Alltaf til staðar Ragnar Þór Pétursson og Anna María Gunnarsdóttir skrifa 5. október 2021 14:00 Pistill í tilefni af alþjóðadegi kennara „Starf [kennara] er að vekja alt, sem í barnahug er bundið, og leiða það í spor þau, er liggja börnum til gleði og farsældar og þjóð allri til þrifa.“ Aðfararorð þessa pistils birtust í Skólablaðinu árið 1907. Höfundur þeirra hefur líklega verið Helgi Valtýsson. Hér birtist furðu nútímalegt viðhorf til hlutverks kennara. Þeir skulu draga fram hæfileika barna svo þau geti orðið sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Hverjum tíma fylgja sínar áskoranir. Þó má hlutverk kennarans nánast kallast sígilt og allra tíma. Viðfangsefni koma og fara; umhverfið breytist – en kjarni góðrar kennslu og undirstaða góðs náms er á hverjum tíma sú að draga fram þá þætti í fari barna sem geri þeim kleift að lifa farsælu og gleðiríku lífi. Fimmti október er alþjóðadagur kennara um heim allan. Að þessu sinni er yfirskriftin „Alltaf til staðar.“ Er þar auðvitað verið að vísa til þess að kennarar standi sína vakt þótt á móti blási. Þeir eru ekki síður verndarar barna en fræðarar. Tilvísunin er þó víðtækari. Að vera til staðar merkir einnig að kennarar láta samfélagið sig varða. Þeir búa yfir reynslu og þekkingu og gera kröfur á samfélag sitt og stjórnvöld. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert erfiða stöðu erfiðari. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið mjög ólík á heimsvísu. Sótt er að lýðræði og vísindum. Kennarastarfið er, nánast á heimsvísu, illa launað álagsstarf. Sótt er að ráðningarsambandinu og réttindum launafólks og stórfyrirtæki sem selja vilja vörur á markaði hafa lagt undir sig menntakerfi sumra fátækustu landa heims í nafni framfara. Til að menntun barna geti orðið þeim til gleði og farsældar þarf þjóðlífið að þrífast vel. Nauðsynlegt er að heilbrigt, mannlegt og gott samfélag taki við að námi loknu. Slíkt samfélag þarf að byggja á siðferðilegum og félagslegum grunngildum. Við óskum kennurum til hamingju með daginn og samfélaginu til hamingju með kennara! Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍAnna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Anna María Gunnarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Pistill í tilefni af alþjóðadegi kennara „Starf [kennara] er að vekja alt, sem í barnahug er bundið, og leiða það í spor þau, er liggja börnum til gleði og farsældar og þjóð allri til þrifa.“ Aðfararorð þessa pistils birtust í Skólablaðinu árið 1907. Höfundur þeirra hefur líklega verið Helgi Valtýsson. Hér birtist furðu nútímalegt viðhorf til hlutverks kennara. Þeir skulu draga fram hæfileika barna svo þau geti orðið sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Hverjum tíma fylgja sínar áskoranir. Þó má hlutverk kennarans nánast kallast sígilt og allra tíma. Viðfangsefni koma og fara; umhverfið breytist – en kjarni góðrar kennslu og undirstaða góðs náms er á hverjum tíma sú að draga fram þá þætti í fari barna sem geri þeim kleift að lifa farsælu og gleðiríku lífi. Fimmti október er alþjóðadagur kennara um heim allan. Að þessu sinni er yfirskriftin „Alltaf til staðar.“ Er þar auðvitað verið að vísa til þess að kennarar standi sína vakt þótt á móti blási. Þeir eru ekki síður verndarar barna en fræðarar. Tilvísunin er þó víðtækari. Að vera til staðar merkir einnig að kennarar láta samfélagið sig varða. Þeir búa yfir reynslu og þekkingu og gera kröfur á samfélag sitt og stjórnvöld. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert erfiða stöðu erfiðari. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið mjög ólík á heimsvísu. Sótt er að lýðræði og vísindum. Kennarastarfið er, nánast á heimsvísu, illa launað álagsstarf. Sótt er að ráðningarsambandinu og réttindum launafólks og stórfyrirtæki sem selja vilja vörur á markaði hafa lagt undir sig menntakerfi sumra fátækustu landa heims í nafni framfara. Til að menntun barna geti orðið þeim til gleði og farsældar þarf þjóðlífið að þrífast vel. Nauðsynlegt er að heilbrigt, mannlegt og gott samfélag taki við að námi loknu. Slíkt samfélag þarf að byggja á siðferðilegum og félagslegum grunngildum. Við óskum kennurum til hamingju með daginn og samfélaginu til hamingju með kennara! Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍAnna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar