Usain Bolt þakkaði Ferguson fyrir að fá Ronaldo aftur til United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2021 10:31 Usain Bolt og Sir Alex Ferguson í góðum gír á æfingasvæði Manchester United fyrir nokkuð mörgum árum. getty/Matthew Peters Fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, var í stúkunni á Old Trafford í gær og sá sína menn í Manchester United vinna dramatískan sigur á Villarreal, 2-1, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn þakkaði hann Sir Alex Ferguson fyrir að fá manninn sem skoraði sigurmarkið, Cristiano Ronaldo, aftur til félagsins. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo sigurmark United eftir sendingu frá varamanninum Jesse Lingard. Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum eftir að hann kom aftur til United í haust. Bolt fagnaði markinu vel og innilega og eftir leikinn ræddi hann við Ferguson og þakkaði honum fyrir hans þátt í að fá Ronaldo aftur til United. „Ronaldo hjálpaði til við að byggja félagið upp og það var dásamlegt þegar hann var hér. Svo ég er ánægður með endurkomu hans,“ sagði Bolt eftir leikinn. „Ég sá Alex Ferguson og þakkaði honum fyrir að fá Ronaldo aftur. Ég er glaður. Ég hef ekki komið á Old Trafford í dágóðan tíma svo ég var bara glaður að vera í stúkunni með öllum og horfa á leikinn.“ Ferguson átti sinn þátt í að Ronaldo ákvað að koma aftur til United eftir ellefu ára fjarveru. Og eftir að Portúgalinn samdi við félagið skrifaði hann á samfélagsmiðla: „Sir Alex, þetta er fyrir þig.“ United er í 3. sæti F-riðils Meistaradeildarinnar með þrjú stig eftir tvo leiki. Næsti leikur liðsins í keppninni er gegn Atalanta á Old Trafford 20. október. Næsti leikur United, sem er jafnframt sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Everton á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31 Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16 Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Sjá meira
Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo sigurmark United eftir sendingu frá varamanninum Jesse Lingard. Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum eftir að hann kom aftur til United í haust. Bolt fagnaði markinu vel og innilega og eftir leikinn ræddi hann við Ferguson og þakkaði honum fyrir hans þátt í að fá Ronaldo aftur til United. „Ronaldo hjálpaði til við að byggja félagið upp og það var dásamlegt þegar hann var hér. Svo ég er ánægður með endurkomu hans,“ sagði Bolt eftir leikinn. „Ég sá Alex Ferguson og þakkaði honum fyrir að fá Ronaldo aftur. Ég er glaður. Ég hef ekki komið á Old Trafford í dágóðan tíma svo ég var bara glaður að vera í stúkunni með öllum og horfa á leikinn.“ Ferguson átti sinn þátt í að Ronaldo ákvað að koma aftur til United eftir ellefu ára fjarveru. Og eftir að Portúgalinn samdi við félagið skrifaði hann á samfélagsmiðla: „Sir Alex, þetta er fyrir þig.“ United er í 3. sæti F-riðils Meistaradeildarinnar með þrjú stig eftir tvo leiki. Næsti leikur liðsins í keppninni er gegn Atalanta á Old Trafford 20. október. Næsti leikur United, sem er jafnframt sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Everton á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31 Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16 Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Sjá meira
Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31
Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16
Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51