Reykvískar samgöngur - allir of seinir, alltaf! Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 24. september 2021 13:31 Ég tafðist í umferðinni í dag, ég hefði mætt á réttum tíma ef umferðin hefði ekki verið stopp, ég þurfti að sækja barnið á leikskóla og strætó var orðinn allt of seinn, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að komast í vinnuna og skutla börnunum fyrst, veikindi í fjölskyldunni hafa gert það að verkum að við erum öll of sein. Ég veit ekki hve mörg svona samtöl ég hef heyrt undanfarið. Vissulega brenna heilbrigðis-, skóla- og öldrunarmál á borgarbúum en samgöngumálin eru þó þeirra gerðar að enginn skilur hvernig hægt var að skapa þennan hnút sem rænir dýrmætum tíma frá öllum. Segja má að á síðustu tíu árum hafi núverandi meirihluta í Reykjavík tekist að gera þetta að einu stærsta vandamáli höfuðborgarbúa, svo mjög að hvar sem maður kemur má skynja ráðaleysi hjá fólki. Fólk skilur ekki hvaða stefna býr að baki og áttar sig ekki á þeim lausnum sem eru í boði. Fyrir tveimur árum var gerður samgöngusáttmáli milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar. Sá sáttmáli var bundinn ýmsum skilyrðum sem borgin hefur ekki efnt. Þannig er ljóst að meirihlutinn í Reykjavík fer sínu fram óháð því samkomulagi sem gert er. Valdstefna borgarstjórnarmeirihlutans Stefna borgarinnar er að breyta samgönguháttum borgarbúa með valdi, þannig er markvisst þrengt að einkabílnum um alla borg og hafa engar framkvæmdir sem geta liðkað fyrir umferð verið í á annan áratug. Þetta þýðir að tafartími þeirra sem ferðast um borgin lengist stöðugt og samsvarandi óþægindi eins og við sem erum núna að tala við kjósendur verðum var við. Það gerir enginn athugasemd við að styðja og efla fjölbreyttari samgöngur en valdbeiting borgarinnar er ómanneskjuleg framkvæmd sem kemur verulega niður á lífsgæðum fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þá er unnið að „stóru lausninni“, borgarlínunni. Framkvæmd sem reynslan segir okkur að mun kosta óheyrilega fjármuni og tæpast leysa nein vandamál sem öflugt strætisvagnakerfi getur ekki leyst. Það er orðið tímabært að borgaryfirvöld átti sig á því að þau eru á rangri leið eins við í Miðflokknum höfum bent á frá upphafi. Ef íbúar Reykjavíkur eiga að geta treyst á að skynsamar lausnir verði hafðar að leiðarljósi í Reykjavík mun atkvæði til Miðflokksins nýtast best. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég tafðist í umferðinni í dag, ég hefði mætt á réttum tíma ef umferðin hefði ekki verið stopp, ég þurfti að sækja barnið á leikskóla og strætó var orðinn allt of seinn, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að komast í vinnuna og skutla börnunum fyrst, veikindi í fjölskyldunni hafa gert það að verkum að við erum öll of sein. Ég veit ekki hve mörg svona samtöl ég hef heyrt undanfarið. Vissulega brenna heilbrigðis-, skóla- og öldrunarmál á borgarbúum en samgöngumálin eru þó þeirra gerðar að enginn skilur hvernig hægt var að skapa þennan hnút sem rænir dýrmætum tíma frá öllum. Segja má að á síðustu tíu árum hafi núverandi meirihluta í Reykjavík tekist að gera þetta að einu stærsta vandamáli höfuðborgarbúa, svo mjög að hvar sem maður kemur má skynja ráðaleysi hjá fólki. Fólk skilur ekki hvaða stefna býr að baki og áttar sig ekki á þeim lausnum sem eru í boði. Fyrir tveimur árum var gerður samgöngusáttmáli milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar. Sá sáttmáli var bundinn ýmsum skilyrðum sem borgin hefur ekki efnt. Þannig er ljóst að meirihlutinn í Reykjavík fer sínu fram óháð því samkomulagi sem gert er. Valdstefna borgarstjórnarmeirihlutans Stefna borgarinnar er að breyta samgönguháttum borgarbúa með valdi, þannig er markvisst þrengt að einkabílnum um alla borg og hafa engar framkvæmdir sem geta liðkað fyrir umferð verið í á annan áratug. Þetta þýðir að tafartími þeirra sem ferðast um borgin lengist stöðugt og samsvarandi óþægindi eins og við sem erum núna að tala við kjósendur verðum var við. Það gerir enginn athugasemd við að styðja og efla fjölbreyttari samgöngur en valdbeiting borgarinnar er ómanneskjuleg framkvæmd sem kemur verulega niður á lífsgæðum fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þá er unnið að „stóru lausninni“, borgarlínunni. Framkvæmd sem reynslan segir okkur að mun kosta óheyrilega fjármuni og tæpast leysa nein vandamál sem öflugt strætisvagnakerfi getur ekki leyst. Það er orðið tímabært að borgaryfirvöld átti sig á því að þau eru á rangri leið eins við í Miðflokknum höfum bent á frá upphafi. Ef íbúar Reykjavíkur eiga að geta treyst á að skynsamar lausnir verði hafðar að leiðarljósi í Reykjavík mun atkvæði til Miðflokksins nýtast best. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun