Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 60-63 | Naumur sigur Íslandsmeistaranna í háspennuleik Atli Arason skrifar 20. október 2021 23:00 Fjölnir - Njarðvík, Bikarkeppni KKÍ vetur 21-22, körfubolti Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrir kvöldið voru bæði Njarðvík og Valur með fullt hús stiga í Subway-deild kvenna í körfubolta. Íslandsmeistararnir eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar eftir nauman þriggja stiga sigur í Njarðvík í kvöld, lokatölur 60-63. Heimakonur byrjuðu leikinn í kvöld af miklum krafti og vörn Njarðvíkur virkaði mjög vel gegn sóknarleik Valskvenna. Fyrstu 5 mínúturnar var Valur 1 af 5 í skotum og með fjóra tapaða bolta en þá var staðan 16-2, Njarðvík í vil. Njarðvíkingar héldu áfram að keyra yfir gestina og munurinn milli liðanna fór mest í 18 stig í stöðunni 22-4 þegar rúmar þrjár mínútur lifðu eftir af fyrsta leikhluta. Valur náði að laga sinn hlut örlítið á síðustu mínútunum leikhlutans sem lauk þó með stórsigri nýliðanna, 23-8. Valskonur komu sterkari út í annan leikhluta en þær settu niður fyrstu 8 stig leikhlutans í röð og minnkuðu muninn í 23-15 á rúmri mínútu. Liðin voru fremur jöfn næstu mínúturnar, Valur virtist vera að finna svör við varnarleik Njarðvíkur og á sama tíma fóru heimakonur að tapa fleirri boltum en áður í sóknarleiknum. Þegar rúm mínúta er eftir af öðrum leikhluta þá setur Ása Böðvarsdóttir-Taylor, leikamaður Njarðvíkur, niður tveggja stiga stökkskot og kemur þar með heimakonum aftur í sjö stiga forskot. Þetta átti þó eftir að verða síðasta karfa Njarðvíkur í fyrri hálfleik. Ameryst Alston, leikmaður Vals, skoraði næstu tvö stig áður en hún var send á vítalínuna þegar 26 sekúndur lifðu eftir af fyrri hálfleik. Fyrra skot Ameryst fór niður en það seinna gerði það ekki en Valskonur ná frákastinu. Valur spilar út skotklukkuna og Hallveig Jóns á þriggja stiga tilraun en Ása brýtur á henni og Hallveig fær þrjú vítaskot sem hún setur öll niður og liðin gengu þá til búningsherbergja í stöðunni 34-33. Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, setur fyrstu stig þriðja leikhlutans fyrir heimakonur en svo jafnar Hallveig Jóns leikinn fyrir Val með þriggja stiga tilraun strax í næstu sókn. Þetta var í fyrsta sinn sem leikurinn var jafn frá því að hann hófst. Við þetta hrukku Njarðvíkingar þó aftur í gang og náðu forystunni á ný með því að setja næstu sex stig. Njarðvíkingar voru með yfirhöndina það sem eftir lifði leikhlutans. Heimakonur komst mest í 10 stiga forystu í stöðunni 51-41 þegar De Silva kastar báðum vítaskotum sínum niður þegar einungis tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Valur kláraði þriðja fjórðung þó betur með 3-7 kafla. Staðan fyrir lokaleikhlutann var því 54-48. Gestirnir komu gífurlega grimmar inn í síðasta fjórðung og settu tóninn strax. Eydís Eva, leikmaður Vals, komst almennilega í gang en hún setti fyrstu 5 stig leikhlutans fyrir Valskonur og Ameryst leggur svo niður sniðskot í næstu sókn til að koma Íslandsmeisturunum yfir, í fyrsta skipti í leiknum, 54-55. Við tók kafli í leiknum þar sem bæði lið nánast neituðu að skora en á næstu 5 mínútum skoraði Njarðvík 6 stig gegn 3 frá Val. Staðan var því 60-58 fyrir heimakonur þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Gestirnir frá Hlíðarenda eignuðu sér þó lokamínúturnar en Eydís setti annan þrist til að koma Val yfir, 60-61. Njarðvíkingar fara þá illa að ráði sínu og klikka á næstu tilraun og neyðast til að brjóta strax á Ameryst sem setur bæði vítin sín ofan í körfuna. Njarðvíkingar fá tilraun í lokasókninni sinni til að jafna leikinn og senda hann í framlengingu en Aliyah Collier, sem var búinn að vera frábær í leiknum, klikkar á sínu skoti og Íslandsmeistararnir unnu því nauman þriggja stiga sigur á nýliðunum í Njarðvík, 60-63. Af hverju vann Valur? Karakter Vals, með frábærum lokaleikhluta þar sem Íslandsmeistararnir neituðu að gefast upp og unnu 6-15 sigur og sneru með því tapi yfir í sigur en framan af virtist eins og Njarðvíkingar myndu sækja stigin. Hverjar stóðu upp úr? Kanarnir í báðum liðum voru ansi öflugar, þær Ameryst Alston hjá Val, sem var með 23 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var það Aliyah Collier sem setti 24 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Það verður einnig að minnast á Eydísi Evu, leikmann Vals, en hún var góð í viðsnúningi Vals í lokaleikhlutanum en þar setti hún niður 8 af alls 11 stigum sínum í leiknum. Hvað gerist næst? Njarðvík fer næst í heimsókn til Breiðabliks í Kópavogi. Sama dag munu Valskonur taka á móti Keflavík á Hlíðarenda. Báðir leikirnir eru á sunnudaginn, eftir einungis fjóra daga. „Körfuboltaleikur er víst 40 mínútur“ Rúnar Ingi Erlingsson var svekktur með tapið í kvöld.Facebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var eins og gefur að skilja, ótrúlega svekktur að tapa leiknum í kvöld eftir að hafa verið með yfirhöndina nánast allan leikinn. „Körfuboltaleikur er víst 40 mínútur. Eftir frábæran fyrsta leikhluta hjá okkur, þar sem við komum út í leikinn með orkuna sem við ætluðum að gera en svo dílum við ekki nógu vel við þeirra áhlaup í leiknum og við förum svolítið að rugla saman, sérstaklega sóknarlega. Grátlega sárt tap hér í dag,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi eftir leik. „Það sem við erum að leggja upp með varnarlega krefst rosalega mikillar orku hjá okkur. Við erum með háa ákefð og á endanum þá verða leikmennirnir þreyttari og við þurfum að fá fleiri leikmenn sem eru að koma með sömu ákefð inn á völlinn. Andlega þurfum við að vera smá sterkari sem lið til að bregðast við þegar þær [Valur] koma sér inn í leikinn aftur, því þá kemur smá panikk. Það eru allt of margir leikmenn sem verða ragir í sókninni og við erum að leita af sendingum bara fyrir utan þriggja stiga línuna í staðin fyrir að sækja á vörnina þeirra. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Aðspurður að því hvað hann gæti tekið jákvætt út úr þessum leik, þá benti Rúnar á varnarleik Njarðvíkur og nýju afbrigði varnarleiksins sem þær voru að prufa sig áfram með í kvöld. „Við vorum að prufa nýja hluti varnarlega til að bregðast við þeirra Bandaríkjamanni. Þetta er bara fjórði leikurinn og það eru 28 leikir í deildinni. Við höldum bara áfram. Við gerðum vel á köflum,“ svaraði Rúnar. Rúnar Ingi minnti að lokum á að tímabilið væri bara nýbyrjað og liðið ætlar að toppa þegar það virkilega skiptir máli. „Það eru tveir leikir á viku, hvort sem við vinnum eða töpum þá breytir það kannski ekki öllu núna en það er bara október. Við ætlum að reyna að vera sem bestar í Apríl og sjá hvað það fleytir okkur langt. Núna er bara að undirbúa okkur fyrir Breiðablik og við mætum hress og kát í Smárann.“ „Þvílíkur léttir að vinna þetta frábæra Njarðvíkurlið“ Ólafur Jónas Sigurðursson, þjálfari Vals.Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var himinlifandi eftir að hafa unnið nauman sigur á Njarðvík í kvöld. „Guð minn góður, heldur betur. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að koma inn í þennan leik og sína 'effort'. Við gerðum það ekki í byrjun, við vorum kannski aðeins of yfirspenntar en þvílíkur léttir að vinna þetta frábæra Njarðvíkurlið,“ svaraði Óli aðspurður að því hvort honum væri ekki létt með sigrinum er hann kom í viðtal hjá Vísi eftir leik. „Við fórum í ágætis naflaskoðun eftir síðasta leik gegn Keflavík. Við fórum aðeins yfir okkar grunnatriði og hvað við erum að gera með því að eyða öllum þessum tíma í körfubolta. Það er að segja hvernig körfubolta við viljum spila. Við vissum að við myndum koma til baka sama hversu mörgum stigum við lentum undir í byrjun. Við vorum með ákveðið 'mindset' og við ætluðum alltaf að koma til baka, það er ekki spurning.“ Ameryst Alston heldur áfram að vera frábær í liði Vals og átti hún enn einn stórleikinn í dag. Ameryst endaði leikinn með 30 framlagspunkta. Óli er ánægður með það hvernig hún er að passa inn í Vals liðið. „Hún er frábær og hún passar vel inn í liðið. Mér finnst flæðið hjá henni og stelpunum verða betra og betra,“ sagði Óli um Ameryst Alston. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals, hefur verið frá keppni vegna meiðsla. Það gæti verið að Hildur spili ekki eina einustu mínútu á tímabilinu en mikil óvissa ríkir um hvenær Hildur geti orðið leikfær aftur. „Það er ekki vitað með svona höfuðmeiðsli. Þetta er glatað, ömurlegt. Við vildum auðvitað hafa hana með okkur en hún gefur okkur eitthvað annað á bekknum á meðan. Vonandi kemur hún aftur þetta árið en við vitum ekki neitt.“ Næsti deildarleikur Vals er gegn Keflavík en Valur tapaði stórt gegn Keflavík í síðasta leik sínum en þá voru liðin að keppa í bikarkeppninni. Valur tapaði þar með 34 stigum. „Keflavíkur liðið er frábært. Við þurfum að mæta tilbúnar í þann leik. Þó svo að við höfum unnið hér [í Njarðvík] í kvöld þá skiptir það engu máli fyrir sunnudaginn. Keflvíkingum er alveg sama. Við þurfum bara að vera með betra plan og þurfum að mæta með meiri orku en við gerðum síðast gegn Keflavík,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur
Fyrir kvöldið voru bæði Njarðvík og Valur með fullt hús stiga í Subway-deild kvenna í körfubolta. Íslandsmeistararnir eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar eftir nauman þriggja stiga sigur í Njarðvík í kvöld, lokatölur 60-63. Heimakonur byrjuðu leikinn í kvöld af miklum krafti og vörn Njarðvíkur virkaði mjög vel gegn sóknarleik Valskvenna. Fyrstu 5 mínúturnar var Valur 1 af 5 í skotum og með fjóra tapaða bolta en þá var staðan 16-2, Njarðvík í vil. Njarðvíkingar héldu áfram að keyra yfir gestina og munurinn milli liðanna fór mest í 18 stig í stöðunni 22-4 þegar rúmar þrjár mínútur lifðu eftir af fyrsta leikhluta. Valur náði að laga sinn hlut örlítið á síðustu mínútunum leikhlutans sem lauk þó með stórsigri nýliðanna, 23-8. Valskonur komu sterkari út í annan leikhluta en þær settu niður fyrstu 8 stig leikhlutans í röð og minnkuðu muninn í 23-15 á rúmri mínútu. Liðin voru fremur jöfn næstu mínúturnar, Valur virtist vera að finna svör við varnarleik Njarðvíkur og á sama tíma fóru heimakonur að tapa fleirri boltum en áður í sóknarleiknum. Þegar rúm mínúta er eftir af öðrum leikhluta þá setur Ása Böðvarsdóttir-Taylor, leikamaður Njarðvíkur, niður tveggja stiga stökkskot og kemur þar með heimakonum aftur í sjö stiga forskot. Þetta átti þó eftir að verða síðasta karfa Njarðvíkur í fyrri hálfleik. Ameryst Alston, leikmaður Vals, skoraði næstu tvö stig áður en hún var send á vítalínuna þegar 26 sekúndur lifðu eftir af fyrri hálfleik. Fyrra skot Ameryst fór niður en það seinna gerði það ekki en Valskonur ná frákastinu. Valur spilar út skotklukkuna og Hallveig Jóns á þriggja stiga tilraun en Ása brýtur á henni og Hallveig fær þrjú vítaskot sem hún setur öll niður og liðin gengu þá til búningsherbergja í stöðunni 34-33. Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, setur fyrstu stig þriðja leikhlutans fyrir heimakonur en svo jafnar Hallveig Jóns leikinn fyrir Val með þriggja stiga tilraun strax í næstu sókn. Þetta var í fyrsta sinn sem leikurinn var jafn frá því að hann hófst. Við þetta hrukku Njarðvíkingar þó aftur í gang og náðu forystunni á ný með því að setja næstu sex stig. Njarðvíkingar voru með yfirhöndina það sem eftir lifði leikhlutans. Heimakonur komst mest í 10 stiga forystu í stöðunni 51-41 þegar De Silva kastar báðum vítaskotum sínum niður þegar einungis tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Valur kláraði þriðja fjórðung þó betur með 3-7 kafla. Staðan fyrir lokaleikhlutann var því 54-48. Gestirnir komu gífurlega grimmar inn í síðasta fjórðung og settu tóninn strax. Eydís Eva, leikmaður Vals, komst almennilega í gang en hún setti fyrstu 5 stig leikhlutans fyrir Valskonur og Ameryst leggur svo niður sniðskot í næstu sókn til að koma Íslandsmeisturunum yfir, í fyrsta skipti í leiknum, 54-55. Við tók kafli í leiknum þar sem bæði lið nánast neituðu að skora en á næstu 5 mínútum skoraði Njarðvík 6 stig gegn 3 frá Val. Staðan var því 60-58 fyrir heimakonur þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Gestirnir frá Hlíðarenda eignuðu sér þó lokamínúturnar en Eydís setti annan þrist til að koma Val yfir, 60-61. Njarðvíkingar fara þá illa að ráði sínu og klikka á næstu tilraun og neyðast til að brjóta strax á Ameryst sem setur bæði vítin sín ofan í körfuna. Njarðvíkingar fá tilraun í lokasókninni sinni til að jafna leikinn og senda hann í framlengingu en Aliyah Collier, sem var búinn að vera frábær í leiknum, klikkar á sínu skoti og Íslandsmeistararnir unnu því nauman þriggja stiga sigur á nýliðunum í Njarðvík, 60-63. Af hverju vann Valur? Karakter Vals, með frábærum lokaleikhluta þar sem Íslandsmeistararnir neituðu að gefast upp og unnu 6-15 sigur og sneru með því tapi yfir í sigur en framan af virtist eins og Njarðvíkingar myndu sækja stigin. Hverjar stóðu upp úr? Kanarnir í báðum liðum voru ansi öflugar, þær Ameryst Alston hjá Val, sem var með 23 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var það Aliyah Collier sem setti 24 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Það verður einnig að minnast á Eydísi Evu, leikmann Vals, en hún var góð í viðsnúningi Vals í lokaleikhlutanum en þar setti hún niður 8 af alls 11 stigum sínum í leiknum. Hvað gerist næst? Njarðvík fer næst í heimsókn til Breiðabliks í Kópavogi. Sama dag munu Valskonur taka á móti Keflavík á Hlíðarenda. Báðir leikirnir eru á sunnudaginn, eftir einungis fjóra daga. „Körfuboltaleikur er víst 40 mínútur“ Rúnar Ingi Erlingsson var svekktur með tapið í kvöld.Facebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var eins og gefur að skilja, ótrúlega svekktur að tapa leiknum í kvöld eftir að hafa verið með yfirhöndina nánast allan leikinn. „Körfuboltaleikur er víst 40 mínútur. Eftir frábæran fyrsta leikhluta hjá okkur, þar sem við komum út í leikinn með orkuna sem við ætluðum að gera en svo dílum við ekki nógu vel við þeirra áhlaup í leiknum og við förum svolítið að rugla saman, sérstaklega sóknarlega. Grátlega sárt tap hér í dag,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi eftir leik. „Það sem við erum að leggja upp með varnarlega krefst rosalega mikillar orku hjá okkur. Við erum með háa ákefð og á endanum þá verða leikmennirnir þreyttari og við þurfum að fá fleiri leikmenn sem eru að koma með sömu ákefð inn á völlinn. Andlega þurfum við að vera smá sterkari sem lið til að bregðast við þegar þær [Valur] koma sér inn í leikinn aftur, því þá kemur smá panikk. Það eru allt of margir leikmenn sem verða ragir í sókninni og við erum að leita af sendingum bara fyrir utan þriggja stiga línuna í staðin fyrir að sækja á vörnina þeirra. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Aðspurður að því hvað hann gæti tekið jákvætt út úr þessum leik, þá benti Rúnar á varnarleik Njarðvíkur og nýju afbrigði varnarleiksins sem þær voru að prufa sig áfram með í kvöld. „Við vorum að prufa nýja hluti varnarlega til að bregðast við þeirra Bandaríkjamanni. Þetta er bara fjórði leikurinn og það eru 28 leikir í deildinni. Við höldum bara áfram. Við gerðum vel á köflum,“ svaraði Rúnar. Rúnar Ingi minnti að lokum á að tímabilið væri bara nýbyrjað og liðið ætlar að toppa þegar það virkilega skiptir máli. „Það eru tveir leikir á viku, hvort sem við vinnum eða töpum þá breytir það kannski ekki öllu núna en það er bara október. Við ætlum að reyna að vera sem bestar í Apríl og sjá hvað það fleytir okkur langt. Núna er bara að undirbúa okkur fyrir Breiðablik og við mætum hress og kát í Smárann.“ „Þvílíkur léttir að vinna þetta frábæra Njarðvíkurlið“ Ólafur Jónas Sigurðursson, þjálfari Vals.Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var himinlifandi eftir að hafa unnið nauman sigur á Njarðvík í kvöld. „Guð minn góður, heldur betur. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að koma inn í þennan leik og sína 'effort'. Við gerðum það ekki í byrjun, við vorum kannski aðeins of yfirspenntar en þvílíkur léttir að vinna þetta frábæra Njarðvíkurlið,“ svaraði Óli aðspurður að því hvort honum væri ekki létt með sigrinum er hann kom í viðtal hjá Vísi eftir leik. „Við fórum í ágætis naflaskoðun eftir síðasta leik gegn Keflavík. Við fórum aðeins yfir okkar grunnatriði og hvað við erum að gera með því að eyða öllum þessum tíma í körfubolta. Það er að segja hvernig körfubolta við viljum spila. Við vissum að við myndum koma til baka sama hversu mörgum stigum við lentum undir í byrjun. Við vorum með ákveðið 'mindset' og við ætluðum alltaf að koma til baka, það er ekki spurning.“ Ameryst Alston heldur áfram að vera frábær í liði Vals og átti hún enn einn stórleikinn í dag. Ameryst endaði leikinn með 30 framlagspunkta. Óli er ánægður með það hvernig hún er að passa inn í Vals liðið. „Hún er frábær og hún passar vel inn í liðið. Mér finnst flæðið hjá henni og stelpunum verða betra og betra,“ sagði Óli um Ameryst Alston. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals, hefur verið frá keppni vegna meiðsla. Það gæti verið að Hildur spili ekki eina einustu mínútu á tímabilinu en mikil óvissa ríkir um hvenær Hildur geti orðið leikfær aftur. „Það er ekki vitað með svona höfuðmeiðsli. Þetta er glatað, ömurlegt. Við vildum auðvitað hafa hana með okkur en hún gefur okkur eitthvað annað á bekknum á meðan. Vonandi kemur hún aftur þetta árið en við vitum ekki neitt.“ Næsti deildarleikur Vals er gegn Keflavík en Valur tapaði stórt gegn Keflavík í síðasta leik sínum en þá voru liðin að keppa í bikarkeppninni. Valur tapaði þar með 34 stigum. „Keflavíkur liðið er frábært. Við þurfum að mæta tilbúnar í þann leik. Þó svo að við höfum unnið hér [í Njarðvík] í kvöld þá skiptir það engu máli fyrir sunnudaginn. Keflvíkingum er alveg sama. Við þurfum bara að vera með betra plan og þurfum að mæta með meiri orku en við gerðum síðast gegn Keflavík,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson að lokum.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti