Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 27. september 2021 11:09 Karl Gauti Hjaltason segir ekki nóg að hlusta á fólk sem kom að kosningunni. Lögregla sé best til þess fallin að rannsaka málið. Vísir/Vilhelm Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. Þá hefur komið í ljós að kjörkassar voru ekki innsiglaðir að lokinni talningu. Karl Gauti náði kjöri sem þingmaður í Suðvesturkjördómi sem jöfnunarþingmaður. Eftir endurtalningu datt Karl Gauti út sem þingmaður í kjördæminu en Bergþór Ólason varð jöfnunarþingmaður í Norðvesturkjördæmi. Fleiri vendingar urðu á þingmönnum sem lesa má um nánar hér. Um leið breyttist kynjahlutfall á Alþingi úr 33 konum og 30 körlum, hlutfall sem vakið hafði heimsathygli, yfir í 33 karla og 30 konur. Hver hafði aðgang að atkvæðabunkunum? Karl Gauti segist aðallega undrandi á því hvernig vinnubrögð séu í gangi varðandi talningar. „Það er búið að gefa út lokatölur á öllu landinu um morguninn. Svo líða einhverjar klukkustundir og þá er tekin ákvörðun um að endurtelja í einu kjördæmi. Líklega að eigin frumkvæði ákveða þeir það. En þá þarf að upplýsa. Og síðan, það sem öllu máli skipti, er umbúnaður atkvæðabunkanna á meðan kjörstjórnin er ekki á staðnum. Svo virðist vera sem þeir hafi ekki verið innsiglaðir. Þá spyr maður sig að því hver hafði aðgang að þeim? Var hugsanlegt að einhver hafði aðgang að þeim? Þá eru þessir atkvæðabunkar alveg handónýtir, handónýtir.“ Frá Borgarnesi þar sem atkvæði Norðvesturkjördæmis eru talin.Vísir/Vilhelm Hann gruni ekki neinn um græsku en taka þurfi framkvæmdina til rannsóknar. Eftir endurtalningu kom í ljós að atkvæði Viðreisnar í Norðvesturkjördæminu höfðu verið oftalin um níu og atkvæði Miðflokks um fimm. Þá hefur frambjóðandi Pírata í kjördæminu sagt ósamræmi í fjölda ógildra og auðra atkvæða á milli fyrri talningar og endurtalningar. Eina gilda talningin sé sú fyrsta „Það breyttust allar tölur. Mig grunar ekki neitt. Ég vil bara að þetta verði upplýst. Ef atkvæðabunkarnir hafa legið þarna frammi og það er hugsanlegt að einhver hafi getað nálgast þá á meðan kjörstjórn var ekki á staðnum, þá eru þeir ónýtir. Þá er ekki hægt að endurtelja. Það er mjög mikilvægt fyrir lýðræðið að trúverðugleiki kosninga, hann verði ekki hægt að draga í efa.“ Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hana í gær. Almennt sagði hún þó að kosningalög væru skýr um þetta efni, og vísaði sérstaklega til lagagreinar þar sem segir að innsigla skuli alla notaða kjörseðla og geyma þar til Alþingi hefur úrskurðað um gildi kosninganna. Hann leggur áherslu á að hann gruni engan. „Ég segi bara, ef umbúnaður atkvæðaseðla er ekki með fullnægjandi hætti að minnsti möguleiki sé á að einhver gæti hugsanlega hafa átt við þá, þá eru þessir bunkar ónýtir. Þá er ekki hægt að telja þá. Þá er eina talningin þar sem kjörstjórn var viðstödd allan tímann, þá eru það einu tölurnar sem hægt er að standa á.“ Tekur því sem að höndum ber Hann ætli að sjálfsögðu að kæra málið til lögreglu. „Ég er að vinna að kæru til lögreglu til að atvikin verða upplýst. Það er ekki nóg að hlusta á eitthvað fólk lýsa því hvað gerðist. Lögregla er best til þess fallin að leiða í ljós sannleikann, hvað gerðist, hvernig umbúnaðurinn var, hverjir voru á staðnum eftir að kjörstjórn var farinn, hverjir höfðu aðgang. Er hugsanlegt að einhver hafi farið þarna inn?“ Aðspurður um framhaldið segist Karl Gauti vera búinn að fara í svo marga rússíbana að hann taki bara því sem að höndum ber. Formaðurinn segir ferlið hefðbundið í kjördæminu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, tjáði Vísi í gærkvöldi að kjörgögn hefðu ekki verið innsigluð um leið að talningu lauk. Kjörgögnin hafi verið geymd inni í læstum sal á hótelinu. „Þetta er bara alveg sama skipulag og hefur verið mjög lengi,“ segir hann. Þau hafi ekki verið innsigluð, það hafi aldrei verið gert. „Þau eru bara skilin eftir og læst inn í salinn. Svo förum við heim og hvílum okkur í smá tíma og förum aftur á staðinn. Þetta er bara vinnulag sem er búið að vera eins lengi og ég veit. Það er ekkert innsiglað, það er engin aðstaða til að innsigla þetta. Menn ganga ekkert alveg frá þessu. Auðvitað væri það hægt, það væri náttúrulega hægt að klára þetta en þá væru menn að bara fram á miðjan dag og væru þá kannski ekkert búnir að sofa í tvo sólarhringa.“ Ingi sagði þetta bara hafa tíðkast og væri venjubundið. „Já, já. Eins og ég segi, þetta hefur bara tíðkast og er bara venjubundið. Það hafa aldrei verið nein vandamál í sambandi við þetta.“ Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Fjórir flokkar hafa nú farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi Fjórir stjórnmálaflokkar hafa nú farið fram á endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi. Umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær. 27. september 2021 08:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Þá hefur komið í ljós að kjörkassar voru ekki innsiglaðir að lokinni talningu. Karl Gauti náði kjöri sem þingmaður í Suðvesturkjördómi sem jöfnunarþingmaður. Eftir endurtalningu datt Karl Gauti út sem þingmaður í kjördæminu en Bergþór Ólason varð jöfnunarþingmaður í Norðvesturkjördæmi. Fleiri vendingar urðu á þingmönnum sem lesa má um nánar hér. Um leið breyttist kynjahlutfall á Alþingi úr 33 konum og 30 körlum, hlutfall sem vakið hafði heimsathygli, yfir í 33 karla og 30 konur. Hver hafði aðgang að atkvæðabunkunum? Karl Gauti segist aðallega undrandi á því hvernig vinnubrögð séu í gangi varðandi talningar. „Það er búið að gefa út lokatölur á öllu landinu um morguninn. Svo líða einhverjar klukkustundir og þá er tekin ákvörðun um að endurtelja í einu kjördæmi. Líklega að eigin frumkvæði ákveða þeir það. En þá þarf að upplýsa. Og síðan, það sem öllu máli skipti, er umbúnaður atkvæðabunkanna á meðan kjörstjórnin er ekki á staðnum. Svo virðist vera sem þeir hafi ekki verið innsiglaðir. Þá spyr maður sig að því hver hafði aðgang að þeim? Var hugsanlegt að einhver hafði aðgang að þeim? Þá eru þessir atkvæðabunkar alveg handónýtir, handónýtir.“ Frá Borgarnesi þar sem atkvæði Norðvesturkjördæmis eru talin.Vísir/Vilhelm Hann gruni ekki neinn um græsku en taka þurfi framkvæmdina til rannsóknar. Eftir endurtalningu kom í ljós að atkvæði Viðreisnar í Norðvesturkjördæminu höfðu verið oftalin um níu og atkvæði Miðflokks um fimm. Þá hefur frambjóðandi Pírata í kjördæminu sagt ósamræmi í fjölda ógildra og auðra atkvæða á milli fyrri talningar og endurtalningar. Eina gilda talningin sé sú fyrsta „Það breyttust allar tölur. Mig grunar ekki neitt. Ég vil bara að þetta verði upplýst. Ef atkvæðabunkarnir hafa legið þarna frammi og það er hugsanlegt að einhver hafi getað nálgast þá á meðan kjörstjórn var ekki á staðnum, þá eru þeir ónýtir. Þá er ekki hægt að endurtelja. Það er mjög mikilvægt fyrir lýðræðið að trúverðugleiki kosninga, hann verði ekki hægt að draga í efa.“ Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hana í gær. Almennt sagði hún þó að kosningalög væru skýr um þetta efni, og vísaði sérstaklega til lagagreinar þar sem segir að innsigla skuli alla notaða kjörseðla og geyma þar til Alþingi hefur úrskurðað um gildi kosninganna. Hann leggur áherslu á að hann gruni engan. „Ég segi bara, ef umbúnaður atkvæðaseðla er ekki með fullnægjandi hætti að minnsti möguleiki sé á að einhver gæti hugsanlega hafa átt við þá, þá eru þessir bunkar ónýtir. Þá er ekki hægt að telja þá. Þá er eina talningin þar sem kjörstjórn var viðstödd allan tímann, þá eru það einu tölurnar sem hægt er að standa á.“ Tekur því sem að höndum ber Hann ætli að sjálfsögðu að kæra málið til lögreglu. „Ég er að vinna að kæru til lögreglu til að atvikin verða upplýst. Það er ekki nóg að hlusta á eitthvað fólk lýsa því hvað gerðist. Lögregla er best til þess fallin að leiða í ljós sannleikann, hvað gerðist, hvernig umbúnaðurinn var, hverjir voru á staðnum eftir að kjörstjórn var farinn, hverjir höfðu aðgang. Er hugsanlegt að einhver hafi farið þarna inn?“ Aðspurður um framhaldið segist Karl Gauti vera búinn að fara í svo marga rússíbana að hann taki bara því sem að höndum ber. Formaðurinn segir ferlið hefðbundið í kjördæminu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, tjáði Vísi í gærkvöldi að kjörgögn hefðu ekki verið innsigluð um leið að talningu lauk. Kjörgögnin hafi verið geymd inni í læstum sal á hótelinu. „Þetta er bara alveg sama skipulag og hefur verið mjög lengi,“ segir hann. Þau hafi ekki verið innsigluð, það hafi aldrei verið gert. „Þau eru bara skilin eftir og læst inn í salinn. Svo förum við heim og hvílum okkur í smá tíma og förum aftur á staðinn. Þetta er bara vinnulag sem er búið að vera eins lengi og ég veit. Það er ekkert innsiglað, það er engin aðstaða til að innsigla þetta. Menn ganga ekkert alveg frá þessu. Auðvitað væri það hægt, það væri náttúrulega hægt að klára þetta en þá væru menn að bara fram á miðjan dag og væru þá kannski ekkert búnir að sofa í tvo sólarhringa.“ Ingi sagði þetta bara hafa tíðkast og væri venjubundið. „Já, já. Eins og ég segi, þetta hefur bara tíðkast og er bara venjubundið. Það hafa aldrei verið nein vandamál í sambandi við þetta.“
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Fjórir flokkar hafa nú farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi Fjórir stjórnmálaflokkar hafa nú farið fram á endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi. Umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær. 27. september 2021 08:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26
Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23
Fjórir flokkar hafa nú farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi Fjórir stjórnmálaflokkar hafa nú farið fram á endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi. Umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær. 27. september 2021 08:47