Síðasti leikur þjálfarans verður sá stærsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 10:30 Vilhjálmur Kári Haraldsson á æfingu með Breiðabliksliðinu á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Kári Haraldsson er í sérstakri stöðu í kvöld. Hann er að stýra Blikaliðinu í síðasta skiptið en um leið er liðið að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Blikarkonur urðu bikarmeistarar á dögunum og urðu í öðru sæti í Pepsi Max deildinni þrátt fyrir að flest mörk í deildinni. Í kvöld er komið að leik á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain á Kópavogsvellinum. Vilhjálmur Kári hefur ákveðið að hætta með liðið og Ásmundur tekur við. Vilhjálmur ákvað að stjórna liðinu í síðasta sinn þegar það tekur þetta stóra skref í Smáranum í kvöld. „Þetta er svona stærsti leikur sem nokkur íslenskur þjálfari hefur stýrt. Þetta er mjög spennandi og stórt verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Andstæðingarnir í Paris Saint Germain er gríðarlega sterkir. „Þetta er eitt af bestu liðum Evrópu og þær hafa verið að bæta sig. Lið sem vinnur Lyon sem var búið að ráða frönsku deildinni og Meistaradeildinni undanfarin ár. Það hlýtur að vera mikið í það lið spunnið. Þetta verður erfiður leikur,“ sagði Vilhjálmur en hvernig ætlar hann að nálgast leikinn. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Kára fyrir PSG leik „Eins og við höfum gert í allt sumar. Við höfum alltaf reynt að nálgast leikina út frá okkar styrkleikum. Mér finnst það skipta ótrúlega miklu máli. Auðvitað kynnum við okkur leikstílinn þeirra og slíkt. Við munum auðvitað aðeins aðlaga okkur að þeirra leikstíl. Við munum ekki vera alveg jafn hátt á vellinum að pressa eins og við erum vön. Við munum samt pressa inn á milli og gera okkar besta,“ sagði Vilhjálmur. „Við munum nýta okkar styrkleika sem eru frábært kantspil, fyrirgjafir og virkilega góð hlaup inn í teiginn. Við höfum verið að skora fullt fullt af mörkum. Maður veit aldrei, kannski smellur þetta allt á morgun (í dag),“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik spilaði við Paris Saint Germain fyrir tveimur árum en er þetta PSG betra í dag en það lið var? „Ég held að þetta sé að mörgu leyti svipað. Kannski einhverjir leikmenn betri og einhverjir síðri. Þetta verður bara gríðarlega erfiður leikur en það skiptir miklu máli að við erum með fimm leikmenn sem spiluðu leikina síðast. Það munar miklu í þessum undirbúningi og í þessum leikjum að vera með leikmenn sem þekkja það að spila við svona stórt lið,“ sagði Vilhjálmur. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Vilhjálm hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir þetta síðasta tímabil sitt. Breiðablik Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Blikarkonur urðu bikarmeistarar á dögunum og urðu í öðru sæti í Pepsi Max deildinni þrátt fyrir að flest mörk í deildinni. Í kvöld er komið að leik á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain á Kópavogsvellinum. Vilhjálmur Kári hefur ákveðið að hætta með liðið og Ásmundur tekur við. Vilhjálmur ákvað að stjórna liðinu í síðasta sinn þegar það tekur þetta stóra skref í Smáranum í kvöld. „Þetta er svona stærsti leikur sem nokkur íslenskur þjálfari hefur stýrt. Þetta er mjög spennandi og stórt verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Andstæðingarnir í Paris Saint Germain er gríðarlega sterkir. „Þetta er eitt af bestu liðum Evrópu og þær hafa verið að bæta sig. Lið sem vinnur Lyon sem var búið að ráða frönsku deildinni og Meistaradeildinni undanfarin ár. Það hlýtur að vera mikið í það lið spunnið. Þetta verður erfiður leikur,“ sagði Vilhjálmur en hvernig ætlar hann að nálgast leikinn. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Kára fyrir PSG leik „Eins og við höfum gert í allt sumar. Við höfum alltaf reynt að nálgast leikina út frá okkar styrkleikum. Mér finnst það skipta ótrúlega miklu máli. Auðvitað kynnum við okkur leikstílinn þeirra og slíkt. Við munum auðvitað aðeins aðlaga okkur að þeirra leikstíl. Við munum ekki vera alveg jafn hátt á vellinum að pressa eins og við erum vön. Við munum samt pressa inn á milli og gera okkar besta,“ sagði Vilhjálmur. „Við munum nýta okkar styrkleika sem eru frábært kantspil, fyrirgjafir og virkilega góð hlaup inn í teiginn. Við höfum verið að skora fullt fullt af mörkum. Maður veit aldrei, kannski smellur þetta allt á morgun (í dag),“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik spilaði við Paris Saint Germain fyrir tveimur árum en er þetta PSG betra í dag en það lið var? „Ég held að þetta sé að mörgu leyti svipað. Kannski einhverjir leikmenn betri og einhverjir síðri. Þetta verður bara gríðarlega erfiður leikur en það skiptir miklu máli að við erum með fimm leikmenn sem spiluðu leikina síðast. Það munar miklu í þessum undirbúningi og í þessum leikjum að vera með leikmenn sem þekkja það að spila við svona stórt lið,“ sagði Vilhjálmur. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Vilhjálm hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir þetta síðasta tímabil sitt.
Breiðablik Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira