Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 18:52 Undirbúningsnefnd kom saman í dag á fyrsta fundi sínum eftir kosningar. vísir/egill Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. Ágreiningsefni sem hafa komið upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi eru nú formlega komin í hendur undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag valinn formaður hennar en hann hefur áður sinnt því hlutverki. Þá voru helstu verkefni kjörbréfanefndar að fara yfir ágreiningsseðla. „En þarna er um að ræða kærumál sem varða stærri atriði en við höfum verið að fást við áður,“ sagði Birgir við fréttastofu að fundinum loknum en nefndinni hafa þegar borist þrjár kærur vegna kosninganna. „Þannig að við þurfum svolítið að vanda okkur hvernig við förum í málið.“ Ekki útilokað að upp komi ágreiningur í nefndinni Birgir bendir á að nefndin verði að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar og þeirra laga sem eru í gildi. Birgir Ármannsson (hægri) var valinn forseti kjörbréfanefndar á fyrsta fundi hennar í dag.vísir/vilhelm Gjarnan myndast skýrar línur milli stjórnarmeirihluta og minnihluta í nefndum þingsins. Eigum við von á að sjá breiðari sátt í þessu máli? „Ég vona það. Auðvitað er ekki útilokað að það geti, þegar fram líða stundir, verið skiptar skoðanir um einstök mál sem upp koma þarna,“ segir Birgir. Vilja hafa sem flesta fundi opna En verða fundir nefndarinnar opnir eins og margir hafa kallað eftir? „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast.“ Nefndin kemur aftur saman á miðvikudaginn. Sá fundur verður þó ekki opinn. „Á meðan við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess, að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem af einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Ágreiningsefni sem hafa komið upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi eru nú formlega komin í hendur undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag valinn formaður hennar en hann hefur áður sinnt því hlutverki. Þá voru helstu verkefni kjörbréfanefndar að fara yfir ágreiningsseðla. „En þarna er um að ræða kærumál sem varða stærri atriði en við höfum verið að fást við áður,“ sagði Birgir við fréttastofu að fundinum loknum en nefndinni hafa þegar borist þrjár kærur vegna kosninganna. „Þannig að við þurfum svolítið að vanda okkur hvernig við förum í málið.“ Ekki útilokað að upp komi ágreiningur í nefndinni Birgir bendir á að nefndin verði að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar og þeirra laga sem eru í gildi. Birgir Ármannsson (hægri) var valinn forseti kjörbréfanefndar á fyrsta fundi hennar í dag.vísir/vilhelm Gjarnan myndast skýrar línur milli stjórnarmeirihluta og minnihluta í nefndum þingsins. Eigum við von á að sjá breiðari sátt í þessu máli? „Ég vona það. Auðvitað er ekki útilokað að það geti, þegar fram líða stundir, verið skiptar skoðanir um einstök mál sem upp koma þarna,“ segir Birgir. Vilja hafa sem flesta fundi opna En verða fundir nefndarinnar opnir eins og margir hafa kallað eftir? „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast.“ Nefndin kemur aftur saman á miðvikudaginn. Sá fundur verður þó ekki opinn. „Á meðan við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess, að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem af einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira