Pele kominn heim eftir krabbameinsaðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 07:00 Pele er einn frægasti og farsælasti knattspyrnumaður sögunnar. EPA-EFE/IAN LANGSDON Brasilíska goðsögnin Pele fékk að yfirgefa sjúkrahúsið í gær þar sem hann hefur verið í næstum því einn mánuð. Pele þurfti að láta fjarlægja æxli í ristli en hinn áttræði Pele fór í aðgerðina á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo 4. september síðastliðinn. Punching the air : Pelé leaves hospital to undergo chemotherapy https://t.co/wxdSoqs5yX— The Guardian (@guardian) October 1, 2021 Pele er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur orðið þrisvar sinnum heimsmeistari en hann skorað í tveimur úrslitaleikjum þar af tvö mörk þegar hann var aðeins sautján ára og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Pele yfirgaf gjörgæsluna eftir tíu daga frá aðgerðinni en þurfti að leggjast aftur inn sem var þá lýst sem forvarnarráðstöfun. „Ég er svo ánægður að vera kominn aftur heim,“ skrifaði Pele í yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni. „Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á Albert Einstein sjúkrahúsinu sem gerði dvöl mína svo þægilega með mannlegum og ástúðlegum móttökum. Þið eigið einnig þakkir skyldar sem fullkomnið líf mitt með öllum þessum ástarkveðjum,“ skrifaði Pele. Brazilian football legend Pele has been discharged from hospital after receiving treatment for nearly a month — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2021 Pele þarf að gangast undir lyfjameðferð en æxlið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun 31. ágúst síðastliðinn. Fólk hefur haft áhyggjur af heilsu Pele síðustu ár og þetta var í þriðja sinn frá árinu 2015 sem hann endar inn á spítala. Fyrst var það vegna aðgerðar á blöðruhálskirtli 2015 og svo vegna þvagfærasýkingar árið 2019. Pele er markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi með 77 mörk í 92 leikjum og er einn af fjórum sem hafa náð að skora í fjórum mismunandi heimsmeistarakeppnum. Brazil soccer legend Pele leaves hospital, undergoing chemotherapy https://t.co/jLhVbv6us8 pic.twitter.com/96OkdSyt1u— Reuters (@Reuters) September 30, 2021 Fótbolti Brasilía Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira
Pele þurfti að láta fjarlægja æxli í ristli en hinn áttræði Pele fór í aðgerðina á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo 4. september síðastliðinn. Punching the air : Pelé leaves hospital to undergo chemotherapy https://t.co/wxdSoqs5yX— The Guardian (@guardian) October 1, 2021 Pele er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur orðið þrisvar sinnum heimsmeistari en hann skorað í tveimur úrslitaleikjum þar af tvö mörk þegar hann var aðeins sautján ára og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Pele yfirgaf gjörgæsluna eftir tíu daga frá aðgerðinni en þurfti að leggjast aftur inn sem var þá lýst sem forvarnarráðstöfun. „Ég er svo ánægður að vera kominn aftur heim,“ skrifaði Pele í yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni. „Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á Albert Einstein sjúkrahúsinu sem gerði dvöl mína svo þægilega með mannlegum og ástúðlegum móttökum. Þið eigið einnig þakkir skyldar sem fullkomnið líf mitt með öllum þessum ástarkveðjum,“ skrifaði Pele. Brazilian football legend Pele has been discharged from hospital after receiving treatment for nearly a month — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2021 Pele þarf að gangast undir lyfjameðferð en æxlið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun 31. ágúst síðastliðinn. Fólk hefur haft áhyggjur af heilsu Pele síðustu ár og þetta var í þriðja sinn frá árinu 2015 sem hann endar inn á spítala. Fyrst var það vegna aðgerðar á blöðruhálskirtli 2015 og svo vegna þvagfærasýkingar árið 2019. Pele er markahæsti landsliðsmaður Brasilíu frá upphafi með 77 mörk í 92 leikjum og er einn af fjórum sem hafa náð að skora í fjórum mismunandi heimsmeistarakeppnum. Brazil soccer legend Pele leaves hospital, undergoing chemotherapy https://t.co/jLhVbv6us8 pic.twitter.com/96OkdSyt1u— Reuters (@Reuters) September 30, 2021
Fótbolti Brasilía Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira