Sadio Mané mjög ósáttur með að markvörður Chelsea sé ekki tilnefndur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 16:00 Edouard Mendy er hér á undan Sadio Mane í boltann í leik Chelsea og Liverpool. Getty/Simon Stacpoole Framherji Liverpool var mjög reiður fyrir hönd landa síns Édouard Mendy eftir að kom í ljós að markvörður Evrópumeistara Chelsea er ekki tilnefndur til Gullknattar Evrópu. Mané og Mendy voru saman í landsliðsverkefni með Senegal en liðið vann 4-1 sigur á Namibíu í undankeppni HM. Landsliðsmenn Senegal fengu margir spurninguna um þá staðreynd að Mendy sé ekki í hópi þeirra þrjátíu sem er tilnefndar til Gullknattar Evrópu í ár. Sadio Mané on Édouard Mendy | It s inadmissible Liverpool star furious at Chelsea man s omission from Ballon d Or nominee list.https://t.co/nSDx4dzbLg #lfc #cfc— Sport Witness (@Sport_Witness) October 12, 2021 Einn af þeim var Sadio Mané og það stóð ekki á svari hjá Liverpool manninum þótt að Mendy sé leikmaður keppinautanna í Chelsea. „Þetta er ótækt. Ég skil þetta ekki. Þarna voru menn að gera mistök,“ sagði Sadio Mané en franska blaðið Onze Mondial hefur það eftir honum. Édouard Mendy átti mikinn þátt í sigri Chelsea liðsins í Meistaradeildinni en hann hélt meðal annars hreinu í níu af tólf leikjum og einu liðin sem skoruðu mark hjá honum voru Stade Rennais, FC Porto og Real Madrid. Sadio Mane with the Senegal fans pic.twitter.com/irRTbIw37N— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 12, 2021 Mendy var sjálfur ekki eins gagnrýninn á valið. „Eins og ég hef sagt áður þá er ég stoltur af því vera fulltrúi þjóðar minnar sem einn af tíu bestu markvörðum heims. Það er þegar mjög gott fyrir mig. Ég er ekki að elta einhverjar viðurkenningar en ég hef fullt af markmiðum og þetta er skref í rétta átt,“ sagði Édouard Mendy. „Það verða alltaf til mismunandi skoðanir, hvort sem að ég eigi að vera þarna eða einhver annar. Það er frjálst val fjölmiðlamannanna að kjósa og maður verður bara að virða það,“ sagði Mendy. Mendy hefur spilað samtals 53 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea síðan að hann kom frá Stade Rennais sumarið 2020. Í þeim hefur hann haldið 29 sinnum hreinu og aðeins fengið á sig 34 mörk. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira
Mané og Mendy voru saman í landsliðsverkefni með Senegal en liðið vann 4-1 sigur á Namibíu í undankeppni HM. Landsliðsmenn Senegal fengu margir spurninguna um þá staðreynd að Mendy sé ekki í hópi þeirra þrjátíu sem er tilnefndar til Gullknattar Evrópu í ár. Sadio Mané on Édouard Mendy | It s inadmissible Liverpool star furious at Chelsea man s omission from Ballon d Or nominee list.https://t.co/nSDx4dzbLg #lfc #cfc— Sport Witness (@Sport_Witness) October 12, 2021 Einn af þeim var Sadio Mané og það stóð ekki á svari hjá Liverpool manninum þótt að Mendy sé leikmaður keppinautanna í Chelsea. „Þetta er ótækt. Ég skil þetta ekki. Þarna voru menn að gera mistök,“ sagði Sadio Mané en franska blaðið Onze Mondial hefur það eftir honum. Édouard Mendy átti mikinn þátt í sigri Chelsea liðsins í Meistaradeildinni en hann hélt meðal annars hreinu í níu af tólf leikjum og einu liðin sem skoruðu mark hjá honum voru Stade Rennais, FC Porto og Real Madrid. Sadio Mane with the Senegal fans pic.twitter.com/irRTbIw37N— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 12, 2021 Mendy var sjálfur ekki eins gagnrýninn á valið. „Eins og ég hef sagt áður þá er ég stoltur af því vera fulltrúi þjóðar minnar sem einn af tíu bestu markvörðum heims. Það er þegar mjög gott fyrir mig. Ég er ekki að elta einhverjar viðurkenningar en ég hef fullt af markmiðum og þetta er skref í rétta átt,“ sagði Édouard Mendy. „Það verða alltaf til mismunandi skoðanir, hvort sem að ég eigi að vera þarna eða einhver annar. Það er frjálst val fjölmiðlamannanna að kjósa og maður verður bara að virða það,“ sagði Mendy. Mendy hefur spilað samtals 53 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea síðan að hann kom frá Stade Rennais sumarið 2020. Í þeim hefur hann haldið 29 sinnum hreinu og aðeins fengið á sig 34 mörk.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira