Norðurslóðir án íss! Bryndís Haraldsdóttir skrifar 14. október 2021 12:35 Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. Grænlandsjökull bráðnar nú sem aldrei fyrr og snjókoma dagsins í dag og til framtíðar vegur ekki lengur upp á móti bráðnuninni, jafnvel þótt hlýnun jarðar myndi stöðvast í dag. Norðurslóðir án íss eru því miður ekki svo fjarlæg fullyrðing. Það að sporna við loftlagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftlagsbreytingum, við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera, flata þar sem frost fer ekki úr jörðu, aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. Það sem gerist á Norðurslóðum á ekki bara erindi við okkur sem þar búum heldur hefur hlýnunin áhrif um allan heim, t.d. með hækkun sjávarstöðu. Þess vegna hafa öll helstu ríki heims myndað sér stefnu í málefnum Norðurslóða, líka fjarlæg ríki í Asíu. Í ógninni leynast líka tækifæri Fyrir Ísland felast margvísleg tækifæri í auknum alþjóðlegum áhuga á norðurslóðum. Sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli Norðurskautsríkjanna í austri og vestri, er Ísland í ákjósanlegri aðstöðu til að marka sér enn frekari sess sem vettvangur umræðu og ráðstefnuhalds um Norðurslóðir. Rannsóknir eru forsenda þess að greina megi þær öru breytingar sem eru að eiga sér stað á Norðurslóðum og meta hvaða viðbragða er þörf. Norðurslóðarannsóknir snerta mörg fræðasvið og kalla á virkt alþjóðlegt samstarf. Þar liggja mikil sóknarfæri fyrir Ísland til þess að vera vettvangur opinnar umræðu um rannsóknaniðurstöður, leiða saman rannsakendur frá ýmsum löndum, finna leiðir til að hagnýta rannsóknaniðurstöður og stuðla að nýsköpun. Það er því mikilvægt að nýta krafta fræðasamfélagsins sem heildar hér á landi til að nýta sem best þekkingu þess og reynslu, enda eru verkefni framtíðarinnar krefjandi og kalla á framsýnar lausnir, öflugt samstarf og víðtæka þátttöku fræðasamfélagsins í samstarfi við einkaaðila, sveitarfélög og ríki. Arctic partý Fyrrverandi forseti okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ómað í sjónvarpstækjum landsmanna og boðið í partý – „fögnum saman loksins“, segir Ólafur Ragnar. En hugarfóstur hans Hringborð Norðurslóða (Arctic Circle) hefur frá 2013 verið einn helsti opni umræðuvettvangurinn í heiminum um málefni Norðurslóða. Stjórnmálamenn, fræðafólk og fulltrúar grasrótarsamtaka og atvinnulífs hafa komið saman og rætt um Norðurslóðir, áskoranir og tækifæri framtíðarinnar. Í dag hefst partýið og ég ætla að mæta og hlusta. Hver veit nema rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt Norðurslóðamálum og hringrásarhagkerfinu verði okkar næsti grunnatvinnuvegur. Hugvitið er endalaust hægt að virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. Grænlandsjökull bráðnar nú sem aldrei fyrr og snjókoma dagsins í dag og til framtíðar vegur ekki lengur upp á móti bráðnuninni, jafnvel þótt hlýnun jarðar myndi stöðvast í dag. Norðurslóðir án íss eru því miður ekki svo fjarlæg fullyrðing. Það að sporna við loftlagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftlagsbreytingum, við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera, flata þar sem frost fer ekki úr jörðu, aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. Það sem gerist á Norðurslóðum á ekki bara erindi við okkur sem þar búum heldur hefur hlýnunin áhrif um allan heim, t.d. með hækkun sjávarstöðu. Þess vegna hafa öll helstu ríki heims myndað sér stefnu í málefnum Norðurslóða, líka fjarlæg ríki í Asíu. Í ógninni leynast líka tækifæri Fyrir Ísland felast margvísleg tækifæri í auknum alþjóðlegum áhuga á norðurslóðum. Sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli Norðurskautsríkjanna í austri og vestri, er Ísland í ákjósanlegri aðstöðu til að marka sér enn frekari sess sem vettvangur umræðu og ráðstefnuhalds um Norðurslóðir. Rannsóknir eru forsenda þess að greina megi þær öru breytingar sem eru að eiga sér stað á Norðurslóðum og meta hvaða viðbragða er þörf. Norðurslóðarannsóknir snerta mörg fræðasvið og kalla á virkt alþjóðlegt samstarf. Þar liggja mikil sóknarfæri fyrir Ísland til þess að vera vettvangur opinnar umræðu um rannsóknaniðurstöður, leiða saman rannsakendur frá ýmsum löndum, finna leiðir til að hagnýta rannsóknaniðurstöður og stuðla að nýsköpun. Það er því mikilvægt að nýta krafta fræðasamfélagsins sem heildar hér á landi til að nýta sem best þekkingu þess og reynslu, enda eru verkefni framtíðarinnar krefjandi og kalla á framsýnar lausnir, öflugt samstarf og víðtæka þátttöku fræðasamfélagsins í samstarfi við einkaaðila, sveitarfélög og ríki. Arctic partý Fyrrverandi forseti okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ómað í sjónvarpstækjum landsmanna og boðið í partý – „fögnum saman loksins“, segir Ólafur Ragnar. En hugarfóstur hans Hringborð Norðurslóða (Arctic Circle) hefur frá 2013 verið einn helsti opni umræðuvettvangurinn í heiminum um málefni Norðurslóða. Stjórnmálamenn, fræðafólk og fulltrúar grasrótarsamtaka og atvinnulífs hafa komið saman og rætt um Norðurslóðir, áskoranir og tækifæri framtíðarinnar. Í dag hefst partýið og ég ætla að mæta og hlusta. Hver veit nema rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt Norðurslóðamálum og hringrásarhagkerfinu verði okkar næsti grunnatvinnuvegur. Hugvitið er endalaust hægt að virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun