Blikar mæta stórliði sem var ekki til í fyrra Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2021 08:00 Lorena Navarro og stöllur í Real Madrid taka á móti Breiðabliki í kvöld. Getty/Irinia R. Hipolito Blikakonur mæta liði eins þekktasta knattspyrnufélags heims í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Kvennalið Real Madrid varð hins vegar ekki til fyrr en í fyrrasumar. Þó að karlalið Real Madrid sé það sigursælasta í sögu Meistaradeild Evrópu þá er kvennaliðið þar á nýjum slóðum. Ana Rossell, fyrrverandi leikmaður Atlético Madrid, hóf baráttu fyrir því undir lok síðustu aldar að stofnað yrði kvennalið undir hatti Real Madrid. Segja má að skref í þá átt hafi loks verið tekið þegar félagið TACÓN var stofnað árið 2014. TACÓN lék í næstefstu deild til ársins 2019 en fór þá upp í efstu deild og endaði í 10. sæti á sinni fyrstu leiktíð. Ljóst var frá byrjun að ráðamenn Real Madrid væru opnir fyrir þeim möguleika að taka yfir félagið og frá því var svo gengið í fyrrasumar. Breiðablik stóð vel í PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni en tapaði að lokum 2-0.vísir/vilhelm Ári áður, eða tímabilið 2019-2020, hóf TACÓN að spila á svæði Real Madrid og leikurinn við Breiðablik í kvöld fer fram á Alfredo di Stéfano vellinum, sem karlalið Real lék á á síðustu leiktíð vegna framkvæmda á Santiago Bernabéu. Gengið illa í haust og leikmenn meiddir Real Madrid hefur gengið afar illa það sem af er leiktíð á Spáni og er aðeins með fjögur stig eftir sex umferðir, í 13. sæti, eftir að hafa endað í 2. sæti á síðustu leiktíð. Það er vatn á myllu Blika að mikið er um meiðsli í leikmannahópi Real sem til að mynda saknar sænska markaskorarans Kosovare Asllani auk þess sem aðeins einn eiginlegur miðjumaður aðalhóps félagsins er til taks. Engu að síður er ljóst að Blika bíður afar erfitt verkefni. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19 í kvöld og hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi. Í fyrstu umferð riðlakeppninnar tapaði Breiðablik 2-0 gegn PSG en Real vann úkraínska liðið Zhytlobud 1-0. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Þó að karlalið Real Madrid sé það sigursælasta í sögu Meistaradeild Evrópu þá er kvennaliðið þar á nýjum slóðum. Ana Rossell, fyrrverandi leikmaður Atlético Madrid, hóf baráttu fyrir því undir lok síðustu aldar að stofnað yrði kvennalið undir hatti Real Madrid. Segja má að skref í þá átt hafi loks verið tekið þegar félagið TACÓN var stofnað árið 2014. TACÓN lék í næstefstu deild til ársins 2019 en fór þá upp í efstu deild og endaði í 10. sæti á sinni fyrstu leiktíð. Ljóst var frá byrjun að ráðamenn Real Madrid væru opnir fyrir þeim möguleika að taka yfir félagið og frá því var svo gengið í fyrrasumar. Breiðablik stóð vel í PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni en tapaði að lokum 2-0.vísir/vilhelm Ári áður, eða tímabilið 2019-2020, hóf TACÓN að spila á svæði Real Madrid og leikurinn við Breiðablik í kvöld fer fram á Alfredo di Stéfano vellinum, sem karlalið Real lék á á síðustu leiktíð vegna framkvæmda á Santiago Bernabéu. Gengið illa í haust og leikmenn meiddir Real Madrid hefur gengið afar illa það sem af er leiktíð á Spáni og er aðeins með fjögur stig eftir sex umferðir, í 13. sæti, eftir að hafa endað í 2. sæti á síðustu leiktíð. Það er vatn á myllu Blika að mikið er um meiðsli í leikmannahópi Real sem til að mynda saknar sænska markaskorarans Kosovare Asllani auk þess sem aðeins einn eiginlegur miðjumaður aðalhóps félagsins er til taks. Engu að síður er ljóst að Blika bíður afar erfitt verkefni. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19 í kvöld og hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi. Í fyrstu umferð riðlakeppninnar tapaði Breiðablik 2-0 gegn PSG en Real vann úkraínska liðið Zhytlobud 1-0.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira