Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Árni Sæberg skrifa 1. október 2021 22:36 Mikil skjálftavirkni hefur verið við Keili síðustu daga Vísir/Vilhelm Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. Skjálftarnir eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins við Geldingadali. Af þeim tvö þúsund skjálftum sem mælst hafa, hafa sex þeirra verið yfir þremur að stærð. Skjálftavirknin virðist vera áþekk því sem sást fyrir aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu. Öflugasti skjálfti hrinunnar varð í hádeginu í dag, um 3,8 að stærð. Hann fannst víða í höfuðborginni en ekki eins vel í Reykjanesbæ, þrátt fyrir að upptök hans hafi verið þar skammt frá. Íbúar Voga skuli vera tilbúnir í rýmingar „Það sem hefur kannski reynst manni best við allar þessar aðstæður og lærdómurinn sem maður hefur dregið af þessu þessa mánuði sem eru liðnir og rúm ár frá því að þetta byrjaði allt, það er bara að viðhafa æðruleysi fyrst og fremst og vera bara einhvern veginn tilbúinn í að takast á við það þegar og ef það gerist,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þá votti vissulega fyrir einhverjum áhyggjum en að íbúar séu vel upplýstir um hvernig bregðast eigi við ef eldgos hefst. Þannig hafa allir íbúar fengið í hendurnar tvo borða í rauðum og hvítum lit sem ber að nota ef grípa þarf til rýmingar. „Þá hengir fólk annan borðann á húninn hjá sér sem segir þá við erum búin að rýma, ef hinn liturinn er á þá þýðir það að við erum hér enn þá og okkur vantar aðstoð,“ segir Ásgeir um borðakerfið. Flestir íbúar Voga, sem Stöð 2 ræddi við í dag, sögðust hafa fundið fyrir skjálftum síðustu daga. Þó virðast þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Eldgos og jarðhræringar Vogar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Skjálftarnir eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins við Geldingadali. Af þeim tvö þúsund skjálftum sem mælst hafa, hafa sex þeirra verið yfir þremur að stærð. Skjálftavirknin virðist vera áþekk því sem sást fyrir aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu. Öflugasti skjálfti hrinunnar varð í hádeginu í dag, um 3,8 að stærð. Hann fannst víða í höfuðborginni en ekki eins vel í Reykjanesbæ, þrátt fyrir að upptök hans hafi verið þar skammt frá. Íbúar Voga skuli vera tilbúnir í rýmingar „Það sem hefur kannski reynst manni best við allar þessar aðstæður og lærdómurinn sem maður hefur dregið af þessu þessa mánuði sem eru liðnir og rúm ár frá því að þetta byrjaði allt, það er bara að viðhafa æðruleysi fyrst og fremst og vera bara einhvern veginn tilbúinn í að takast á við það þegar og ef það gerist,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þá votti vissulega fyrir einhverjum áhyggjum en að íbúar séu vel upplýstir um hvernig bregðast eigi við ef eldgos hefst. Þannig hafa allir íbúar fengið í hendurnar tvo borða í rauðum og hvítum lit sem ber að nota ef grípa þarf til rýmingar. „Þá hengir fólk annan borðann á húninn hjá sér sem segir þá við erum búin að rýma, ef hinn liturinn er á þá þýðir það að við erum hér enn þá og okkur vantar aðstoð,“ segir Ásgeir um borðakerfið. Flestir íbúar Voga, sem Stöð 2 ræddi við í dag, sögðust hafa fundið fyrir skjálftum síðustu daga. Þó virðast þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála.
Eldgos og jarðhræringar Vogar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira