Skólinn hefur það hlutverk að þjóna þörfum barna en ekki atvinnulífs Anna María Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2021 22:01 Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé alvarlegt mál að íslensk börn séu ekki oftar í skólanum á hverju ári. Sérstaklega sé það vont fyrir konur enda séu þær með lægri laun en karlar og þess vegna nánast sjálfskipaðar sem gæslumenn barnanna þá daga sem ekki er skóli. Svona gangi ekki upp í jafnréttissinnuðu samfélagi. Þetta slíti sundur samstöðuna á vinnumarkaði og því þurfi ríkisstjórnin og stéttarfélög að breyta þessu. Hún telur að atvinnulífið þurfi að vera sammála stjórnvöldum um skipulag skólahalds. Um þetta má eflaust segja ýmislegt en fyrst og fremst vil ég segja þetta: Hlutverk skóla er að mennta börn og ungmenni. Með því að rækja það hlutverk sitt auðgast samfélagið allt. Það gerist með uppbyggilegri þátttöku barnsins í samfélaginu, meðal annars í atvinnulífinu, þegar fram líða stundir. Skólinn er griðastaður þar sem barnið fær að vera á eigin forsendum. Sem slíkur er skóli mikilvæg undirstaða mannréttinda og lykill að jöfnuði í samfélaginu. Þegar skólar voru stofnaðir á Íslandi voru þeir fyrst lokaðir stúlkum. Það var ekki vegna þess að þær væru verr fallnar til náms en drengir (við höfum dæmi um ókyngreinda skóla allt aftur í fornöld). Ástæða þess að stúlkum var meinað um skólavist áratugum saman var einfaldlega sú að hjól efnahagslífsins töldu sig ekki komast af án vinnuframlags stúlkubarna. Þær sáu um barnauppeldi, heimilisstörf og vinnu utan heimilis í talsverðum mæli. Þegar stúlkur voru frelsaðar úr hlutverki ódýrs vinnuafls fyrir ágengt atvinnu- og efnahagslíf fór samfélagið fyrst að auðgast. Ekki þrátt fyrir að stúlkunum væru gefin grið til mennta heldur vegna þess! Rannsóknir sýna ekki árangur af lengra skólaári en við höfum hér á Íslandi. Þær sýna þó svo ekki verður um villst að skólar eru ekki nóg til að tryggja farsælan uppvöxt. Börn fátækra foreldra eða börn foreldra sem vinna of mikið bíða af því skaða. Börn þurfa nefnilega ekki aðeins að tilheyra samfélagi skólanna, þau þurfa líka að tilheyra fjölskyldum. Fjölskyldur eru vitanlega allskonar en það sem einkennir góða fjölskyldu er að hún er samsett af fólki sem er til staðar hvert fyrir annað. Á Íslandi eru til börn sem sjaldan fá tíma með fjölskyldum sínum og eru fátækari af reynslu og upplifunum en önnur börn. Við höfum einnig börn sem eru heppin, eins og formaður FKA orðar það, og hafa fengið að njóta þess í ríkum mæli að eiga ekki aðeins fjölskyldu, heldur jafnvel stórfjölskyldu, sem leggur sig fram um að mæta þörfum þeirra. Þrátt fyrir víðtækan misskilning í samfélagi okkar um annað þá er erfitt að kaupa það sem mikilvægast er sálarlífi barns með peningum. Hamingja barnasnýst um það sem bætist við þegar grunnþörfum okkar hefur verið mætt og við bætist samvera, vinátta, traust og hlýja fólksins sem við elskum og elskar okkur. Við þurfum stöðugt að gæta þess að börn njóti þeirra griða í skólum sem þau verðskulda. En það er líka nauðsynlegt að tryggja að öll íslensk börn njóti þeirra griða sem felast í að eiga fjölskyldu. Stéttarfélög, ríkisstjórnir og jafnvel samtök atvinnurekenda hafa þar hlutverk. Í brennidepli barnið sjálft og þarfir þess alltaf að vera. Hér eftir sem hingað til er ljóst að öruggasta leiðin til að auðga samfélagið til framtíðar er að tryggja börnum frið frá ásælni stundarhagsmuna fullorðinna. Það væri rétt af Félagi kvenna í atvinnulífinu að koma skikki á atvinnulífið sem þær kenna sig þó við. Atvinnulífið getur ekki átt meiri kröfu á tíma foreldra barna en samrýmanleg er þörfum barnanna. Síðan, ef félagið er aflögufært um orku, færi vel á því að það legðist á árarnar með stórum kvennastéttum eins og kennurum í þeirri eðlilegu kröfu að þær fái réttlát laun. Framundan eru krefjandi kjarasamningar. Ég reikna fastlega með einörðum stuðningi við bætt kjör kennara frá öllu baráttufólki um jafnrétti og sanngirni. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna María Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé alvarlegt mál að íslensk börn séu ekki oftar í skólanum á hverju ári. Sérstaklega sé það vont fyrir konur enda séu þær með lægri laun en karlar og þess vegna nánast sjálfskipaðar sem gæslumenn barnanna þá daga sem ekki er skóli. Svona gangi ekki upp í jafnréttissinnuðu samfélagi. Þetta slíti sundur samstöðuna á vinnumarkaði og því þurfi ríkisstjórnin og stéttarfélög að breyta þessu. Hún telur að atvinnulífið þurfi að vera sammála stjórnvöldum um skipulag skólahalds. Um þetta má eflaust segja ýmislegt en fyrst og fremst vil ég segja þetta: Hlutverk skóla er að mennta börn og ungmenni. Með því að rækja það hlutverk sitt auðgast samfélagið allt. Það gerist með uppbyggilegri þátttöku barnsins í samfélaginu, meðal annars í atvinnulífinu, þegar fram líða stundir. Skólinn er griðastaður þar sem barnið fær að vera á eigin forsendum. Sem slíkur er skóli mikilvæg undirstaða mannréttinda og lykill að jöfnuði í samfélaginu. Þegar skólar voru stofnaðir á Íslandi voru þeir fyrst lokaðir stúlkum. Það var ekki vegna þess að þær væru verr fallnar til náms en drengir (við höfum dæmi um ókyngreinda skóla allt aftur í fornöld). Ástæða þess að stúlkum var meinað um skólavist áratugum saman var einfaldlega sú að hjól efnahagslífsins töldu sig ekki komast af án vinnuframlags stúlkubarna. Þær sáu um barnauppeldi, heimilisstörf og vinnu utan heimilis í talsverðum mæli. Þegar stúlkur voru frelsaðar úr hlutverki ódýrs vinnuafls fyrir ágengt atvinnu- og efnahagslíf fór samfélagið fyrst að auðgast. Ekki þrátt fyrir að stúlkunum væru gefin grið til mennta heldur vegna þess! Rannsóknir sýna ekki árangur af lengra skólaári en við höfum hér á Íslandi. Þær sýna þó svo ekki verður um villst að skólar eru ekki nóg til að tryggja farsælan uppvöxt. Börn fátækra foreldra eða börn foreldra sem vinna of mikið bíða af því skaða. Börn þurfa nefnilega ekki aðeins að tilheyra samfélagi skólanna, þau þurfa líka að tilheyra fjölskyldum. Fjölskyldur eru vitanlega allskonar en það sem einkennir góða fjölskyldu er að hún er samsett af fólki sem er til staðar hvert fyrir annað. Á Íslandi eru til börn sem sjaldan fá tíma með fjölskyldum sínum og eru fátækari af reynslu og upplifunum en önnur börn. Við höfum einnig börn sem eru heppin, eins og formaður FKA orðar það, og hafa fengið að njóta þess í ríkum mæli að eiga ekki aðeins fjölskyldu, heldur jafnvel stórfjölskyldu, sem leggur sig fram um að mæta þörfum þeirra. Þrátt fyrir víðtækan misskilning í samfélagi okkar um annað þá er erfitt að kaupa það sem mikilvægast er sálarlífi barns með peningum. Hamingja barnasnýst um það sem bætist við þegar grunnþörfum okkar hefur verið mætt og við bætist samvera, vinátta, traust og hlýja fólksins sem við elskum og elskar okkur. Við þurfum stöðugt að gæta þess að börn njóti þeirra griða í skólum sem þau verðskulda. En það er líka nauðsynlegt að tryggja að öll íslensk börn njóti þeirra griða sem felast í að eiga fjölskyldu. Stéttarfélög, ríkisstjórnir og jafnvel samtök atvinnurekenda hafa þar hlutverk. Í brennidepli barnið sjálft og þarfir þess alltaf að vera. Hér eftir sem hingað til er ljóst að öruggasta leiðin til að auðga samfélagið til framtíðar er að tryggja börnum frið frá ásælni stundarhagsmuna fullorðinna. Það væri rétt af Félagi kvenna í atvinnulífinu að koma skikki á atvinnulífið sem þær kenna sig þó við. Atvinnulífið getur ekki átt meiri kröfu á tíma foreldra barna en samrýmanleg er þörfum barnanna. Síðan, ef félagið er aflögufært um orku, færi vel á því að það legðist á árarnar með stórum kvennastéttum eins og kennurum í þeirri eðlilegu kröfu að þær fái réttlát laun. Framundan eru krefjandi kjarasamningar. Ég reikna fastlega með einörðum stuðningi við bætt kjör kennara frá öllu baráttufólki um jafnrétti og sanngirni. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun