Tækifæri til að koma viti í áfengismarkaðinn Ólafur Stephensen skrifar 13. október 2021 11:00 Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu ítrekað vakið athygli á furðulegri stöðu, óvissu og þversögnum, sem uppi eru á áfengismarkaðnum á Íslandi. Nú þegar stjórnarflokkarnir sitja og ræða áframhaldandi samstarf er frábært tækifæri til að leggja drög að því að koma viti í þennan markað. Löggjöf um áfengisviðskipti þarf að endurspegla nútímalega viðskiptahætti, tryggja jafnræði og eyða óvissu. Til þess þarf heildarendurskoðun á henni, eins og FA hefur ítrekað hvatt til og í fyrsta sinn virðast stjórnvöld til viðtals um slíka endurskoðun. Einkaréttur – en samt ekki Fyrsta þversögnin sem blasir við er að ríkið (eða Ríkið) hefur einkarétt á smásölu áfengis í orði kveðnu, en engu að síður eru nú orðnar til ýmsar leiðir framhjá þeim einkarétti og margir hafa orðið til að nýta sér þær. Sú leið sem er mest áberandi þessa dagana er netsala á áfengi, sem 3-4 fyrirtæki stunda. Það er líka opinbert leyndarmál að sum minni brugghús, einkum á landsbyggðinni, selja gestum sínum áfengi til að hafa með sér að heimsókn lokinni. Þá kaupa býsna margir vín til eigin nota í gegnum svokallaða smakkklúbba eða svipað fyrirkomulag – áfengi sem hefur enga viðkomu í Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins (ÁTVR). Loks getur hver sem er pantað sér áfengi frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og fengið sent heim til sín. Hvað netsöluna varðar, er mikil óvissa uppi. ÁTVR hefur tekið sér einhvers konar eftirlitsvald, sem stofnuninni er ekki fengið með lögum, og kært netverzlanir til ýmissa stofnana; lögreglu, sýslumanna og skattayfirvalda. Ekkert þeirra embætta hefur aðhafzt í málinu, mögulega vegna þeirrar lagalegu óvissu sem ríkir um málið eins og vikið er að hér að neðan – dómsmálaráðuneytið treystir sér ekki til að svara því skýrt hvað megi og hvað megi ekki varðandi netverzlun með áfengi. ÁTVR lætur hins vegar ekki þar við sitja, heldur hefur höfðað einkamál gegn netverzlunum fyrir dómstólum og krefst þess að þær hætti starfsemi að viðlögðum dagsektum og greiði ríkisbúðinni bætur. ÁTVR heyrir beint undir fjármálaráðuneytið, sem virðist ekki hafa gripið inn í þessa vegferð stofnunarinnar. Á sama tíma segir fjármálaráðherrann þó að hann sjái ekkert athugavert við netverzlun með áfengi. Óhætt er að segja að það sé skrýtin staða. Óvissuástand en óskýr svör frá stjórnvöldum Í Félagi atvinnurekenda eru bæði fyrirtæki sem hafa hug á að koma ný inn í netverzlun með áfengi og önnur, sem hafa lengi flutt inn og/eða framleitt áfengi og sjá sér varla annað fært en að bregðast við þessari nýju samkeppni. Fyrirtækin eru þó skiljanlega hikandi við að stíga skref, sem kalla á að opinber stofnun veitist að þeim með kærum og málshöfðunum. FA hefur því í þrígang sent stjórnarráðinu erindi og farið fram á að spurningum um lögmæti netverzlunar með áfengi verði svarað. Rúmum átta vikum eftir að fyrsta erindið var sent kom loks svar frá dómsmálaráðuneytinu, sem má skilja þannig að innlend netverzlun sé óheimil, en ráðuneytið lætur ósvarað t.d. spurningu um hvort netverzlun í öðru EES-landi, sem afhendir áfengi beint úr vöruhúsi á Íslandi, sé lögleg. Óvissan er því áfram til staðar. Óvissa í viðskiptum er alltaf slæm, enda er hún bæði kostnaðarsöm og skaðleg. Lagaleg óvissa um heila atvinnugrein er óréttlætanleg, þar sem hún getur auk þess búið til fjárhagslegan ávinning fyrir þá sem er tilbúnir að brjóta lög og/eða þola refsingu fyrir þá háttsemi sem óvissan snýr að. Þeir aðilar á markaði sem ekki vilja taka (eða telja sig ekki geta tekið) slíka áhættu, verða þá (í það minnsta á meðan óvissan varir) undir í samkeppni og tapa markaðshlutdeild. Þannig umbunar aðgerðaleysi stjórnvalda þeim sem láta lagalega óvissu ekki stöðva sig og skaðar þá sem setja löghlýðni framar fjárhagslegum ábata. Þrátt fyrir hina lagalegu óvissu má ljóst vera að hengiflug ólögmætisins er þarna einhvers staðar enda eru öllum viðskiptum sett ákveðin mörk. Þegar um áfengisverzlun er að ræða er hins vegar ljóst að fyrirtækin ganga að þeirri brún með bundið fyrir augun. Sá sem lengst er tilbúinn til að ganga fær við þessar aðstæður mesta umbun, eða allt þar til hann fer fram af. Þetta getur ekki verið það rekstrarumhverfi sem við viljum búa við. Auglýsingabann – en samt ekki Önnur mjög sýnileg þversögn er þessi: Áfengisauglýsingar eru í orði kveðnu bannaðar en blasa engu að síður við okkur daglega. Þær eru í erlendum miðlum, sem Íslendingar hafa aðgang að. Þær eru í íslenzkum miðlum, til dæmis þegar þeir sýna frá íþróttaviðburðum erlendis. Þær eru á alþjóðlegum samfélagsmiðlum, þótt jafnvel sé verið að auglýsa íslenzkar vörur og íslenzk fyrirtæki, ekki sízt áðurnefndar netverzlanir. Síðast en ekki sízt eru í íslenzkum miðlum svokallaðar léttölsauglýsingar, sem eru áhugaverður hliðarveruleiki; þar eru auglýst þekkt áfengisvörumerki og það er í lagi ef orðið „léttöl“ er að finna í auglýsingunni. Bann áfengislaganna við áfengisauglýsingum bitnar fyrst og fremst á innlendum áfengisframleiðendum, sem eru meiri skorður settar en stórum alþjóðlegum vörumerkjum og innlendum fjölmiðlum, sem verða af tekjum af áfengisauglýsingum. Látið eins og starfsemin sé ekki til Þriðja þversögnin er sú að vegna þess að íslenzk lög gera ráð fyrir að ákveðin starfsemi sé bönnuð, gilda ekki um hana neinar reglur þótt hún fari fram fyrir allra augum og án þess að yfirvöld grípi inn í hana. Þetta á við um netverzlun með áfengi, sölu á framleiðslustað og áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum, svo dæmi séu tekin. Það er bara látið eins og þetta sé ekki til. Það er löngu kominn tími til að hætta þeirri hræsni og tvískinnungi sem lýst hefur verið hér að framan og setja áfengismarkaðnum lagaramma sem tryggir að þar fari fram frjáls viðskipti og eðlileg markaðssetning eins og í öðrum geirum vöruviðskipta, en með regluverki sem tekur mið af því að áfengi er ekki eins og hver önnur neyzluvara. Þar má nefna sem dæmi hvenær má afhenda vörur frá netverzlun, hvernig áfengisauglýsingar eru úr garði gerðar, að hvaða aldurshópum þær beinast o.s.frv. Slík nálgun er mun líklegri til að þjóna t.d. lýðheilsu- og forvarnamarkmiðum en að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og ofangreind starfsemi sé ekki til. Heildarendurskoðun er eina leiðin Það jákvæða við áðurnefnt svar dómsmálaráðuneytisins til FA er að þar kemur fram sú afstaða ráðuneytisins að áfengislögin séu úrelt, m.a. vegna tækniþróunar og grózkunnar í innlendri áfengisframleiðslu, og þurfi heildarendurskoðunar með. Það er rétt - eina leiðin út úr því óvissuástandi og rugli sem þessi markaður er kominn í, er nefnilega að fram fari endurskoðun á öllum lagarammanum, eins og FA hefur ítrekað hvatt til. Aðrir en ríkið fái skýra heimild til smásölu áfengis og ÁTVR verði lögð niður, enda verður þá engin þörf fyrir hana. Áfengisauglýsingar verði heimilaðar með skýrum takmörkunum. Loks er nauðsynlegt að breyta um leið lögum um innheimtu áfengisgjalds, enda taka þau mið af gamla einokunarfyrirkomulaginu. Áfengið á að vera á stjórnarmyndunarborðinu Þetta ætti að vera eitt af umræðuefnunum við borðið þar sem nú er rætt um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Áfengisframleiðsla á Íslandi er til dæmis einn af líflegustu og áhugaverðustu vaxtarbroddunum í íslenzkum matvælaiðnaði og ferðaþjónustu, sem stjórnarflokkarnir segjast vilja styðja. Það er ekki hægt að búa þeirri grein jafnóskýrt og -þversagnakennt rekstrarumhverfi og hér hefur verið lýst. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Áfengi og tóbak Verslun Samkeppnismál Netverslun með áfengi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu ítrekað vakið athygli á furðulegri stöðu, óvissu og þversögnum, sem uppi eru á áfengismarkaðnum á Íslandi. Nú þegar stjórnarflokkarnir sitja og ræða áframhaldandi samstarf er frábært tækifæri til að leggja drög að því að koma viti í þennan markað. Löggjöf um áfengisviðskipti þarf að endurspegla nútímalega viðskiptahætti, tryggja jafnræði og eyða óvissu. Til þess þarf heildarendurskoðun á henni, eins og FA hefur ítrekað hvatt til og í fyrsta sinn virðast stjórnvöld til viðtals um slíka endurskoðun. Einkaréttur – en samt ekki Fyrsta þversögnin sem blasir við er að ríkið (eða Ríkið) hefur einkarétt á smásölu áfengis í orði kveðnu, en engu að síður eru nú orðnar til ýmsar leiðir framhjá þeim einkarétti og margir hafa orðið til að nýta sér þær. Sú leið sem er mest áberandi þessa dagana er netsala á áfengi, sem 3-4 fyrirtæki stunda. Það er líka opinbert leyndarmál að sum minni brugghús, einkum á landsbyggðinni, selja gestum sínum áfengi til að hafa með sér að heimsókn lokinni. Þá kaupa býsna margir vín til eigin nota í gegnum svokallaða smakkklúbba eða svipað fyrirkomulag – áfengi sem hefur enga viðkomu í Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins (ÁTVR). Loks getur hver sem er pantað sér áfengi frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og fengið sent heim til sín. Hvað netsöluna varðar, er mikil óvissa uppi. ÁTVR hefur tekið sér einhvers konar eftirlitsvald, sem stofnuninni er ekki fengið með lögum, og kært netverzlanir til ýmissa stofnana; lögreglu, sýslumanna og skattayfirvalda. Ekkert þeirra embætta hefur aðhafzt í málinu, mögulega vegna þeirrar lagalegu óvissu sem ríkir um málið eins og vikið er að hér að neðan – dómsmálaráðuneytið treystir sér ekki til að svara því skýrt hvað megi og hvað megi ekki varðandi netverzlun með áfengi. ÁTVR lætur hins vegar ekki þar við sitja, heldur hefur höfðað einkamál gegn netverzlunum fyrir dómstólum og krefst þess að þær hætti starfsemi að viðlögðum dagsektum og greiði ríkisbúðinni bætur. ÁTVR heyrir beint undir fjármálaráðuneytið, sem virðist ekki hafa gripið inn í þessa vegferð stofnunarinnar. Á sama tíma segir fjármálaráðherrann þó að hann sjái ekkert athugavert við netverzlun með áfengi. Óhætt er að segja að það sé skrýtin staða. Óvissuástand en óskýr svör frá stjórnvöldum Í Félagi atvinnurekenda eru bæði fyrirtæki sem hafa hug á að koma ný inn í netverzlun með áfengi og önnur, sem hafa lengi flutt inn og/eða framleitt áfengi og sjá sér varla annað fært en að bregðast við þessari nýju samkeppni. Fyrirtækin eru þó skiljanlega hikandi við að stíga skref, sem kalla á að opinber stofnun veitist að þeim með kærum og málshöfðunum. FA hefur því í þrígang sent stjórnarráðinu erindi og farið fram á að spurningum um lögmæti netverzlunar með áfengi verði svarað. Rúmum átta vikum eftir að fyrsta erindið var sent kom loks svar frá dómsmálaráðuneytinu, sem má skilja þannig að innlend netverzlun sé óheimil, en ráðuneytið lætur ósvarað t.d. spurningu um hvort netverzlun í öðru EES-landi, sem afhendir áfengi beint úr vöruhúsi á Íslandi, sé lögleg. Óvissan er því áfram til staðar. Óvissa í viðskiptum er alltaf slæm, enda er hún bæði kostnaðarsöm og skaðleg. Lagaleg óvissa um heila atvinnugrein er óréttlætanleg, þar sem hún getur auk þess búið til fjárhagslegan ávinning fyrir þá sem er tilbúnir að brjóta lög og/eða þola refsingu fyrir þá háttsemi sem óvissan snýr að. Þeir aðilar á markaði sem ekki vilja taka (eða telja sig ekki geta tekið) slíka áhættu, verða þá (í það minnsta á meðan óvissan varir) undir í samkeppni og tapa markaðshlutdeild. Þannig umbunar aðgerðaleysi stjórnvalda þeim sem láta lagalega óvissu ekki stöðva sig og skaðar þá sem setja löghlýðni framar fjárhagslegum ábata. Þrátt fyrir hina lagalegu óvissu má ljóst vera að hengiflug ólögmætisins er þarna einhvers staðar enda eru öllum viðskiptum sett ákveðin mörk. Þegar um áfengisverzlun er að ræða er hins vegar ljóst að fyrirtækin ganga að þeirri brún með bundið fyrir augun. Sá sem lengst er tilbúinn til að ganga fær við þessar aðstæður mesta umbun, eða allt þar til hann fer fram af. Þetta getur ekki verið það rekstrarumhverfi sem við viljum búa við. Auglýsingabann – en samt ekki Önnur mjög sýnileg þversögn er þessi: Áfengisauglýsingar eru í orði kveðnu bannaðar en blasa engu að síður við okkur daglega. Þær eru í erlendum miðlum, sem Íslendingar hafa aðgang að. Þær eru í íslenzkum miðlum, til dæmis þegar þeir sýna frá íþróttaviðburðum erlendis. Þær eru á alþjóðlegum samfélagsmiðlum, þótt jafnvel sé verið að auglýsa íslenzkar vörur og íslenzk fyrirtæki, ekki sízt áðurnefndar netverzlanir. Síðast en ekki sízt eru í íslenzkum miðlum svokallaðar léttölsauglýsingar, sem eru áhugaverður hliðarveruleiki; þar eru auglýst þekkt áfengisvörumerki og það er í lagi ef orðið „léttöl“ er að finna í auglýsingunni. Bann áfengislaganna við áfengisauglýsingum bitnar fyrst og fremst á innlendum áfengisframleiðendum, sem eru meiri skorður settar en stórum alþjóðlegum vörumerkjum og innlendum fjölmiðlum, sem verða af tekjum af áfengisauglýsingum. Látið eins og starfsemin sé ekki til Þriðja þversögnin er sú að vegna þess að íslenzk lög gera ráð fyrir að ákveðin starfsemi sé bönnuð, gilda ekki um hana neinar reglur þótt hún fari fram fyrir allra augum og án þess að yfirvöld grípi inn í hana. Þetta á við um netverzlun með áfengi, sölu á framleiðslustað og áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum, svo dæmi séu tekin. Það er bara látið eins og þetta sé ekki til. Það er löngu kominn tími til að hætta þeirri hræsni og tvískinnungi sem lýst hefur verið hér að framan og setja áfengismarkaðnum lagaramma sem tryggir að þar fari fram frjáls viðskipti og eðlileg markaðssetning eins og í öðrum geirum vöruviðskipta, en með regluverki sem tekur mið af því að áfengi er ekki eins og hver önnur neyzluvara. Þar má nefna sem dæmi hvenær má afhenda vörur frá netverzlun, hvernig áfengisauglýsingar eru úr garði gerðar, að hvaða aldurshópum þær beinast o.s.frv. Slík nálgun er mun líklegri til að þjóna t.d. lýðheilsu- og forvarnamarkmiðum en að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og ofangreind starfsemi sé ekki til. Heildarendurskoðun er eina leiðin Það jákvæða við áðurnefnt svar dómsmálaráðuneytisins til FA er að þar kemur fram sú afstaða ráðuneytisins að áfengislögin séu úrelt, m.a. vegna tækniþróunar og grózkunnar í innlendri áfengisframleiðslu, og þurfi heildarendurskoðunar með. Það er rétt - eina leiðin út úr því óvissuástandi og rugli sem þessi markaður er kominn í, er nefnilega að fram fari endurskoðun á öllum lagarammanum, eins og FA hefur ítrekað hvatt til. Aðrir en ríkið fái skýra heimild til smásölu áfengis og ÁTVR verði lögð niður, enda verður þá engin þörf fyrir hana. Áfengisauglýsingar verði heimilaðar með skýrum takmörkunum. Loks er nauðsynlegt að breyta um leið lögum um innheimtu áfengisgjalds, enda taka þau mið af gamla einokunarfyrirkomulaginu. Áfengið á að vera á stjórnarmyndunarborðinu Þetta ætti að vera eitt af umræðuefnunum við borðið þar sem nú er rætt um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Áfengisframleiðsla á Íslandi er til dæmis einn af líflegustu og áhugaverðustu vaxtarbroddunum í íslenzkum matvælaiðnaði og ferðaþjónustu, sem stjórnarflokkarnir segjast vilja styðja. Það er ekki hægt að búa þeirri grein jafnóskýrt og -þversagnakennt rekstrarumhverfi og hér hefur verið lýst. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun