Anníe og Katrín voru ósáttar með heyrnartólin sín og fundu sjálfar lausnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2021 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru tvö af stærstu nöfnunum í CrossFit heiminum enda báðar tvöfaldir heimsmeistarar. Instagram/@dottiraudio Íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru vanar að treysta á sjálfa sig og vinna markvisst af sínum markmiðum. Það virðist ekki skipta máli hvort um að ræða séu keppnir í CrossFit eða þá að standa að gerð nýrra heyrnartóla sem leysa flest þeirra umkvörtunarefni hingað til. Tveggja ára vinnu hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju er nú lokið og útkoman eru nýju Dóttir Audio heyrnartólin sem eru sérhönnuð með íþróttamanninn í huga. Anníe Mist segir frá því að heyrnartólin séu nú komin út á markaðinn. „Þetta er verkefni sem ég og Katrín Tanja erum búnar að vera að vinna að í næstum því tvö ár,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta byrjaði allt með því að ég var alltaf að kvarta yfir því að heyrnartólin duttu úr eyrunum mínum við æfingar og Katrín að kvarta yfir því að hennar voru alltaf að eyðileggjast vegna svita,“ skrifaði Anníe Mist og sagði líka að maðurinn hennar Frederik hefði líka eyðilegt þrenn heyrnartól. „Við höfðum enga hugmynd um að þetta myndi enda svona en við vildum búa til eitthvað betra og ég trúi því að við höfum náð því,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég trúi því varla að þau séu loksins tilbúin,“ skrifaði Anníe Mist. Hér fyrir neðan má sjá færsluna frá Anníe með kynningu á nýju græjunni. Heyrnartólin eiga að minnka umhverfishávaða, haldast í eyrunum, eru vatnsheld og hafa alltaf 72 klukkutíma hlustunartíma áður en þarf að hlaða þau aftur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira
Það virðist ekki skipta máli hvort um að ræða séu keppnir í CrossFit eða þá að standa að gerð nýrra heyrnartóla sem leysa flest þeirra umkvörtunarefni hingað til. Tveggja ára vinnu hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju er nú lokið og útkoman eru nýju Dóttir Audio heyrnartólin sem eru sérhönnuð með íþróttamanninn í huga. Anníe Mist segir frá því að heyrnartólin séu nú komin út á markaðinn. „Þetta er verkefni sem ég og Katrín Tanja erum búnar að vera að vinna að í næstum því tvö ár,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta byrjaði allt með því að ég var alltaf að kvarta yfir því að heyrnartólin duttu úr eyrunum mínum við æfingar og Katrín að kvarta yfir því að hennar voru alltaf að eyðileggjast vegna svita,“ skrifaði Anníe Mist og sagði líka að maðurinn hennar Frederik hefði líka eyðilegt þrenn heyrnartól. „Við höfðum enga hugmynd um að þetta myndi enda svona en við vildum búa til eitthvað betra og ég trúi því að við höfum náð því,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég trúi því varla að þau séu loksins tilbúin,“ skrifaði Anníe Mist. Hér fyrir neðan má sjá færsluna frá Anníe með kynningu á nýju græjunni. Heyrnartólin eiga að minnka umhverfishávaða, haldast í eyrunum, eru vatnsheld og hafa alltaf 72 klukkutíma hlustunartíma áður en þarf að hlaða þau aftur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira