„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2021 14:35 Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður KSÍ. Vísir/hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. „Mig langar að byrja á því að þakka fráfarandi stjórn og formanni kærlega fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar og þar með okkar allra, sagði Vanda í upphafi ræðu sinnar á aukaþingi KSÍ. „Með þeim fer mikil reynsla og við vorum að reikna þetta út og við vorum komin upp í hundruð af árum." „Það verður sannarlega áskorun að fylla þeirra skörð. Þá vil ég þakka starfsfólki KSÍ, sem starfar öturlega að framgangi knattspyrnunnar jafnvel í gegnum öldusjó eins og þann sem hefur verið undanfarið. Þessir aðilar eiga allt okkar hrós skilið." Segir samstöðu mikilvæga á erfiðum tímum Vanda segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem knattspyrnuhreyfingin er að ganga í gegnum, og að þá sé mikilvægt að staanda saman. „Þrátt fyrir allt þetta góða í hreyfingunni þá verðum við að horfast í augu við að við erum að ganga í erfiða tíma og þá er mjög mikilvægt að við stöndum saman. Framundan eru óumflýjanlegar breytingar og ég mun gera mitt allra besta til að leiða hreyfinguna áfram í gegnum þessa umbrotatíma og ég er viss um að saman mun okkur takast það." Hún bætti við að um leið og að unnið sé að afrekum eigi íþróttahreyfingin að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn. „Íþróttahreyfingin á nefninlega að vera fyrir alla. Hún á að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn og undirbúa fyrir lífið. Við erum uppeldishreyfing um leið og við erum að vinna að afrekum." Vanda endaði ræðu sína á að skora á þá sem hafa efasemdir um hana, að gefa sér séns. „Ef að þið eruð með einhverjar efasemdir um mig þá skora ég á ykkur að gefa mér séns. Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi," sagði Vanda að lokum. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. 2. október 2021 12:09 Vanda Sigurgeirsdóttir mætt á aukaþing KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, verðandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er mætt á aukaþing sambandsins. 2. október 2021 11:07 Niðurstöður kosninga á aukaþingi KSÍ liggja fyrir Aukaþing Knattspyrnusamband Íslands fór fram í dag og Vísir fylgdist með gangi mála. 2. október 2021 10:46 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
„Mig langar að byrja á því að þakka fráfarandi stjórn og formanni kærlega fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar og þar með okkar allra, sagði Vanda í upphafi ræðu sinnar á aukaþingi KSÍ. „Með þeim fer mikil reynsla og við vorum að reikna þetta út og við vorum komin upp í hundruð af árum." „Það verður sannarlega áskorun að fylla þeirra skörð. Þá vil ég þakka starfsfólki KSÍ, sem starfar öturlega að framgangi knattspyrnunnar jafnvel í gegnum öldusjó eins og þann sem hefur verið undanfarið. Þessir aðilar eiga allt okkar hrós skilið." Segir samstöðu mikilvæga á erfiðum tímum Vanda segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem knattspyrnuhreyfingin er að ganga í gegnum, og að þá sé mikilvægt að staanda saman. „Þrátt fyrir allt þetta góða í hreyfingunni þá verðum við að horfast í augu við að við erum að ganga í erfiða tíma og þá er mjög mikilvægt að við stöndum saman. Framundan eru óumflýjanlegar breytingar og ég mun gera mitt allra besta til að leiða hreyfinguna áfram í gegnum þessa umbrotatíma og ég er viss um að saman mun okkur takast það." Hún bætti við að um leið og að unnið sé að afrekum eigi íþróttahreyfingin að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn. „Íþróttahreyfingin á nefninlega að vera fyrir alla. Hún á að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn og undirbúa fyrir lífið. Við erum uppeldishreyfing um leið og við erum að vinna að afrekum." Vanda endaði ræðu sína á að skora á þá sem hafa efasemdir um hana, að gefa sér séns. „Ef að þið eruð með einhverjar efasemdir um mig þá skora ég á ykkur að gefa mér séns. Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi," sagði Vanda að lokum.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. 2. október 2021 12:09 Vanda Sigurgeirsdóttir mætt á aukaþing KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, verðandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er mætt á aukaþing sambandsins. 2. október 2021 11:07 Niðurstöður kosninga á aukaþingi KSÍ liggja fyrir Aukaþing Knattspyrnusamband Íslands fór fram í dag og Vísir fylgdist með gangi mála. 2. október 2021 10:46 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. 2. október 2021 12:09
Vanda Sigurgeirsdóttir mætt á aukaþing KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, verðandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er mætt á aukaþing sambandsins. 2. október 2021 11:07
Niðurstöður kosninga á aukaþingi KSÍ liggja fyrir Aukaþing Knattspyrnusamband Íslands fór fram í dag og Vísir fylgdist með gangi mála. 2. október 2021 10:46