Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. september 2021 10:00 Ásta Sigríður Fjeldsted. Vísir/Vilhelm Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég fæddist svokölluð A manneskja og hef eiginlega bara versnað með árunum. Ætli ég sé yfirleitt ekki sprottin á fætur fyrir sex.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Illu er best aflokið. Mér finnst eiginlega ekkert betra en að klára hreyfingu dagsins á þessum „ókristilega tíma“ eins og Bolli maðurinn minn orðar það. Það er bara svo gott að vera búin að öllu áður en liðið vaknar og ná mögulega smá friðarstund yfir góðum kaffibolla áður en lestin keyrir af stað.“ Uppáhalds, eða óvenjulegasta, sundlaugin? Við fjölskyldan erum fastagestir í Sundhöll Reykjavíkur. Mér finnst alltaf eins og ég sé að fara í sund á safni þegar við höldum þangað. Nýuppgerð og fín með dásamlega útiklefa sem við mæðgur elskum. Annars eru Hreppslaug og sundlaugin í Húsafelli líka í miklu uppáhaldi hjá okkur. Það er eitthvað við sund og sögulegar tengingar þeirra, minningar og annað. Svo verður líka bara allt einhvern veginn betra eftir sund.“ Ásta og fjölskylda eru fastagestir í Sundhöll Reykjavíkur sem Ásta segist alltaf upplifa eins og að fara í sund á safni. Hreppslaug og sundlaugin í Húsafelli eru líka í uppáhaldi hjá fjölskyldunni enda segir Ásta að það það verði bara einhvern veginn allt betra eftir sund. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefnum ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þau eru mörg spennandi verkefnin sem við í Krónunni erum að vinna að; allt frá því að efla enn frekar úrval ferskmetis og grænmetis í samstarfi við íslenska bændur og aðra spennandi birgja og þjónustuaðila sem og að auðvelda viðskiptavinum okkur lífið með nýjum tæknilausnum á borð við „Skannað og skundað“ en við hefjum þá vegferð í Krónunni Lindum í næstu viku þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að skanna inn vörur í gegnum Snjallverslun Krónunnar, með eigin síma, setja beint ofan í poka, greiða og ganga út. Þetta er algjör bylting á íslenskum dagvörumarkaði og viðskiptavinir okkar bíða mjög spenntir eftir að fá að prófa enda mun þetta einfalda innkaupaferðina töluvert og biðraðir heyra sögunni til.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að hafa fyrripart viku þyngri og þéttari en seinnihlutann. Föstudagar eiga að vera fundalausir þó svo það sé alls ekki ófrávíkjanleg regla. Þá daga vil ég helst verja sem mestum tíma í verslunum okkar, hitta og ræða við starfsfólkið sem stendur vaktina alla daga og er andlit Krónunnar, sem og viðskiptavini auðvitað. Mér finnst mjög gagnlegt að spjalla við fólk sem er að versla í Krónunni heyra þeirra sjónarmið og spyrja hvað sé að virka og hvað ekki. Mikilvægast er að muna hver ræður ferðinni. Þó að ég sé framkvæmdastjóri Krónunnar að þá er það viðskiptavinurinn sem er „aðalbossinn“ okkar í Krónunni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Hér áður gat ég bæði vakað á kvöldin og rifið mig upp snemma. Sá tími er liðinn. Þar sem ég vakna snemma að eðlisfari og mögulega enn fyrr nú en áður er ekki í boði annað, að minnsta kosti ekki marga daga í röð, en að fara að snemma að sofa. Þetta þýðir að afrekaskrá mín í sjónvarpsáhorfi er ekki upp á marga fiska enda er það umtalað í vinahópnum hvað ég sé illa að mér í sjónvarpsþáttum.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 18. september 2021 10:01 „Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01 „Þótti Helgu betra að láta mig svelta en hundinn“ Morgnarnir eru miklar gæðastundir hjá Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, en bestu stundirnar eru úti í náttúrunni. Hápunktur sumarsins var fjögurra daga ganga með kærustunni og hundinum, sem þó endaði þannig að sá síðastnefndi fékk nánast allan matinn. Ásgeir viðurkennir að það að skipan seðlabankastjóra sé tímabundin ráðning, mótar mikið hvernig hann nálgast starfið. 4. september 2021 10:00 Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01 Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég fæddist svokölluð A manneskja og hef eiginlega bara versnað með árunum. Ætli ég sé yfirleitt ekki sprottin á fætur fyrir sex.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Illu er best aflokið. Mér finnst eiginlega ekkert betra en að klára hreyfingu dagsins á þessum „ókristilega tíma“ eins og Bolli maðurinn minn orðar það. Það er bara svo gott að vera búin að öllu áður en liðið vaknar og ná mögulega smá friðarstund yfir góðum kaffibolla áður en lestin keyrir af stað.“ Uppáhalds, eða óvenjulegasta, sundlaugin? Við fjölskyldan erum fastagestir í Sundhöll Reykjavíkur. Mér finnst alltaf eins og ég sé að fara í sund á safni þegar við höldum þangað. Nýuppgerð og fín með dásamlega útiklefa sem við mæðgur elskum. Annars eru Hreppslaug og sundlaugin í Húsafelli líka í miklu uppáhaldi hjá okkur. Það er eitthvað við sund og sögulegar tengingar þeirra, minningar og annað. Svo verður líka bara allt einhvern veginn betra eftir sund.“ Ásta og fjölskylda eru fastagestir í Sundhöll Reykjavíkur sem Ásta segist alltaf upplifa eins og að fara í sund á safni. Hreppslaug og sundlaugin í Húsafelli eru líka í uppáhaldi hjá fjölskyldunni enda segir Ásta að það það verði bara einhvern veginn allt betra eftir sund. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefnum ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þau eru mörg spennandi verkefnin sem við í Krónunni erum að vinna að; allt frá því að efla enn frekar úrval ferskmetis og grænmetis í samstarfi við íslenska bændur og aðra spennandi birgja og þjónustuaðila sem og að auðvelda viðskiptavinum okkur lífið með nýjum tæknilausnum á borð við „Skannað og skundað“ en við hefjum þá vegferð í Krónunni Lindum í næstu viku þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að skanna inn vörur í gegnum Snjallverslun Krónunnar, með eigin síma, setja beint ofan í poka, greiða og ganga út. Þetta er algjör bylting á íslenskum dagvörumarkaði og viðskiptavinir okkar bíða mjög spenntir eftir að fá að prófa enda mun þetta einfalda innkaupaferðina töluvert og biðraðir heyra sögunni til.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að hafa fyrripart viku þyngri og þéttari en seinnihlutann. Föstudagar eiga að vera fundalausir þó svo það sé alls ekki ófrávíkjanleg regla. Þá daga vil ég helst verja sem mestum tíma í verslunum okkar, hitta og ræða við starfsfólkið sem stendur vaktina alla daga og er andlit Krónunnar, sem og viðskiptavini auðvitað. Mér finnst mjög gagnlegt að spjalla við fólk sem er að versla í Krónunni heyra þeirra sjónarmið og spyrja hvað sé að virka og hvað ekki. Mikilvægast er að muna hver ræður ferðinni. Þó að ég sé framkvæmdastjóri Krónunnar að þá er það viðskiptavinurinn sem er „aðalbossinn“ okkar í Krónunni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Hér áður gat ég bæði vakað á kvöldin og rifið mig upp snemma. Sá tími er liðinn. Þar sem ég vakna snemma að eðlisfari og mögulega enn fyrr nú en áður er ekki í boði annað, að minnsta kosti ekki marga daga í röð, en að fara að snemma að sofa. Þetta þýðir að afrekaskrá mín í sjónvarpsáhorfi er ekki upp á marga fiska enda er það umtalað í vinahópnum hvað ég sé illa að mér í sjónvarpsþáttum.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 18. september 2021 10:01 „Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01 „Þótti Helgu betra að láta mig svelta en hundinn“ Morgnarnir eru miklar gæðastundir hjá Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, en bestu stundirnar eru úti í náttúrunni. Hápunktur sumarsins var fjögurra daga ganga með kærustunni og hundinum, sem þó endaði þannig að sá síðastnefndi fékk nánast allan matinn. Ásgeir viðurkennir að það að skipan seðlabankastjóra sé tímabundin ráðning, mótar mikið hvernig hann nálgast starfið. 4. september 2021 10:00 Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01 Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 18. september 2021 10:01
„Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01
„Þótti Helgu betra að láta mig svelta en hundinn“ Morgnarnir eru miklar gæðastundir hjá Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, en bestu stundirnar eru úti í náttúrunni. Hápunktur sumarsins var fjögurra daga ganga með kærustunni og hundinum, sem þó endaði þannig að sá síðastnefndi fékk nánast allan matinn. Ásgeir viðurkennir að það að skipan seðlabankastjóra sé tímabundin ráðning, mótar mikið hvernig hann nálgast starfið. 4. september 2021 10:00
Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01
Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01