Vinnur alltaf stóru sjónvarpsleikina: Þurfti bara 37 sekúndur í sigursóknina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 15:01 Aaron Rodgers var frábær á úrslitastundu í nótt. AP/Tony Avelar Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers höfðu ekki mikinn tíma til stefnu þegar þeir lentu undir á móti San Francisco 49ers í NFL-deildinni í nótt. Niðurstaðan var samt eins og í síðustu stóru sjónvarpsleikjum Packers, sigur. Green Bay Packers varð þar með fyrsta liðið til að vinna 49ers á leiktíðinni eftir 30-28 sigur. 49ers liðið hafði komið til baka í leiknum og komst yfir í 28-27 eftir snertimark frá Kyle Juszczyk. Green Bay komst í 17-0 og 24-14 en þarna leit út fyrir að Packers liðið væri að missa frá sér frábæra stöðu. The Green Bay Packers turned 37 seconds into a game-winning drive against the San Francisco 49ers — Sky Sports (@SkySports) September 27, 2021 Rodgers er frábær leikstjórnandi en að þessu sinni hafði hann bara 37 sekúndur og ekkert leikhlé til að fara upp allan völlinn. Rodgers fann útherjann Davante Adams tvisvar sinnum og setti upp vallarmark fyrir Mason Crosby. Crosby var traustur sem fyrr og skoraði af 51 jarda færi. Rodgers leit skelfilega út í fyrsta leik tímabilsins þar sem Green Bay liðið fékk stóran skell á móti New Orleans Saints 3-38. Síðan þá hefur liðið unnið tvo leiki í röð og báðir hafa þeir verið sýndir á besta tíma í bandarísku sjónvarpi. The Packers have now won Aaron Rodgers' last 9 primetime starts. That's tied for the 2nd-longest streak for a starting QB over the last 10 seasons. pic.twitter.com/pKne2b4ygV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 27, 2021 Nú er svo komið að Aaron Rodgers hefur unnið níu kvöldleiki í röð en einn stór sjónvarpsleikur fer fram á sunnudags- og mánudagskvöldi. Þá er athygli mest og enginn annar NFL-leikur í gangi. Það virðist henta Rodgers mjög vel. Það má heldur aldrei afskrifa kappann þótt það sé ekki mikill tími eftir á klukkunni. Það sýndi hann enn á ný í nótt. .@AaronRodgers12's reaction is everything.#GoPackGo | @Packers pic.twitter.com/AHY43658tJ— NFL (@NFL) September 27, 2021 NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira
Green Bay Packers varð þar með fyrsta liðið til að vinna 49ers á leiktíðinni eftir 30-28 sigur. 49ers liðið hafði komið til baka í leiknum og komst yfir í 28-27 eftir snertimark frá Kyle Juszczyk. Green Bay komst í 17-0 og 24-14 en þarna leit út fyrir að Packers liðið væri að missa frá sér frábæra stöðu. The Green Bay Packers turned 37 seconds into a game-winning drive against the San Francisco 49ers — Sky Sports (@SkySports) September 27, 2021 Rodgers er frábær leikstjórnandi en að þessu sinni hafði hann bara 37 sekúndur og ekkert leikhlé til að fara upp allan völlinn. Rodgers fann útherjann Davante Adams tvisvar sinnum og setti upp vallarmark fyrir Mason Crosby. Crosby var traustur sem fyrr og skoraði af 51 jarda færi. Rodgers leit skelfilega út í fyrsta leik tímabilsins þar sem Green Bay liðið fékk stóran skell á móti New Orleans Saints 3-38. Síðan þá hefur liðið unnið tvo leiki í röð og báðir hafa þeir verið sýndir á besta tíma í bandarísku sjónvarpi. The Packers have now won Aaron Rodgers' last 9 primetime starts. That's tied for the 2nd-longest streak for a starting QB over the last 10 seasons. pic.twitter.com/pKne2b4ygV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 27, 2021 Nú er svo komið að Aaron Rodgers hefur unnið níu kvöldleiki í röð en einn stór sjónvarpsleikur fer fram á sunnudags- og mánudagskvöldi. Þá er athygli mest og enginn annar NFL-leikur í gangi. Það virðist henta Rodgers mjög vel. Það má heldur aldrei afskrifa kappann þótt það sé ekki mikill tími eftir á klukkunni. Það sýndi hann enn á ný í nótt. .@AaronRodgers12's reaction is everything.#GoPackGo | @Packers pic.twitter.com/AHY43658tJ— NFL (@NFL) September 27, 2021
NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira