til að fara að æfa ólympískar lyftingar af fullum krafti. Eftir það styttist í það að Sara mæti aftur til leiks eftir að hafa sigrast á mjög erfiðum hnémeiðslum. Sara sleit krossband í mars eða aðeins nokkrum dögum áður en tímabilið hófst. Meiðslin þýddu að hún fór á skurðarborðið í apríl og var ekkert með á 2021 tímabilinu. Sara segir að næstu vikurnar muni hún fara betur yfir hreyfingar sínar með lóðin til að fínpússa hluti og bæta sig áður en átökin byrja á ný. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með æfingum Söru í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara var ein af þeim tuttugu bestu CrossFit konum heims sem fékk boð um að taka þátt í CrossFit mótinu í Dúbaí í desember en þar hefur hún titil að verja síðan að mótið fór síðast fram árið 2019. Hvort Sara verði klár í slaginn í desember, átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð, verður að koma í ljós. Það tekur tíma og þolinmæði að komast aftur í hóp hraustustu CrossFit kvenna heims en Dúbaí mótið hefur alltaf verið ofarlega á vinsældalistanum hjá Söru. Það væri því gaman að sjá hana koma til baka á keppnisgólfið í jólamánuðinum.
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira